Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Page 18
borginni, sveitin átti hug þeirra allan,
og árið 1946 keyptu þau Svanavatnið i
Austur-Landeyjum, og hófu þar bú-
skap sama ár. Svanavatnið er ekki
stór jörð en allgóð til ræktunar, þokka-
legt land og fjallasyn fögur, ógleym-
anleg þeim er séð hefur á fögrum vor-
morgni.
A Svanavatni voru litil húsakynni
bæði fyrir fólk og fénað, og þess vegna
þurfti að byggja allt upp, og kom sér
nú vel að bóndinn var búhagur og hús-
freyjan tápmikil og vel verki farin.
Er Marmundur og Aðalheiður komu
að Svanavatni var ræktað land um 8
hektarar, en nú tæpir 60 hektarar svo
einhverntimann hefúr verið tekið til
hendinni við ræktunarstörf, og sér-
staklega þegar það er haft i huga að
bóndinn braut allt landið og bjó til
ræktunar sjálfur, og hin siðari ár með
hjálp sona sinna. Til marks um það
hvað Marmundur gat verið stórtækur
við ræktunarstörfin er það, að eitt árið
ræktaði hann 25 hektara og vann að
öllu leyti sjálfur. bá hafði Marmundur
byggt mikið á Svanavatni, og mun
ekkert hús vera uppistandandi af þeim
húsum er þar voru fyrir er hann kom
þangað. Hann byggði ágætt ibúðarhús,
heyhlöður yfir 3000 hestburði af heyi.
Fjós yfir 60 nautgripi, fjárhús er rúma
200 fjár, hesthús og stóra verkfæra-
geymslu, sem jafnframt er verkstæði.
öll eru þessi hús steinsteypt, og þvi
varanlegar byggingar. Marmundur
var aðal smiðurinn við allar þessar
byggingar, þó ekki hefði hann neitt
meistarabréf upp á vasann.
begar Marmundur hóf búskap á
Svanavatni voru kýrnar 2, en nú eru
þær 40. Annan búfénað ætla ég ekki að
telja en hann mun vera allmikill, en þó
má ég til með að minnast á það að
Marmundur átti gott hestakyn, þó lit-
inn tima hefði hann til útreiða eftir að
hann kom að Svanavatni, en hann
hafði ánægju af þvi að safna sér góðu
hestakyni viðs vegar að.
Sjó stundaði Marmundur á vetrum
áður en hann hóf búskap, og þá aðal-
lega i Grindavik og ekki efa ég að þar
hafi hann verið handtakagóður eins og
annars staðar. bá stundaði hann oft
vinnu fjarri heimili sinu á fyrstu bú-
skaparárum sinum á Svanavatni,
stjórnaði vinnuvélum hjá Eysteini
Einarssyni vegaverkstjóra, einnig
vann hann mikið að smiðum hjá öðr-
um, þvi hann var eftirsóttur i vinnu,
svo var hann mjög greiðugur og gott
að biðja hann um aðstoð. bessar fjar-
vistir Marmundar leiddu til þess að oft
varð húsfreyjan ein að gæta bús og
barna, og kom sér þá vel dugnaður
hennar og hagsýni.
Ég hefi reynt að bregða upp dálitilli
mynd af Marmundi á Svanavatni og
18
ævistarfi hans, en þó er mér ljóst að
mikið er ósagt, það kemst ekki fyrir i
litilli minningargrein.
Heimilishald á Svanavatni er allt
með miklum myndarbrag, og á hús-
freyjan þar að sjálfsögðu sinn stóra
hlut. baö hefur ætið verið gestkvæmt á
Svanavatni, og finnur gesturinn að
hann er hjartanlega velkominn. Mar-
mundur hafði ánægju af þvi að taka á
móti gestum og naut þess að sjá konu
sina veita af rausn, eins og hennar er
vani, og mér sem þessar linur rita hef-
ur verið það næsta óskiljanlegt hvers
konar risnu þau hjón hafa getað haldið
uppi.
Kaupstaðarfólk hefur mjög sótzt eft-
ir að koma börnum til sumardvalar að
Svanavatni.og þeir sem hafa verið svo
lánsamir að koma þangað barni hafa
ekki þurft að hafa neinar áhyggjur af
þvi og börnin hafa alltaf sótt þangað
aftur og mörg jafnan dvalið þar öll þau
sumur er þau hafa dvalið i sveit. betta
segir sina sögu og lýsir húsráðendum
miklu betur en ég get gert.
Marmundur var mjög barngóður og
undi sér vel að störfum með ungum
drengjum úr borg og bæjum, og hænd-
ust þeir að honum og virtust njóta þess
að starfa með honum. Af þessu leiddi
að Marmundur hafði mikið gagn af
drengjunum sem hjá honum dvöldu þó
stundum væru þeir nokkuð ungir.
Eins og ég gat um i upphafi þessarar
greinar var Marmundur mikill reglu-
maður, drakk aldrei vin og notaði ekki
tóbak, en var þó allra manna reifastur
á mannafundum og ekki siður þó vin
væri haft um hönd, og hafði hann gam-1'
an af að veita það þó litið gerði hann af
þvi, hefur sjálfsagt ekki talið það öll-
um góðgerðir.
bó Marmundur félli svona fljótt frá
eða nýorðinn 58 ára hafa þau hjón skil-
að miklu til framtiðarinnar, þar á ég
við ræktun jarðarinnar, miklum var-
anlegum byggingum, og það sem bezt
er, góðum þjóðfélagsþegnum, þar sem
eru börn þeirra hjóna sem öll eru mjög
góð að allri gerð, en þau eru:
Karl Viðar sem áður er getið, bú-
fræðingur og bóndi á Svanavatni, gift-
ur Bóelu Agústsdóttur, Gunnar Birgir
vélvirkjameistari, Hvolsvelli, giftur
Guðrúnu óskarsdóttur. Hjördis gift
Ingva Ágústssyni, byggingameistara,
Hvolsvelli. Ingibjörg skrifstofustúlka
Landsbankanum Hvolsvelli.ógift og á
heima á Svanavatni. Tvo drengi
misstu þau hjón á fyrstu búskaparár-
um sinum i Úlfstaðahjáleigu, annan
nýfæddan en hinn 1 árs.
Marmundur var borinn til hinztu
hvilu að fæðingarbæ sinum Voðmúla-
stöðum að viðstöddu miklu fjölmenni.
Ég trúi þvi að bóndinn á Svanavatni
hafi fengiö góðar móttökur, handan
við móðuna miklu. ,,bar hafa beðið
vinir i varpa, er von var á gesti”. Ég
er fjölskylda min kveðjum Marmund
með virðingu og þökk fyrir allar þær
stundir er við áttum sameiginlegar og
biðjum Guð að blessa ástvini hans.
Ingólfur Jónsson.
t
Marmundur Kristjánsson fæddist að
Voðmúlastöðum i Austur-Landeyjum,
sonur hjónanna Sigriöur Guðmunds-
dóttur og Kristjáns Böðvarssonar,
sem þar bjuggu þá, og hún lengi siðan.
Marmundur var næstyngstur átta
systkina, sem upp komust. Sex ára
gamall varð hann fyrir þeirri þung-
bæru raun að missa föður sinn. ölust
þau systkinin siðan upp með móður
sinni i sárri fátækt i veraldlegum efn-
um, en við mikið ástríki og sterka
guðstrú góðrar móður. Oft hefi ég
heyrt til þess vitnað, hve Sigriður heit-
in á Voðmúlastöðum bjargaðist vel
með sinn stóra barnahóp.
bað gefur auga leið, að fljótt hefur
lifið gert kröfur til Marmundar. Á
þeim árum, þegar hann var að alast
upp, urðu allir að vinna eins mikiö og
þeir höfðu orku til, og myndi margt af
þvi, sem börnum og unglingum var þá
ætlað þykja algjör þrælkun i velferð-
arþjóðfélagi nútimans.
En lifið hafði þá lika bjartar hliðar,
og i Voðmúlastaðahverfi þess tima var
mikið af ungu fólki að alast upp sam-
timis, og þróaðist með þvi sérstætt
menningarlif, þar sem söngur var
sterkasta ivafið. Og Marmundur var
mikill söngmaður frá náttúrunnar
hendi, eins og ættingjar hans margir.
Marmundur var fjölhæfur verkmaö-
ur, ákaflega duglegur, kappsfullur og
sérstaklega greiðvikinn og bóngóður.
Heima vann hann öll algeng bústörf,
haföi gaman af skepnum og var glögg-
ur, lagði sig t.d. töluvert eftir að
þekkja mörk, og tókst það svo vel, að
orð var á gert. Svo fljótt sem hann
hafði aldur til fór hann til vers, svo
sem lengi tiökaðist um unga menn hér
i Landeyjum. Var hann bæöi i Vest-
mannaeyjum og margar vertiðir i
Grindavik, en þar var hann eftirsóttur
verkmaður, svo sem hann var æ siðan
meöan kraftar entust. Lengi veröa
mér minnisstæðar þær móttökur, er
dóttir hans fékk hjá hans gömlu hús-
bændum i Grindavik i fyrra, og sagði
það mér meira en löng saga.
Arið 1938 urðu þáttaskil i lifi Mar-
mundar, er hann gekk að eiga Aðal-
heiði Kjartansdóttur frá Voðmúla-
staðasuðurhjáleigu (nú Bólstað). bau
hófu það ár búskap i Syöri-Úlfsstaða-
hjáleigu hér i sveit, og bjuggu þar til
islendingaþættir