Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2004, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2004, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 2004 M eðal þeirra rithöfunda sem sóttu Bók- menntahátíð í Reykjavík árið 2000 var Bandaríkjamaður að nafni Edward Bunker. Vegna for- tíðar sinnar verður Bunker þessi að teljast einn litríkasti og óvenjulegasti gestur bókmenntahátíðar seinni ára. Hann er fyrrum glæpamaður og fangi og sker sig því nokkuð úr hópi hinna dæmigerðu gesta hátíða sem þessarar. Bun- ker hóf sinn rithöfundarferil bak við lás og slá og skrifaði þar fyrstu tvær útgefnu skáldsögur sínar. Saga Bunkers er þó ekk- ert einsdæmi. Hið sístækkandi ,,jaðarsam- félag“ bandarískra fanga hefur þannig getið af sér ófáa glæpamenn sem taka sér penna í hönd og skrifa út frá eigin fangelsisreynslu með ágætum árangri. Einn fyrsti bandaríski fanginn sem vakti athygli á sér með skrifum innan veggja fangelsisins var Malcolm Braly (1925–80). Braly ólst upp á betrunarstofnunum og hóf glæpaferil sinn á unga aldri. Hver smáglæp- urinn leiddi af sér annan og Braly fékk sinn fyrsta alvarlega dóm fyrir skotbardaga við lögreglu í kjölfar ráns. Í þau sárafáu skipti sem Braly gat um frjálst höfuð strokið næstu árin var honum fyrr en varði aftur stungið í tukthúsið. Þegar hann steig svo fæti út í frelsið fertugur að aldri árið 1965 hafði hann meira og minna varið síðustu 22 árum ævi sinnar bak við rimla án þess þó að hafa nokkurn tímann framið alvarlegan glæp eða rænt stórverðmætum. Eftir að hafa skrifað þrjár skáldsögur meðan á fangelsisdvöl hans stóð, Felony Tank (1961), Shake Him Till He Rattles (1963) og It’s Cold Out There (1966), tók Braly til við að skrifa sitt þekktasta verk, On the Yard, og hélt síðan áfram að vinna við bókina eftir að honum var sleppt út á reynslulausn árið 1965. Þegar fangelsisyf- irvöld fréttu að Braly væri að skrifa sögu byggða á fangavist sinni hótuðu þau að aft- urkalla reynslulausn hans ef til útgáfu bók- arinnar kæmi. Því sat Braly á fullkláruðu handriti þar til tími reynslulausnarinnar rann út og var bókin þá loks gefin út árið 1967. Söguheimur On the Yard takmarkast nær eingöngu við þann veruleika sem Braly kynntist í San Quentin-fangelsinu. Síflakk- andi sjónarhorn bókarinnar einblínir aldrei á áberandi aðalpersónu í lengri tíma heldur er það á sífelldu rápi á milli 10–20 persóna, jafnt fanga sem og starfsliðs fangelsisins. Það sem heillar hvað mest við On the Yard er hvernig Braly heldur þræðinum þar sem hann skýst á augabragði frá einni sög- unni yfir í aðra, frá því smæsta yfir í hið stærsta í stigveldi fangelsisins. Bókin virkar því oft á tíðum sem safn mismunandi sagna sem gegnumgangandi söguþráður tengir svo lauslega. Þegar haft er í huga að Braly skrifar On the Yard um það leyti sem hon- um er sleppt á skilorði er einfalt að álykta að með þessu samansafni sagna hafi hann verið að vinna úr sarpi reynslu sinnar af þeim stað sem hann eyddi meginþorra full- orðinsára sinna. Bókin er þá einskonar upp- gjör Bralys við þetta langtímaheimili hans sem hann hefur kvatt í hinsta sinn. Þjóðsagnafræðingur fangelsisins Í On the Yard er þannig að finna samtín- ing ýmissa sagna sem Braly hefur gripið héðan og þaðan frá áralangri fangelsis- reynslu. Andrúmsloftið sem einkennir margar þessara sagna á þannig litla samleið með þeim þankagangi og því umróti sem einkenndi samtíð Bralys við skrif bókarinn- ar á miðjum sjöunda áratugnum. Sjálfur viðurkennir Braly í ævisögu sinni, False Start, að hafa viðað að sér alls kyns sögum úr fangelsinu við samningu On the Yard. Margar sögurnar höfðu gengið manna á milli og voru sumar hverjar orðnar hálf- gerðar flökkusögur og Braly segir frá því hvernig hann tók að sér hlutverk skrásetj- ara fangelsisportsins, nokkurs konar ,,þjóð- háttafræðings San Quentin-þjóðarinnar“: Ég var þjóðsagnafræðingur San Quentin-portsins. Ég hafði aldrei almennilega farið þaðan um áralangt skeið og þekkti heilan haug af sögum. Ég byrjaði að flétta sumar af þessum sögum saman í langa skáld- sögu. Ég gætti mín á því að skilja þessi skrif aldrei við mig þar sem einhver varðanna gæti farið að glugga í þau. (Massey, s. 114.) Þrátt fyrir að hægt sé að líta á On the Yard sem samansafn smárra sögukafla er einnig að sjá í bókinni skáldsögulega form- gerð. Hún lýsir sér m.a. í þeim ramma sem bókin býr sér með upphafs- og lokasenunum en bæði hefst hún og lýkur á því að full rúta af föngum rennur í hlað fangelsisins. Nýlið- unum sem koma við sögu í upphafi bók- arinnar ferst misvel úr hendi að fóta sig í samfélaginu sem bíður þeirra og í lok henn- ar hafa þeir margir hverjir horfið á braut á einn eða annan veg. Fangana má gróflega flokka í tvo mismunandi hópa sem skil- greina sig út frá glæp sínum og aðlög- unarhæfni. Annars vegar er um að ræða hóp þeirra sem hafa framið einhvers konar kynferðis- eða ástríðuglæp. Þeir eru oftast FRAMLEIÐSLA Á SKEPNUM Malcolm Braly og Edward Bunker eru meðal virtustu höfunda svokallaðra fangelsisbókmennta í Bandaríkj- unum. Með skrifum Bralys og Bunkers má segja að flóðgáttir hafi opnast fyrir skrifum bandarískra fanga og hefur síðan þá haldið áfram að renna stríður straumur alls kyns ritverka um efnið. Hér er fjallað um verk Bralys og Bunkers. AP Í bandarískum fangelsum hafa orðið til góðir rithöfundar. Myndin er tekin í San Quentin-fangelsinu í Kaliforníu. E F T I R S I G U R Ð M A G N Ú S F I N N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.