Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Qupperneq 2

Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Qupperneq 2
Hjónin Magnhildur Ingiríður Guðmundsdóttir og Kristján Helgason Dunkárbakka Hjónin Magnhildur Ingiriður Guð- mundsdóttir. f. :il. okt. 1894, d. 11. des. 19(12, og Kristján Ilelgason. frá Dunkárbakka. f. 26. april 1892, d. :t. ágúst 1971. Þótt nokkuð sé umliðið, langar mig til að minnast þessara mætu hjóna litillega. Magnhildur fæddist 31. október 1894. að Dunkárbakka i Hörðudal i Dala- sýslu og þar ólst hún upp. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristjánsson (bóndi á Dunkárbakka frá 1893 til 1918. Guðbrandssonar á Gunnarsstöðum) og kona hans Guðbjörg Erlendina Kristjánsdóttir frá Dunk Kristjáns- sonar (frá Hitárdal), og konu hans Ingiriðar Kristjánsdóttur frá Gunnarsstöðum. Guðbrandssonar. Hugur hennar stóð tii náms, og fór hún fyrst á unglingaskóla i Hjarðar- holti i Dölum og siðar lá leið henriar i Kvennaskólann i Reykjavik, og lauk hún prófi úr honum. Hún var vel greind og bókhneigð og hafði ágæt not af námi sinu. Heim komin frá námi giftist hún frænda sinum. Kristjáni Helgasyni á Ketilsstöðum i Hörðudal. Þau giftust 4. júli 1916 og hófu búskap á Dunkárbakka, og þar bjuggu þau til ársins 1956. er þau brugðu búi og flutt- ust til Reykjavikur. Var hún þá farin að heilsu, eftir 40 ára búskap. Ættir þeirra hjóna stóðu traustum fótum um Dali og Skógarströnd, traustar bændaættir að mestu. Kristján var 7. ættliður i beinan karllegg frá séra Þórði Jónssyni, pró- fasti á Staðastað, syni Jóns Vigfússon- ar, sýslumanns og biskups (Bauka- Jóns). Er sú ætt kennd við Bildhól á Skógarströnd og eru ýmsir mætir menn i þeirri ætt, bæði fyrr og siðar. Helgi, bóndi og hreppstjóri á Ketils- stöðum i Hörðudal, faðir Kristjáns, var sonur Guðmundar bónda á Dunk, en hann var sonur Guðmundar Vigfús- sonar, bónda og hreppstjóra á Bild- hóli. Vigfús bjóeinnigá Bildhóli (f. um 1768). Hann var Einarsson. Sæmunds- sonar. Þórðarsonar. prófasts á Staða- staö. Sæmundur Þórðarson bjó m.a. á Kjarvalsstöðum og Bildhóli. Mun hann einnig hafa átt Laugarnes við Reykja- vik. Móðir Kristjáns var Ása Kristjáns- dóttir kona Helga á Ketilsstöðum og var dóttir Kristjáns á Gunnarsstöðum. Kristján gekk ekki i skóla, en vann heima að búi föður sins. Þó naut hann kennslu elzta bróður sins, Hákonar Jens. kennara. sem lengi kenndi við Flensborgarskóla i Hafnarfirði, með- an þeir voru samtimis heima á Ketils- stöðum. Kristján var að mestu sjálfmenntað- ur maður. en þó vel menntaður. eins og fleiri. sem afla sér mennunar af lestri góðra bóka og læra af lifinu og eru þvi alltaf að læra. Hann var skýr og vel greindur, áhugasamur og kappsfullur. að hverju sem hann gekk, jafnt i kappræðum sem verkum. Hann var skorpumaður við vinnu og skapmikill og sagði meiningu sina óhikað víð alla, en jafnframt ljúfur og hjálpsamur við þá, er þess þurftu, raungóður. glaður og gestrisinn við gesti sina. Hann var ákveðinn og frjálslyndur i skoðunum á mönnum og málefnum og hafði gaman af og naut sin vel i kapp- ræðum um ýms mál. Mikill hestamaður var hann og þótti vænt um reiðhesta sina. Heygöi hann uppáhaldsreiðhest sinn með öllum reiðtygjum að fornmannasið. Hann haföi og mikinn ahuga a sundi og fleiri iþróttum. og starfaði lengi og vel i Sundfélagi Hörðdælinga. Hann unni ræktun lýðs og lands og lagði stund á trjá- og blómarækt við bæ sinn. Mun það hafa verið 2. fyrsti blóma- og trjágarður i Hörðudal og lengi eini skrúðgarður hreppsins. Veitti hann bæjarlæknum gegnum garðinn og vökvaði tré og blóm úr honum. Dund- aði hann mikið i þessum garði og átti 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.