Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Page 6
Vilborg Kjartansdóttir
fyrrum húsfreyja Slitvindastöðum
Hinn 8. april næstliðinn fór fram að
Staðastað á Snæfellsnesi útför frú
Vilborgar Kjartansdóttur, fyrrum
húsfreyju á Slitvindastöðum og
Glaumbæ, en hún lézt á heimili sinu i
Ólafsvik hinn 28, marz, mokkuð komin
á sjöunda ár yfir áttrætt. Með henni er
til moldar gengin góð og göfug kona,
sem margt hafði fengið að reyna á
sinni löngu ævi. Það hefur dregizt
lengur en ég vildi að minnast
hennar með nokkrum orðum. Vilborg
fæddist i Hofgörðum 5. desember 1885,
en þar bjuggu foreldrar hennar þá,
þau Jófriður Jónsdóttir frá Hólkoti og
maður hennar Kjartan Magnússon frá
Hraunsmúla, myndar- og merkishjón,
mörgum að góðu kunn. Jófriður var
ekkja( er hún giftist Kjartani og hét
fyrri maður hennar Bogi Bjarnason.
Með honum átti hún einn son: Bjarna
Jóhann, siðar bónda i Neðra-Hóli,
mesta myndar- og dugnaðarmann,
sem lézt vorið 1937, að mig minnir.
Eru synir hans þrir á lifi aliir búsettir i
Reykjavik, góðir drengir og vel virkir.
Foreldrar Vilborgar fluttu frá
Hofgörðum að Hofstöðum i Mikla-
holtshreppi og þaðan að Fossi i
Staðarsveit og frá Fossi að Kirkjuhóli.
Þaðan lá svoleið þeirra að Neðra-Hóli
og bjuggu þau þar allan sinn búskap
eftir það. Kjartan var smiður ágætur,
bæði á tré og járn o.fl. og Jófriður
stundaði nokkuð ljósmóðurstörf, þó
ólærð væri, og heppnaðist prýðilega.
Vilborg ólstupp i föðurgarði og þótti
mesta myndarstúlka. Hún var frið
sýnum, lipur og létt i hreyfingum og
að öllu vel á sig komin. Systur átti
Vilborg tvær: Sigrúnu, sem nú er látin
f. 1890 og Unu, húsfreyju á Efra-Hóli f.
1895 og er hún nú ein á lifi þeirra
systra.
Snemma árs 1908 giftist Vilborg
Jóhannesi Guðmundssyni, bónda á
Slitvindastöðum, sem var eitthvað
eldri en hún. Hann bjó þar eftir lát
föður sins með móður sinni og systur
og þótti hinn efnilegasti maður og vel
stæður að þeirra tiðar hætti. Vorið
1910 urðu þau fyrir miklu fjárhagslegu
tjóni af völdum harðinda, en það
máttu þvi miður ýmsir aðrir fá að
reyna. Réttu þau i raun og veru aldrei
6
við fjárhagslega og bjuggu þvi jafnan
við þröngan efnahag.
Siðast á vetrinum 1924 lézt svo
Jóhannes, eftir langvarandi vanheilsu.
Voru börn þeirra þá 11, en hið 12.
fæddist daginn eftir jarðarför föður
sins. Heitir sá maður Jóhannes eftir
föður sinum. Var hann tekinn i fóstur
fárra vikna af móðursystur sinni, Unu
og manni hennar Jóni Kristjánssyni,
og ólst að öllu leyti upp hjá þeim. Hann
býr nú i Ólafsvik. Hin voru og eru:
Una, húsfreyja á Gaul. A 12 börn, sem
öll eru á lifi, Jófriður (látin). Kjartan,
býr i Ólafsvik (ókvæntur), Ólina (1-
átin), Anna (látin). Ingvar, býr i Vest-
mannaeyjum, kvæntur og á eitt barn,
Ingunn (látin), Ársæll, býr á Ytra-
Lágafelli i Miklaholtshreppi, Jón
(látinn), Marius, (látinn), og
Vilhjálmur (látinn).
Flest létust þessi systkini á
unglingsaldri, utan Jófriður, og öll
létust þau úr sama sjúkdómi og föður
þeirra varð að aldurtila.
Þess skal getið, að nokkur af
börnum Vilborgar og Jóhannesar
heitins voru tekin i fóstur af vina- og
frændfólki. Þannig var Ársæll tekinn i
fóstur af frænda sinum Eliasi bónda á
Elliða, Kjartan af séra Jóni N.
Jóhannessen á Breiðabólstað, Anna af
sera Kjartani Kjartanssyni á Staða-
stað og Vilhjálmur af Halldóri
Jónssyni bónda á Tröðum. Létust tvö
þeirra, Anna og Vilhjálmur hjá
fósturforeldrum sinum.
Eftir lát manns sins bjó svo Vilborg
á Slitvindastöðum við þröngan efna-
hag og margskonar erfiðleika. Elzta
barn hennar, Una, fór að heiman,
þegar hún hafði aldur til og var litið
heima eftir það. Á Slitvindastöðum
var svo Vilborg til vorsins 1941 að hún
flutti að Hofgörðum og var þar i eitt
ár. Flutti svo þaðan að Glaumbæ i
Staðarsveit, og bjó þar með Kjartani
syni sinum, og fleiri börnum sinum
fyrst til vorsins 1968, að hún treystist
eigi lengur til þess að veita sveita-
heimili forstöðu, enda var hún þá
komin yfir áttrætt, en mun þá nauðug
hafi skilið við sina gömlu sveit. Þá lá
leið þeirra Kjartans til Ólafsvikur, og
þar lézt hún, eins og fyrr segir.
Geta má þess, að þau Vilborg og
Kjartan sonur hennar ólu upp, að
mestu eða öllu leyti, einn af dótturson-
um hennar Sigurjón Guðjónsson, hinn
efnilegasta mann. Sum af barna-
börnum hennardvöldu hjá henni tima
og tima og var það henni óblandin
ánægja. Niðjar Vilborgar eru nú
orðnir yfir 50 að tölu og það er mikið,
sé þess gætt, að aðeins þrjú af börnum
hennar eignuðust börn. Er allur þessi
stóri hópur mesta myndar- og efnis-
fólk.
I ólafsvik leið Vilborgu svo vel sem
kostur var á, en var þó eigi fyllilega
ánægð, þvi að henni leiddist þar og
færri heimsóttu hana þar, en á meðan
hún bjóiGlaumbæ. Drap hún eitt sinn
á þetta við mig og skildi ég hana veb
Hún elskaði sveitina sina og saknaði
hennar jafnan. Meðan hún var svo
hress, að hún þoldi að sitja i bifreið,
var henni stundum ekið suður i Staðar-
sveit-. Dvaldi hún þá stundum nokkra
daga hjá Unu dóttur sinni og öðrum
ættingjum og virtist yngjast upp 1
hvert skipti eftir slikar ferðir. Eins og
sést á þessu stutta æviágripi, þá hefir
Vilborg ekki farið varhluta af sorgum
og andstreymi lifsins, en allt slikt
islendingaþættir