Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Síða 19

Íslendingaþættir Tímans - 31.08.1972, Síða 19
hausts 1945. Þessi ár voru erfið til bú- skapar. Hin alræmda kreppa var ný- lega yfirgengin, og siðan komu striðs- árin með öllu sinu röti og upplausn. Þessi ár voru kannski erfiðari Landey- ingum en mörgum öðrum. Samgöngur á landi voru erfiðar, sjósókn, sem lengi hafði verið snar þáttur i lifs- björginni, var að leggjast niður og ræktunarmöguleikar litlir sem engir fyrr en stórvirkari tæki komu til sögu. A þessum árum byggðu þau hjón upp öll útihús á jörðinni, og mátti hún heita vel uppbyggð á þess tima mæli- kvarða. Haustið 1945 brugðu þau búi og flutt- ust til Reykjavikur. Þar stundaði Mar- mundur smiðar þann vetur. Yndi festu þau þar ekki, og fluttust aftur i átthag- ana vorið 1946. Þá keyptu þau jörðina Svanavatn, og hafa búið þar siðan, nú siðustu tvö árin i félagi við Viðar, son þeirra. Marmundur unni sinni sveit og þvi fólki sem hana byggir, hér vildi hann lifa og starfa, og hygg ég, að það hafi skýrzt fyrir honum þann eina vetur, sem hann var heimilisfastur annars staðar. Það var sveitinni gæfa, að hann sneri aftur. Einmitt á þeim árum þurfti sveitin á þvi að halda, að hennar synir og dætur vildu staðfestast hér. Eins og áður sagði var hér um þetta leyti örlitið millibilsástand. Stórvirk tæki voru á bak við næsta leiti, þurfti aðeins að doka við, og siðan að hag- nyta þá möguleika sem opnuðust. Marmundur tók við litlu býli, en þegar hann skilar af sér við leiðarlok, má segja um jörðina, að enn þá einu sinni hafi rætzt ævintýrið um Osku- busku, Svanavatnið er orðið stórbýli á landsvisu, bæöi að byggingum og ræktun. Allt það starf, sem að baki þessu liggur, kostar bæði fé og fórnfúst starf. Kannski má segja, að kapp hafi stundum verið meira en forsjá i sam- bandi við fjármálahlið málanna, þvi að eins og allir vita, er starf bóndans þannig, að hann heimtir sjaldnast dag- laun að kveldi, og þó sizt landneminn, en það var Marmundur raunverulega. Þess vegna varð hann oft að leita vinnu utan bús til að afla fjár meðan uppbygging jarðar og bús var örust. Þá var það hans gæfa að vera eftir- sóttur til vinnu, svo að sjaldan þurfti langt að leita. Marmundur og Aðalheiður eignuð- ust sex börn, tvö þeirra dóu ung, en hin eru i réttri aldursröð: Viðar bóndi á Svanavatni, kvæntur Bóel Agústsdótt- ur, Hjördis, gift Ingva Agústssyni tré- smiðameistara á Hvolsvelli, Gunnar vélvirki, forstöðumaður járnsmiðju K.R. á Hvolsvelli, kvæntur Guðrúnu Gestur Ólafsson bóndi á Kálfhóli Minir vinir fara fjöld! Já, sannar- lega var hann vinur minn, og velunn- ari. sem nú hefur heiminn kvatt, Gest- ur Ólafsson á Kálfhóli, dáinn þar 4. júli siðastliðinn. En við áttum heima á næstu bæjum um sextiu ára bil, og var hann svo góður granni, að á betra varð ekki kosið, og á ég honum ævinlega mikið að þakka og öllu hans góða fólki. Foreldrar hans voru Ölafur Jónsson, bóndi i Vestra-Geldingaholti i Gnúp- verjahreppi, og Kristin Jónsdóttir þá vinnukona þar. Bæði voru þau ágætar manneskjur, og hún rómuð fyrir dugn- að og trúmennsku. En á Húsatóftum á Skeiðum var Gestur fæddur, 21. ágúst 1884, hjá góðkunnum hjónum, Guð- laugu ólafsdóttur, og Gesti Eyjólfs- syni, sem margir Árnesingar þekktu að góðvild og greiðasemi. A Asólfsstöðum i Þjórsárdal var Gestur til 7 ára aldurs og dáði alltaf mikið þann stað,en þá kom Gestur á Húsatóftum nafna sinum i fóstur að Kálfhóli, til merkishjónanna Halldóru Lafransdóttur og Guðmundar Halldórssonar, sem talin voru með beztu búendum i sinni sveit. Þau voru barnlaus og tóku Gest sér i sonar stað, og var það vel ráðið fyrir allra hönd, þvi fljótt varð hann stoð og stytta heimilisins, sem aldrei brást. Og þegar Halldóra á Kálfhóli dó 30. april 1909, var Gestur við sjóróðra i Grinda- vik, sem fleiri ungir menn. Þá hljóp hann á rúmum sólarhring austur að Kálfhóli, þó nýkominn væri af sjó, er hann fékk fréttina að heiman. 1911 tók Gestur við búi á Kálfhóli, og bjó alltaf vel, enda afar duglegur, og áhugamaður mikill, sem öllum þótti gott að vera nærri, hvort heldur voru hjú eða smælingjar, þvi hann var svo góðlyndur og siglaður og skipti helzt aldrei skapi. Kona hans var Valgerður Auðuns- dóttir, fædd i Kilhrauni 29. mai 1885, mikil ágætiskona og voru þau mjög samhentog gæfurik. Börn þeirra voru 6, 1 stúlka dó ung. 5 eru lifandi og öll við búskap meö börn á þroskaskeiði. Kristin, Guðmunda og Björgvin búa við Faxaflóa, en Auðun og Þórður búa á Kálfhóli og vonandi nýta niðjar Gests jörðina á komandi áratugum. Valdimar Guðmundsson. óskarsdóttur og Ingibjörg banka- starfsmær á Hvolsvelli. Marmundur má að mínu viti kallast gæfumaður. Hann eignaðist góða konu, sem reyndist honum ævinlega bezt, er mest á reyndi. Hann eignaðist myndarleg og vel gefin börn. Hann unni sinni sveit og vann henni allt það, er hann mátti. Hér vildi hann verða stórbóndi, og varð það. Hann hafði sæmilega heilsu, þar til nú fyrir tveim- ur árum, að hann hóf sitt dauðastrið, sem var langvinnt og oft litt bærilegt, þótt þar yrðu smá upprof i. Þennan siðasta tima naut hann frábærrar um- hyggju konu sinnar og barna. Nú hefur hann öðlazt frið og er far- inn á vit þess guðs, er hann ungur tók trú á. Sú trú var honum traust og ó- brigðul. Marmundur andaðist i Landspital- anum i Reykjavik 2. ágúst siðastliöinn. Hann var kvaddur frá æskuheimili sinu, Voðmúlastöðum, þann 12. ágúst. Veður þann dag var hlýtt, en nokkuð hvasst. Einmitt þannig var lif Mar- mundar, það var hlýtt og fylgdi honum gustur þar sem hann kom. Lognmollan varð ekki hans hlutskipti, enda fjarri hans skapi. Ég votta eiginkonu og börnum inni- lega samúð mina og minna. Vertu sæll, Marmundur. Magnús Finnbogason. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.