Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Page 12

Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Page 12
Jón Sigurðsson fyrrv. alþm. og óðalsbóndi á Reynisstað Jón Sigurðsson fv. alþingismaður og óðalsbóndi á Reynistað andaðist i Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðár- króki laugardaginn 5. ágúst þ.á. eftir langa og allþunga legu. Heilsu hans hafði farið hnignandi nokkur siðari ár. Bar fráfall hans þvi eigi óvænt að. En við þau umskipti verður mörgum hugsað til hins mæta og merka manns, sem á að baki sér langa og annasama ævi. mikið starf og gott i þágu héraðs sins fyrst og fremst. Jón Sigurðsson var fæddur á Reyni- stað i Skagafirði 13. marz 1888, og voru foreldrar hans Sigurður bóndi þar Jónsson og kona hans Sigriður Jóns- dóttir. Faðir Sigurðar var sr. Jón Hallsson prófastur i Glaumbæ, mikill höfðingi, skapfastur skörungsmaður og búhöldur góður. Sigriður móðir Jóns á Reynistaö var mikilhæf merk- iskona af Djúpdalsætt, sem af eru komnir margir góðir hæfileikamenn, svo sem kunnugt er. Að Jóni á Reyni- stað stóðu þvi sterkar og góðar skag- firzkar ættir, sem hann skiljanlega hlaut að sækja margt til og bera um margt svipmót af á ýmsa lund. Jón var einkabarn foreldra sinna, ólst upp með þeim á Reynistað og átti þar heima alla ævi sina. Foreldrar hans munu hafa ætlað að kosta hann til einhvers embættisnáms. en hann sjálfur einskis fremur óskað en verða bóndi og var skólagöngu hans og námi hagað i samræmi við þau áform hans. Hann lauk gagnfræðanámi á Akureyri árið 1903. Búfræðinámi á Hólum lauk hann 1904. Hann stundaði nám i lýðhá- skólanum i Askov i Danmörku 1906— 1907. Siðan var hann við land- búnaðarnám i Danmörku og Noregi 1907— 1908. Er hann kom heim 1908, tók hann við búsforráöum fyrir föður sinn og hafði þau á hendi, unz hann tók við búi og varð bóndi á Reynistað árið 1919. Næstu ár eftir heimkomuna 1908 mun Jón hafa haft á hendi nokkra unglingakennslu. Svo hlaut að fara um svo efnilegan mann og mannvænleg- an, sem Jón á Reynistað snemma þótti, að honum væru falin ýmis trún- aðarstörf, og skulu nokkur þau helztu nefnd hér. Alþingismaður Skagfirð- 12 inga var hann frá 1919 til 1931, 1933—1934 og frá hausti 1942 til vors 1959, er hann gaf eigi lengur kost á sér til framboðs. Landskjörinn þingmaður var hann 1934—1937. Hreppstjóri Stað- arhrepps var hann frá árinu 1928 til ársins 1954. er hann sagði starfinu lausu. og tók þá við þvi Sigurður sonur hans. 1 hreppsnefnd átti hann sæti um 20 ára skeiö. Enn fremur hefir hann verið safnaðarfulltrúi. Sýslunefndar- maður Staðarhrepps var hann frá 1928 til 1970, er hann sat siðast sýslufund og baöst undan endurkjöri. enda heilsu hans þá talsvert farið að hraka. Eftir Jón var Sigurður einkasonur hans kos- inn sýslunefndarmaðúr. Jón hafði for- göngu um stofnun Búnaðarfélags Skagfirðinga árið 1931 og átti sæti i stjórn þess siðan óslitið þar til fyrir fá- um árum. Búnaðarþingsfulltrúi var Jón frá 1932, unz hann gaf eigi lengur kost á sér fyrir nokkrum árum. Hann átti sæti i stjórnum ýmissa félaga i héraðinu og hafði forgöngu um ýínis framfaramál. Hann lagði stund á i- þróttir framan af ævi og tók mikinn þátt i ungmennafélagsskap. Hann átti með fleirum frumkvæði að stofnun Ungmennasambands Skagafjarðar, og var hann fyrir nokkrum árum gerð- ur að heiðursfélaga þess. Jón var for- göngumaður um stofnun Sölufélags Skagfirðinga og var i stjórn þess frá upphafi til skamms tima. Hann hefir og verið i útgáfunefnd skagfirzkra fræða. Hefir hann lagt af mörkum mikla og dýrmæta vinnu fyrir þessi samtök bæði, og er hlutur hans þar mikils metinn með réttu. Þá hafði hann forystu um og átti manna mestan þátt i stofnun Byggðasafns Skagfirð- inga i Glaumbæ, og átti hann frá upp- hafi sæti i stjórn þess allt þar til á sið- asta ári. Fyrir safnið hefir hann unnið mikið og óeigingjarnt starf og afrekað það með elju og ósérplægi, að þetta safn er talið eitt bezta sinnar tegundar á landi hér. Hefir forystustarf Jóns á þessu sviði verið mikils metið af hér- aðsmönnum og öðrum, sem þar um fjalla. Jón kvæntist áriö 1913 Sigrúnu Pálmadóttur, hinni mætustu myndar- konu. Hún er dóttir sr. Pálma Þór- oddssonar. sem lengst af var prestur á Hofsósi. og konu hans önnu Jónsdótt- ur. Einkabarn þeirra Jóns og Sigrúnar er Sigurður, sem fyrir nokkrum árum tók við búi og er nú óðalsbóndi á Reynistað. Hann er kvæntur Guðrúnu Steinsdóttur frá Hrauni á Skaga. hinni mestu myndarkonu. og eiga þau 4 syni. Frú Sigrún hefir átt sinn rika þátt i að halda uppi merki Reynistaðar. Þar hefir verið mikið rausnar- og myndarheimili i tið Jóns og Sigrúnar, svo að til hefir verið tekið. Á árunum milli 1930 og 1940 var reist nýtt ibúðar- hús á Reynistað. Að búnaði bera þau húsakynni vitni um þjóðrækni Jóns og ræktarsemi við arfleifð liðinna kyn- slóða. Þar til má nefna m.a. baðstofu, sem búiner lokrekkjum. og eru letrað- ar með höfðaletri á fjalir um rekkjurn- ar þjóðlegar visur eftir þekkta is- lenzka skáldkonu. Fleira er þar lorn- legt til skreytingar og til að minna á fortiðina. Það eru einmitt slikir eðlis- þættir. ræktarsemi við sögu og fortið þjóðar sinnar, |Sem gera Jón á Reyni- stað eigi hvað sizt eftirminnilegan. Hann fann og skildi þýðingu þess fyrir islenzkt þjóðerni að halda tengslum við liðna tið með þvi að varðveita söguleg efni og minjar. og lagði á þvi sviði mikið af mörkum. Hér má geta islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.