Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 06.09.1973, Page 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Fimmtudagur 6. september 50. tbl. 6. árg. nr. 135. Tin/IAIMS Þrír forustumenn fallnir frá Guðmundur Ragnar Guðmundsson Kristján Karl Júlíusson Olafur Elías Einarsson Gu&mundur Ragnar Guðmundsson lézt 7. mai s.l. 73 ára að aldri. Guð- mundur var einn af 13 systkinum, fæddur og uppalinn Strandamaður. Hann var alla ævi einn af þeim dug- miklu útvörðum islenzkrar byggðar. Guðmundur lærði ungur að sækja björg i bú, bæði til lands og sjávar, oft i fang óbliðrar náttúru. Guðmundur tók við búi að Bæ i Kald- rananeshreppi eftir föður sinn. Með ódrepandi dug ræktaði hann jörðina og byggði, svo að til sérstakrar fyrir- myndar þótti. Guðmundur var þannig forustumaður á meðal bænda. Guðmundur var einlægur félags- málamaður, og vann Framsóknar- flokknum ávallt allt það gagn, sem hann mátti. Til Guðmundar var ánægjulegt að koma. Sérstaklega var fróðlegt að hlýða á frásögn hans af ýmsum atvik- um frá langri og atburðarikri ævi. Þegar ég nú lit til baka sakna ég ekki sizt þess að hafa ekki fræðst oftar og betur af Guðmundi. Kristján Karl Júliusson lézt 6. júni s.l. aðeins 59 ára að aldri. Kristján var kennari að ævistarfi. Hann var góður kennari og kær sinum nemendum, enda lét hann sér afar annt um velferð þeirra. A þessu sumri hefur verið höggið djúpt skarð i sveit forustumanna i Vestfjarðakjördæmi. Með skömmu millibili hafa fallið frá Guðmundur Ragnar Guðmundsson frá Bæ i Kald- rananeshreppi, Kristján Karl Július- son frá Bolungavik og Ólafur Elias Einarsson frá bórustöðum i Bitru. Það er ekki ætiun min að skrá ævi- sögu þessara mætu manna. Aðrir hafa gert það. Með þessum fáu orðum vil ég fyrst og fremst freista þess að rekja lauslega mikilvæg ábyrgðarstörf þess- ara forustumanna og þakka þeim ó- metanlegt samstarf á undanförnum árum.

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.