Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2004, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 2004 Jazzklúbburinn Múlinn hóf sitt sjöttastarfsár um seinustu helgi með tón-leikum Kvartetts Jóels Pálssonar áHótel Borg. Tónleikaserían í ár, alls fimmtán tónleikar, verður á sunnudagskvöld- um á Hótel Borg og á sunnudaginn kemur, 22. febrúar, stígur á svið bandaríska söng- konan Ericka Ovette, ásamt gítarleikaranum Paul Pieper. Fyrstu tónleikar Múlans voru haldnir 6. febrúar 1997 á Jómfrúnni. Næstu árin voru haldnir vor- og hausttónleikar, fyrst á Jóm- frúnni, síðan á Sólon Íslandus, þá á Kaffi Reykjavík og síðast í Hlaðvarpanum árið 2002. Þá varð um skeið hlé á tónleikahaldi, aðallega vegna skorts á húsnæði, en nú hefur þráðurinn verið tekinn upp aftur og þá á Hótel Borg. Á þessum árum hefur Múlinn staðið fyrir hátt í tvö hundruð tónleikum. Múlinn er klúbbur áhugamanna um flutn- ing á jazztónlist, bæði spilara og þeirra sem vilja hlýða á jazz. Múlinn er áhugamanna- félag en skipar þriggja manna stjórn sem hefur yfirumsjón með skipulagningu tónleika- halds. Í núverandi stjórn eru Ólafur Jónsson, Benedikt Garðarsson og Ásgeir Ásgeirsson. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti þá Ólaf og Benedikt á Hótel Borg til að spyrjast nánar fyrir um tónleikaröðina sem stendur til 6. júní – og ekki síst til þess að forvitnast um þennan félagsskap. „Múlinn er samstarfsverkefni FÍH, Jazz- vakningar og Heita pottsins, sem var gamall jazzklúbbur sem var í Duus-húsi, segir Bene- dikt. „Múlinn var stofnaður að frumkvæði jazzdeildar FÍH, sem boðaði til fundar til þess að endurvekja tónleikahald og í fyrstu stjórn hans voru Pétur Grétarsson, Tómas R. Einarsson, Ólafur Jónsson og Jón Kaldal, sem lést fyrir ári.“ Tónleikar Múlans hefjast alltaf klukkan 21 og á morgun verða tónleikar með Ericka Ovette. En hver er hún? Kynslóðabilið brúað „Þetta er bandarísk söngkona sem er á tónleikaferðalagi, ásamt gítarleikara og tón- leikarnir eru í boð bandaríska sendiráðsins. Það er því frítt á tónleikana – en, á aðra tón- leika er aðgangseyrir eitt þúsund krónur. En Ericka syngur bandaríska jazzstandarda sem hafa verið gegnumgangandi í jazzsögunni; lög úr Broadway-söngleikjum sem eru orðin standardar í dag, auk nýrri laga sem hún syngur í eigin útsetningu. Þetta er söngkona sem syngur í anda Ellu Fitzgerald og Joes Pass.“ Hvernig veljið þið efnisskrá tónleikarað- arinnar? „Spilararnir senda inn umsókn um að fá að spila. Síðan er það starf stjórnar Múlans að raða niður efnisskránni. Hún er gríðarlega fjölbreytt að þessu sinni og það má segja að verið sé að brúa kynslóðabilið í nokkrum hljómsveitum, til dæmis hjá Árna Ísleifs, sem er gamall jaxl og með honum er trompetleik- ari, Snorri Sigurðarson, sem er mjög ungur. Það sama má segja um Be bop-hljómsveit Óskars, þar sem spila saman Jón Páll Bjarnason sem er á sjötugsaldri og Ómar Guðjónsson. Sá síðarnefndi spilar síðan með sinni eigin hljómsveit, Varmalandi, seinna í vor lög af nýútkomnum geisladiski sem hlotið hefur mjög góðar viðtökur.“ Það er dálítið um það að sömu mennirnir séu að spila með mörgum hljómsveitum í þessari tónleikaröð. „Já, það eru í rauninni mjög fáar starfandi grúppur í jazzinum. Það er frekar að menn fái hugmyndir um „pródjekt“ og fari af stað með grúppu.“ Þið talið um fjölbreytta efnisskrá. Eru til margar tegundir af jazz? „Já, en það eru ekki endilega skörp skil á milli þeirra tegunda. Þetta flæðir alveg yfir í raftónlist. Það eru allir að daðra við alla í þessari tónlist.“ Ekki fjölmenningartónlist Er mikill áhugi á jazztónlist hér? „Jazz er hvergi fjölmenningartónlist. Það er meira krefjandi að hlusta á hann heldur en ýmsa aðra tónlist, en fyrir fólk sem hefur áhuga á tólist, þá er þetta ekki erfið efnis- skrá. Það er ekkert torf í henni. Tónlistin sem flutt verður er að mestu leyti það sem er að gerast í jazzlífinu hér í dag, fyrir utan raf- og frjálsan jazz, sem varð út- undan að þessu sinni af einhverjum ástæð- um.“ Nú virðist ekki vera stór hópur hljóðfæra- leikara hér sem stundar jazztónlist. Geta ekki allir tónlistarmenn spilað hann? „Nei, en það ræðst líklega frekar af áhuga- sviði hvers og eins, en þeir jazzleikarar sem eru að spila í dag, geta spilað allan fjárann.“ Er mikill munur á jazzi eftir því hvort hann kemur frá Bandaríkjunum, Mið-Evrópu eða Skandinavíu? „Já, það getur verið mikill munur. Menn setja sinn stimpil á þetta, eftir því hvaðan þeir koma. Jazzinn er ekki bundinn, heldur tekur með sér áhrif frá staðnum þar sem hann verður til hverju sinni. Það sem er spennandi við að fást við þessa tónlist er hvað maður getur um frjálst höfuð strokið þegar maður er að spila.“ Og satt er það, efnisskráin fram á vorið er spennandi og fjölbreytt. 29. febrúar verða tónleikar B3, þar sem hið marglofaða orgel- tríó mætir með tónlist eftir orgelleikarann Larry Goldings og gítarleikarann Peter Bernstein. Viku síðar verða tónleikar sem bera heitið Portrait of a Woman og eru út- gáfutónleikar Árna Ísleifs, þar sem flutt verður ný og frumsamin tónlist hans. Næsta sunnudag þar á eftir verður það Be bop- hljómsveit Óskars með tónlist af bestu gerð í anda rafmögnuðu Be bop-sveitar Pauls Motion. Hinn 21. mars mætir ný sveit, BT og Luther, til leiks og spilar kraftmikinn og raf- magnaðan jazz, tekur fyrir gamla sálma eftir Martin Luther sem Björn Thoroddsen hefur útsett eða endursamið. Sunnudaginn þar á eftir verða tónleikar Jónsson/Gröndal Quint- et, þar sem leikin verður íslensk nútíma jazz- tónlist eftir þá Hauk Gröndal og Ólaf Jóns- son þar sem áhrifa gætir víða og reynt er að fara áður ótroðnar slóðir en þó með hefðina í farteskinu. Standardar og endurlífgun á gömlum svingurum Andrés Þór & co mæta til leiks 18. apríl með íslenska jazztónlist, auk þess sem fáeinir standardar verða brotnir niður og endur- byggðir á sandi en ekki kletti til að fullkomna hápunkt tónleikanna. Tríó Kára Árnasonar er næst í röðinni með tríótónlist í anda hljóm- sveita Elvin Jones og Loe Lovano. Viku seinna verða tónleikar með Kvartett Krist- jönu þar sem söngbók Julie London verður á dagskrá. Kvartettinn Skófílar verður með tónleika 9. maí og leikur tónlist eftir John Scofield. Næstir í röðinni eru Hljóð í skrokk- inn sem verða með endurlífgun á gömlum svingurum með blástursaðferð – með von um eilíft líf. Tríó Eriks Qvick verður með tón- leika 23. maí og þar verður boðið upp á frum- samda tónlist í bland við standarda útsetta af meðlimum tríósins. Næstsíðustu tónleikarnir í röðinni verða 30. maí þar sem Varmaland leikur lög af nýtúkomnum geisladiski, eins og áður sagði. Síðustu tónleikarnir að þessu sinni verða síðan 6. júní, þegar Egg og beik- on, þeir Sigurður Flosason og Agnar Már Magnússon, leika eigin tónlist, auk góð- kunnra standarda í útsetningum þeirra. ALLIR AÐ DAÐRA VIÐ ALLA Tónleikaröð jazzklúbbs- ins Múlans er nú komin á fullan skrið á Hótel Borg á sunnudagskvöldum og mun standa fram á vorið. SÚSANNA SVAVARS- DÓTTIR spjallaði við tvo stjórnarmeðlimi Múlans um tilurð klúbbsins og efnisskrána þetta árið. Morgunblaðið/Jim SmartÓlafur Jónsson og Benedikt Garðarsson stjórnarmenn í jazzklúbbnum Múlanum. Ímyndbandi á sér stað snerting milli allra samfélagslegra ogfagurfræðilegra samhengja“. Þetta eru orð breska popp-gúrúsins Malcolm McLaren, og eru þau tekin úr kynn-ingarávarpi sem hann setti saman vegna sýningar á 100 há- gæða myndböndum, er stendur yfir þessa dagana. Hér er um að ræða nokkurs konar uppgjör á því 25 ára tímabili sem þessi ágæti miðill hefur verið við lýði, og gefst sýningargestum þarna gullið tækifæri til að bera saman „mikilvægustu“ popp- tónlistarmyndbönd, auglýsingastiklur og myndlistarmyndbönd allra tíma. Sagan hefst á níunda áratugnum, eða þeim tíma þegar fyrstu „sjónvarpsbörnin“ verða til, þá er einkastöðv- arnar koma til sögunnar og útsendingar amerísku tónlistar- sjónvarpsstöðvarinnar MTV hófust (sem reyndar er einn af styrktaraðilum sýningarinnar). Áður en langt um leið var myndbandið orðið hluti af daglegu lífi fólks, með sinni sérstæðu myndveröld, þar sem mörkin milli þess raunverulega og tilbún- ings urðu stöðugt óskýrari Það sem sérstaklega vekur athygli við skoðun þessarar sýningar er að erfitt er orðið að greina á milli hvort um er að ræða auglýsingu, kynningu á popplagi eða myndlistarverk. Innan bransans virðist heldur ekki lengur máli skipta hvar myndbandsgerðarmenn bera niður. Listamenn líkt og Damien Hirst, Wolfgang Tillman og fleiri taka að sér gerð auglýsinga- og popptónlistarmyndbanda, án þess að roðna. Á hinn bóginn gefur að líta eitt myndlistarmyndband eftir Chris Cunningham (Flex 2001), en sem kunnugt er liggja rætur hans í poppmyndbandageiranum. Það sem kemur þægilega á óvart sé skoðuð þróun myndbandsins sem listmiðils, er að klippimanían, sem einkennt hefur svo sterklega þetta svið kvikmyndagerðar, með stöðugt meiri hraða svo minnir á stundum á móðursýk- islegt hátterni, hefur undanfarin ár verið að blása úr sér allt loft. Einkennandi fyrir flest nýrri myndböndin er hægari hrynj- andi þar sem frásögn og heimspekilegar hugleiðingar skila sér í fótógrafískri hegðun. Meðal þeirra ágætu listamanna og leikstjóra er sýna verk sín, má nefna Matthew Barney, Anton Corbijn, Jonathan Glay- er, Spike Jonze, Bill Viola, Chris Cunningham, Dara Birnbaum, Peter Callas, Klaus vom Bruch, Marina Abramovic, Snorra Bros og fleiri. Hinir síðastnefndu bræðurnir íslensku Einar og Eiður Snorri eru þarna í góðum félagsskap, með REM- myndbandið „Daysleeper“ . Popplistarmaðurinn eða réttara sagt popplistaverkið Matthew Barney, er kýs að skilgreina alla menningu og tæknivæðingu sem „afþrykk“ líkama manneskj- unnar, í áberandi empírískum kenningum sínum, reynir að leysa lífsgátuna á eigin holdi með því sem kalla mætti masókist- ískt myndmál. Reyndar er útvalið verk Barneys „Cremaster 2“ ekki að finna á sýningunni, en höfundurinn setti sem skilyrði að þessi einstæða 35 mm kvikmynd í fullri bíómyndalengd, þar sem hann sjálfur er í hlutverki morðingja, yrði sýnd á stóru tjaldi, þar eð áhrifin skiluðu sér ekki á venjulegum mónitor- skermi. Af þessum ástæðum varð myndin sýnd daginn eftir opnunina í Black Box-kvikmyndahúsinu í gamla bænum og síð- an ekki söguna meir. Spúsu Barneys, Björk Guðmundsdóttur gefur hins vegar að líta allan sýningartímann í tveimur stór- góðum myndböndum. Tónlistarmyndband Eiko Ishioka „Coc- oon“ frá 2001 sýnir Björk alveg nakta í móðukenndu bláhvítu naumhyggjurými, leikandi sér við eldrauða línu er vex út úr brjóstvörtum hennar. Hljóðlegt, lýrískt vídeó, fullt skynrænnar fagurfræði, sem bannað var að sýna á MTV-sjónvarpsstöðinni; þótti of klámfengið (?). Hinn eitthvað þekktari „science fiction“ myndbandsgerðarmaður Chris Cunningham sýnir aftur á móti í „All is full of love“ frá 1999 súperstjörnuna sem samanskrúfað vélmenni í ástarleik. Tæknilega vel unnin hugmynd er minnir á vangaveltur súrealistanna á fyrstu áratugum liðinnar aldar. Að sjálfsögðu má deila um hvort endilega þessi 100 mynd- bönd séu þau bestu og mikilvægustu sem framleidd hafa verið á síðastliðnum aldarfjórðungi, sérstaklega ef hugsað er til þess flóðs myndbanda er komið hafa á markaðinn frá upphafi. Engu að síður er hér um mjög svo áhugavert framtak að ræða, nú þegar DVD-diskurinn er u.þ.b. að taka við af myndbandinu. Hér er litið yfir sögu nýs listmiðils sem tekist hefur á tiltölulega stuttum tíma að þróa með sér eigin fagurfræðileg gildi og þ.a.l. náð virkun sem sjálfstæður listmiðill sem í samtímalistinni á sér enga minni þýðingu en málara- og myndhöggvaralistin hefur. Eins og fram kom hér að ofan er sýninguna að finna í NRW- Forum við Ehrenhof í Düsseldorf og stendur hún til 18. apríl. SÝNING Á 100 HÁGÆÐA MYNDBÖNDUM Myndbönd í 5 ár nefnist sýning sem nú stendur yfir í NRW-Forum- sýningarhöllinni í Düsseldorf í Þýskalandi. Þar gefur að líta 100 mikilvægustu myndböndin frá upphafi. JÓN THOR GÍSLASON greinir frá sýningunni. Myndbandsverk eftir Anton Corbijn, Nirvana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.