Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2004, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2004, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 2004 5 borgaralegri og reyna að bera sig virðulega og líta jafnvel niður á ,,ótíndu glæpamenn- ina“. Einnig eru þeir jafnan langtímafangar, ólíklegir til að snúa aftur í fangelsið eftir lausn og eiga líka sjaldnast fyrri afplánun að baki. Viðhorf þeirra og lífshættir fyrir af- plánun gera þeim erfiðara um vik að laga sig að fangelsislífinu en hinum hópnum sem virðist öllu vanari lífsvenjum fangelsisins. Það er í hópmeðferð sem bilið milli þessara tveggja fangahópa verður hvað skýrast. Meðal þeirra sem taka þátt í meðferðinni eru fanginn Watson, sem hefur í bræð- iskasti drepið tvo syni sína og reynt síðan að ganga frá sjálfum sér og eiginkonu sinni, og Society Red, fastinn í San Quentin-sam- félaginu: Watson stóð fyrir siðmenningu, lýðveldið og mæðra- hlutverkið og minnst einu sinni á hverjum fundi ítrekaði hann stöðu sína áður en hann hóf reiðilestur sinn um það hvernig málum hans hefði verið, væri og mundi vera háttað. „… og ég hef núna setið inni næstum tvö ár og sé enga ástæðu fyrir frekari af- plánun, frekari meðferð, alls enga ástæðu þar sem það er ekki nokkur möguleiki að ég fremji sama glæpinn aftur …“ „Það er rétt,“ [sagði Society Red] „hann er orðinn uppiskroppa með börnin sín.“ (Braly, s. 108.) Watson hunsar kvikindislega athugasemd Reds og heldur áfram í sama kvörtunartóni. Nú kvartar hann yfir því að þurfa að ganga í tíma með „óþverralýð“ eins og þjófum, eit- urlyfja- og kynlífssjúklingum. Afstaða Wat- sons er dæmigerð fyrir hinn fyrrnefnda hóp svokallaðra „góðborgara“ sem hafa verið dæmdir til langdvalar fyrir einn hrikalegan glæp. Þeim hættir til að telja sig of góða fyrir samneyti við „venjulega“ fanga og krefjast einhvers konar sérmeðferðar. Að sama skapi eru viðbrögð Reds dæmigerð fyrir kæruleysisleg og kaldranaleg viðhorf hins hópsins, „atvinnuglæpamannanna“. Þeirra virðingarstaða ræðst frekar af þeim afrekum sem þeir hafa unnið innan fangels- isveggjanna en af því hvað þeir gerðu áður en þeim var stungið inn. Skimað yfir portið Fangelsisportið sem bókin dregur nafn sitt af er einnig miðpunktur hennar og heimavöllur þeirra sem hópa sig þar saman í gengi. Portið er helsti samkomustaður fanganna og þar blanda þeir geði, dragast í hópa og ráða ráðum sínum. Chilly Willy er ókrýndur konungur portsins. Með braski sínu á vímugjöfum (e. nasal inhalers), veð- málum og með okurlánum á sígarettum, gjaldmiðli fangelsisins, ráðskast Willy með fangana í kringum sig. Ef einhver stendur ekki í skilum hefur Willy vald yfir öðrum föngum til að fá þá til að beita skuldara sína ofbeldi. Fangelsisstofnunin hefur stimplað Chilly Willy sem síbrotamann og er braskið og valdbeitingin hans leið til að komast lífs af í þeim heimi sem hann hefur verið dæmd- ur til. Því hefur hann kynnt sér óskráðar reglur fangelsisportsins og lært hvernig beita skuli þar valdi til að öðlast vegsemd og virðingu. Fyrirmyndarfanginn Juleson lendir í því að teygja sig of langt í sam- skiptum sínum við Willy. Juleson virtist vera fyrirmyndarborgari áður en hann framdi glæp sinn. Undir niðri lá þó leynd- armál um heimilisofbeldi sem kom upp á yf- irborðið þegar hann lamdi konu sína til bana. Í hópi þeirra fanga sem hlotið hafa lífstíðardóm fyrir einn alvarlegan glæp er Juleson einna fáskiptnastur og bókhneigð- astur. Hann reynir að forðast vandræði með því að eiga í eins litlum samskiptum við aðra fanga og mögulegt er. Dramb hans verður honum þó að falli. Hann telur sig hafinn yfir „fangelsislýðinn“ og lágkúruleg- astur allra þykir honum Chilly Willy. Jule- son telur sig komast upp með að slá hjá Willy lán fyrir sígarettum sem hann er ekki borgunarmaður fyrir. Útsendari Willys ban- ar honum loks á eftirlætisstað Julesons, bókasafni fangelsisins. Chilly Willy deilir og drottnar yfir sam- föngum sínum í krafti ógnana og ótta og eru okurlán, hótanir og ögranir meðal stjórn- tækja hans. Fangelsisyfirvöld eru ekki und- anskilin þessu valdabrölti Willys því hann á í braski við fangaverði en neitar síðan allri sök þegar hann er kallaður á teppið hjá fangelsisstjóranum. Willy lýtur þó í lægra haldi fyrir yfirvöldum eftir að fangaverðir koma klefafélaga fyrir hjá honum þvert á hans óskir. Klefafélaginn er klæðskiptingur og saka fangelsisyfirvöld Chilly síðar um að eiga í ástarsambandi við hann. Málalok verða þau að Chilly er komið fyrir á geð- deild fangelsisins, niðurlæging hans er al- gjör og hann hefur tapað stöðu sinni sem skelfir fangelsisportsins. Tvær af mest áberandi persónum bókarinnar, Juleson og Chilly, hafa þar með fallið og fjölmargir fangar láta síðan lífið í eldsvoða sem verður í lokahluta bókarinnar. Engum er sleppt út úr fangelsinu með einhvers konar náðun og eina flóttatilraun bókarinnar rennur út í sandinn. Út frá þessu er ekki flókið að heimfæra upp á On the Yard þá fullyrðingu Dennis Masseys að fangelsið sjálft sé alltaf aðalsöguhetjan eða í það minnsta eini „sig- urvegari“ fangelsissögunnar: Að miklu leyti er fangelsið sjálft aðalsöguhetja allra fangelsisskáldsagna: gráir veggirnir sem grúfa yfir útjaðri fangelsisins þar sem varðturnar eða nútíma- leg vírgirðingin og eftirlitsraftækin gnæfa yfir öllu. Jafnvel í hinum sjaldséðu fangelsisskáldsögum þar sem árangursríkar flóttatilraunir eiga sér stað er umgjörðin hinn endanlegi sigurvegari. (Massey s. 11.) Sýnilegustu fulltrúar fangelsisyfirvalda í On the Yard eru sérfræðingarnir sem birt- ast í hlutverkum sálfræðinga og meðferð- arstjórnenda. Nærvera þeirra ein sýnir fram á þá tilætlun fangelsisins að reynast betrunarstofnun. Máttleysi þeirra gagnvart kerfinu er þó nær algjört og þeir gera sér jafnan grein fyrir fánýti sínu. Sú litla von sem þó er falin í nærveru sérfræðinganna er þó með öllu slokknuð þegar kemur að því umhverfi sem Edward Bunker dregur upp af San Quentin sem grimmum og „dýrs- legum“ heimi aukins ofbeldis og kynþátta- titrings. Edward Bunker Líkt og með Malcolm Braly er erfitt að skilja verk Edwards Bunkers frá hans eigin lífshlaupi. Sá heimur undirmálsmanna, smáglæpamanna og fanga í Los Angeles sem lýst er í öllum hans verkum er honum vel kunnugur. Bunker fæddist reyndar inn í nokkuð verndað umhverfi Hollywood árið 1933 og voru báðir foreldrar hans tengdir kvikmyndaiðnaðinum. Fjölskyldan flosnaði þó upp eftir skilnað foreldra hans og eyddi Bunker þá tíma sínum að miklu leyti á göt- unni. Óstýrilátum og uppátækjasömum var honum komið fyrir á upptökuheimili en þeg- ar hann losnaði þaðan við 16 ára aldur leidd- ist Bunker fyrir alvöru út á glæpabrautina og fór að vinna fyrir sér með ránum og eit- urlyfjasölu. Eftir að hafa hlotið dóm fyrir smávægilegt fíkniefnabrot var Bunker dæmdur til vistar í fangelsi í Los Angeles þaðan sem hann flúði fljótlega. Í kjölfarið var hann handsamaður og dæmdur til nokk- urra ára dvalar í San Quentin-fangelsinu, aðeins 17 ára gamall, þá yngsti fangi þess frá upphafi. Næstu tveimur áratugum eyddi Bunker nær einvörðungu í fangelsi og þá einkum San Quentin. Í hvert skipti sem honum var sleppt út leið ekki á löngu þar til hann, þrátt fyrir fögur fyrirheit, hvarf aftur á braut glæpa og eiturlyfja og áður en hann vissi af var hann aftur kominn bak við lás og slá. Þar eyddi hann allnokkrum tíma í lestur og fljótlega var hann farinn að skrifa sjálfur en fyrsta bók hans, No Beast so Fierce, var gefin út árið 1973. Velgengni bókarinnar flýtti fyrir reynslulausn Bunkers og honum var sleppt út í frelsið árið 1975. Í millitíðinni hafði hann lokið við aðra skáldsögu sína, Animal Factory. Bunker helgaði sig nú rit- störfum og á eftir fylgdu bækurnar Little Boy Blue og síðast Dog Eat Dog, auk þess sem hann sendi frá sér sjálfsævisöguna Education of a Felon, sem var einnig gefin út undir nafninu Mr. Blue eftir persónu sem Bunker lék í mynd Quentins Tarantinos, Reservoir Dogs. Bunker hefur rétt eins og Malcolm Braly skrifað sögur sem fjalla um mismunandi heima og stig fangavistunar. Þannig lýsir Little Boy Blue vist ungs manns á upptöku- og unglingaheimilum. Líkt og It’s Cold out there eftir Braly fjallar No Beast so Fierce hins vegar um þann veruleika sem blasir við eftir að fangavist er lokið og þá samfélags- legu múra sem fanginn rekst á eftir að hon- um er sleppt út í frelsið. Ábyrgð þjóðfélags- ins gagnvart þegnum sínum og mótunaráhrif stofnunarkerfa þess gengur eins og rauður þráður gegnum skáldsögur Bunkers. Raunsæislegar lýsingar hans eru á natúralískum nótum og hjá honum gætir jafnvel tilhneigingar til félagslegrar nauð- hyggju. Þannig fá aðalpersónur hans oft litlu ráðið um framtíð sína, vonir og vænt- ingar. Samfélagið stýrir þeim inn á refsi- og glæpabrautir og stimplar þær sem afbrota- menn um ókomna framtíð svo ekki verður aftur snúið. Þessi óumflýjanlegu örlög glæpamannsins í sögum Bunkers skýrast ef litið er á ævi hans sjálfs, þar sem hann dvaldi meira og minna innan þessa stofn- anakerfis fyrstu 40 æviár sín. Um það leyti sem fyrsta bók Bunkers, No Beast so Fierce, er gefin út bíður hann dóms fyrir bankarán. Bunker er fundinn sekur og þarf því að fylgjast með velgengni fyrstu bókar sinnar bak við lás og slá. Þrátt fyrir að eiga von á sinni fyrstu útgefnu bók og hafa loks í sjónmáli ævilangan draum um rithöfund- arstarf grípur Bunker til þess ráðs að freista gæfunnar með bankaráni. Í þessu til- felli, eins og í mörgum öðrum, talar Bunker um „glæpaeðlið“ sem sé svo ríkt í honum að hann hafi ekki getað komist undan því að reyna á bankaránið. Þetta „glæpaeðli“ er honum þó ekki svo eðlislægt að það hafi bú- ið með honum frá fyrstu tíð. Það er nefni- lega þjóðfélagið, sú stýring yfirvalds og aga sem hefur fóstrað hann, sem hefur ræktað með honum þetta eðli. Bunker telur áhrif félagslegrar innrætingar slík að fyrir henn- ar tilstilli er það orðið fanganum eðlislægt að halda sig við glæpi. Hann samsamar sig þá frekar samfélagi fangelsisins en því sem stendur fyrir utan það og skilgreinir fang- elsissamfélagið frekar sem ,,heimili“ sitt. Tvær fyrstu skáldsögur Bunkers, No Beast so Fierce og Animal Factory, fjalla báðar um samsömun aðalpersónunnar við samfélag fanga. Í No Beast so Fierce fótar fyrrverandi fangi sig í framandi umhverfi frelsisins en Animal Factory beinir aftur á móti sjónum sínum að aðlögun nýs fanga að fangasamfélaginu. Titlar þessara bóka vísa í það viðhorf Bunkers hvernig fangelsið gerir úr föngum sínum ekki aðeins dýr heldur óargadýr sem taka þar „hamskiptum“. (Beinar þýðingar á titlum þriggja skáld- verka Bunkers eru þannig: Engin skepna jafn grimm, Dýraverksmiðjan og Hundur étur hund.) Í flestum tilvikum er þeim síðan sleppt aftur lausum út í samfélag sem þeir hafa fjarlægst enn frekar eftir meðferð fangelsisins. Í Animal Factory er fangelsið í hlutverki „verksmiðju“ sem „framleiðir“ þessi óargadýr með því að ala þau í ramm- gerðum búrum og etja þeim þar saman. Sú mynd sem dregin er upp af San Quentin í Animal Factory er nokkuð frábrugðin þeirri sem birtist okkur í On the Yard. Breyting- arnar felast einkum í þeim harðneskjulega heimi daglegs ofbeldis og kynþáttaátaka sem lýst er í Animal Factory. Hægfara hamskipti Aðalpersóna Animal Factory, Ron Deck- er, er 25 ára gamall maður af „góðum“ milli- stéttarættum frá Kaliforníu sem er fundinn sekur um stórtæka eiturlyfjasölu og dæmd- ur til afplánunar í San Quentin-fangelsinu. Frá upphafi er Ron gert ljóst hversu svart- hvítt samfélagið sem hann býr í er. Aðgrein- ing fanganna í hópa miðast þannig algerlega við kynþátt og kemst Ron fljótlega í kynni við meðlimi „Hvíta bræðralagsins“ sem eru hallir undir nasísk kynþáttasjónarmið. Öll þessi aðgreining og spenna leiðir til þess að hlutverk portsins í fangelsinu er nokkuð annað en í On the Yard. Í stað þess að vera samkomustaður vina og vettvangur brasks er það orðið að eins konar „hringleikahúsi“ þar sem fylkingar takast á, hnífastungur ganga á víxl og árekstrar kynþáttanna eru daglegt brauð. Yfir portinu gnæfa sem fyrr byssuturnar þar sem verðir eru tilbúnir að skjóta á allt kvikt ef óeirðir brjótast út milli „hjarðanna“, eins og Bunker kallar fylking- arnar í einni af fjölmörgum líkingum fang- anna við skepnur í bókinni. Bunker sýnir oftar en einu sinni fram á hvernig yfirvaldið á sinn þátt í algerri að- greiningu kynþáttanna. Fangelsisyfirvöld- um er líka nokkur akkur í því að halda kyn- þáttunum í stöðugu stríði. Þannig eignast fangarnir innbyrðis óvini sem þeir geta kennt um það sem aflaga fer í stað þess að beina sjónum sínum að yfirvaldinu. Hlut- verk kúgarans og andstæðingsins í augum fangans hefur þar með sundrast, „þeir“ eru ekki lengur aðeins yfirvaldið og kerfið held- ur er „þá“ einnig að finna í hópi annarra kynþátta fangelsisins. Hjá Bunker er kerfið þó alltaf óvinur númer eitt. Það, öðru frem- ur, etur fanganum út í harðræði og ofbeldi og elur þannig með honum andfélagsleg við- horf. Ron Decker er gott dæmi um þetta ferli fangans. Hann kynnist fljótlega Earl Copen, reyndum fanga sem hefur setið inni í fjöldamörg ár. Vegna orðspors sem fer af Earl sem sérfræðingi í lögum og rétti leitar Ron upphaflega til hans með mál sitt. Laga- hjálpin sem Earl veitir er þó aðallega varð- andi hin óskráðu lög fangelsissamfélagsins og hann tekur Ron undir sinn verndarvæng. Ein helsta og mikilvægasta lexían sem Earl brýnir fyrir Ron snýr að framkomu nýs fanga gagnvart samföngum sínum. Þannig má nýi fanginn aldrei sýna nein veikleika- merki heldur verður hann alltaf að gefa af sér þá mynd að hann sé tilbúinn að grípa til aðgerða sé honum ógnað á einhvern hátt. Ef fanginn gefur eftir einu sinni þarf hann ávallt að láta í minni pokann, orðstír hans fylgir honum alla tíð og hann verður leik- soppur hinna sterkari. Til að lifa af í heimi þar sem frumskógarlögmálið ríkir er Ron því gert ljóst að hann gæti nauðugur þurft að grípa til ofbeldis. Þrátt fyrir að vera fyrst efins um kyn- ferðislegar fyrirætlanir Earls tekur Ron vinahótum hans fegins hendi þar sem hann hefur lært að grunnskilyrði þess að komast af sé að njóta virðingar og verndar. Fáir eru eins vel til þess fallnir að tryggja öryggi nýs fanga og Earl með sín sambönd. Eftir að Ron vingast við Earl og vini hans verður hann að hegða sér eftir þeim siðareglum sem fylgja gengjum fangelsisins. Einn grunnþáttur þeirra er fólginn í þeim við- horfum sem sýna þarf gagnvart öðrum kyn- þáttum. Ron er eins konar sýnidæmi um það hvernig nýr fangi elur smátt og smátt með sér aukið kynþáttahatur. Í fyrstu sýnir hann svörtum meðföngum sínum samúð vegna þess harðræðis sem fangaverðirnir beita þá. Þegar líður á dvöl hans breytist þessi samúð fyrst í hræðslu og síðan í beint hatur. Eftir að hafa afplánað rétt ár af dómi sínum er Ron farinn að finna fyrir haturs- hvöt þegar hann heyrir svarta fanga kalla ókvæðisorðum til þeirra hvítu og samúð hans hefur snúist svo rækilega að rasísk ummæli í garð svartra fanga vekja hjá hon- um sælutilfinningu. Að sama skapi breytist skapgerð Rons og árásarhvötin eykst. Í upphafi fangavistar sinnar horfir hann á hnífabardaga í ofboði en það líður ekki á löngu þar til hann hikar ekki við sjálfur að verða sér úti um hníf þegar honum stafar hætta af öðrum fanga. Það endar svo með því að Ron stingur fanga að nafni Buck, þar sem sá hafði hótað Ron að nauðga honum. Sjálfur skýrir Ron frá þessari breytingu á viðhorfum sínum fyrir dómara þegar mál hans er tekið upp: Fyrir ári var hugmyndin um að meiða einhvern lík- amlega, meiða einhvern alvarlega, viðbjóðsleg fyrir mér – en eftir ár í heimi þar sem engum finnst nokkurn tímann rangt að drepa, þar sem frumskóg- arlögmálin gilda, hugleiði ég að fremja ofbeldisverk með jafnaðargeði. (Bunker: 2002, s: 174.) Ræða Rons sannfærir þó ekki dómarann. Hvort sem það er fangelsið sem hefur gert Ron að þeim manni sem hann er eða ekki telur dómarinn hann hættulegan samfélag- inu og því sé réttast að hlífa því við honum í það minnsta fimm ár enn. Möguleikar Rons á að snúa aftur á „beinu brautina“ fara þverrandi. Hann hefur verið dæmdur til þess að þróast enn frekar í átt að þeirri „af- urð“ sem fangelsið hefur „framleitt“ úr hon- um. Eina leiðin sem Ron sér út úr þessu öngstræti er flótti. Earl finnur einnig hjá sér þörf til að flýja og saman leggja þeir Ron á ráðin. Ron kemst undan í ruslabíl en Earl er ekki jafn snöggur á sér og situr því eftir. Bókinni lýkur þar sem Ron er á leið út fyrir fangelsishliðið í sorpgám ruslabílsins og alls óvíst er hvernig honum reiðir af eftir það. Earl samgleðst hins vegar vini sínum en um leið getur hann ekki leynt von- brigðum sínum. Framtíð hans er þó ráðin að því leyti að ætla má að hann finni sér ým- islegt til viðurværis í því samfélagi sem hann þekkir út og inn og hefur lært að bjarga sér í. Earl segir við sjálfan sig sér til huggunar: „Ég myndi líklega verða hung- urmorða þarna úti.“ (Bunker: 2002, s. 202.) Með skrifum Bralys og Bunkers má segja að flóðgáttir hafi opnast fyrir skrifum bandarískra fanga og hefur síðan þá haldið áfram að renna stríður straumur alls kyns ritverka. Enn ber þó mest á raunsæislegum lýsingum fanganna á sínum reynsluheimi, heimi sem hulinn er allflestum lesendum verkanna. Það „jaðarsamfélag“ sem er dregið þar fram í dagsljósið er líka sístækk- andi og jafnframt fjölbreytilegri fasti í bandarísku þjóðfélagi. Líf kvenna í fangelsi, fangelsisreynsla annarra kynþáttahópa og viðfangsefni líkt og fangalíf á tímum alnæm- is og biðin á dauðagöngunni (e. Death row) eru dæmi um ný og annars konar sjón- arhorn á fangalífið heldur en fjallað var um hér. Fjöldi og fjölbreytni þessara skrifa er aðeins vís til að aukast á meðan helsta lausn bandarískra yfirvalda við afbrotafræði- tengdum vandamálum heldur áfram að vera það að byggja fangelsi og fjölga föngum sín- um. Að sama skapi stækkar hópur þeirra „eilífðarfanga“ sem samsama sig hlutverki fangans og finna í fangelsinu sitt heimili og sinn íverustað. Helstu heimildir: Braly, Malcolm: 2002. On the Yard. The New York Review of Books, New York [1967]. Bunker, Edward: 1995. Little Boy Blue. No Exit Press, Harpenden [1981] Bunker, Edward: 1998. No Beast so Fierce. No Exit Press, Harpenden [1973] Bunker, Edward: 1999. Mr. Blue: Memoirs of a Renegade. No Exit Press, Harpenden Bunker, Edward: 2002. Animal Factory. No Exit Press, Harpenden [1977] Franklin, H. Bruce: 1978. The Victim as Criminal and Artist. Oxford University Press, New York. Massey, Dennis: 1989. Doing Time in American Pris- ons: A Study of Modern Novels. Greenwood Press, New York, Westport & London. Höfundur er bókmenntafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.