Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Síða 1

Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Síða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 8. desember 1973 63. tbl. 6. árg. nr. 148. TIMANS Guðmundur V. Hjálmarsson kaupfélagsstjóri Skriðulandi ,,Hann var trúarsterka barniö, sem eigi mundi eftir sjálfum sér” sagöi Þórhallur Bjarnason biskup um Torfa i Olafsdal. Þegar ég kveð einn af minum beztu vinum, Guðmund Hjálmarsson, þá finnst mér það, sem vel var sagt um afa hans i ólafsdal, eiga við. Guð mundur liktist i mörgu forfeðrum sin- um og hafði fyrir leiðarljós samvinnu- stefnuna og þær umbætur. sem jafnan hafa runnið undan rifjum hennar. Hann fæddist 10. ágúst 1909 að Ljóts- stöðum i Laxárdal. Suður-Þingeyjar- sýslu. Foreldrar hans voru hjónin Ás- laug. dóttir Torfa Bjarnasonar. skóla- stjóra i Olafsdal. og Guðlaugar Zaka- riasdóttur konu hans. og Hjálmar son- ur Jóns Árnasonar. Sveinsströnd. og var Árni albróðir Kristjönu á Gaut- löndum. Móðir Hjálmars var Þuriður Helgadóttir Ásmundssonar. Skútu- stöðum. Bræður Hjálmars voru þeir séra Árni og Jón á Skútustöðum, Siguröur ráöherra og bóndi. Yztafelli, og Helgi bóndi á Grænavatni. Guð- mundur átti þvi ættir að rekja til fram- sýnna félagshyggjumanna. sem i flestu voru langt á undan sinni samtið. Hann ólst upp við venjuleg sveitastörf i hópi 10 systkina. og var hann þeirra yngstur. ásamt Jóni tviburabróður sinum. Hlaut hann góða fræðslu i heimahúsum og var virkur þátttak- andi i ungmennafélagi. Siðan fór hann á héraðsskólann að Laugum og Sam- vinnuskólann. Hann fór einnig til Bandarikjanna. stundaði verzlunar- fræði við rikisháskólann i Minneapolis og ferðaðist um byggðir tslendinga i Kanada og viðar. Guðmundur hafði viðtæka þekkingu og var bæði vei gefinn og vel gerður maður. sem var eftirsóttur til starfa Hann vann á eftirtöldum stöðum: Hjá Nýja dagblaðinu. ritstjóri þess um skeið. endurskoðunardeild Lands- bankans. Skipaútgerð rikisins. Kaup- félaginu á Þórshöfn. Kaupfélaginu i Flatey. og hjá Sambandi islenzkra samvinnufélaga i 10 ár. eftir að hann kom frá Bandarikjunum. Siðustu 16 árin var hann kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Saurbæinga, fyrst á Salt- hólmavik en siðar á Skriðulandi. Kaupfélag Saurbæinga var stofnað árið 1898 af Torfa i ólafsdal, og veitti hann þvi forstöðu framan af. Siðan var þar kaupfélagsstjóri um margra ára skeið. Markús sonur Torfa. og tók Guömundur við félaginu nokkru eftir fráfall hans. fyrst á Salthólmavik. 1 hans tið voru öll húsakynni félags'ins flutt frá Salthólmavik. og eru þau nú flest að Skriðulandi. Þar eru þau i þjóðbraut. á krossgötum, myndarleg og vel staðsett. Þau ár. sem Guðmundur var kaup- félagsstjóri i Saurbænum, var sam- felldur framfaratimi. Húsakynni kaupfélagsins hafa verið byggð i nýtizkuformi og fylla kröfur timans. Hjá flestum bændum á viðskiptasvæð- inu hafa öll húsakynni verið byggð upp og myndarlegt féÍagsheimili verið reist. Bændur hafa ræst fram mýrar og unnið að miklum ræktunarlram- kvæmdum. Nýtt fyrirtæki hefur risið af grunni, f’óðuriðjan h/f og hvildi uppbygging þess mikið á Guðmundi. Það var rétt stefnt, og eiga bændur eftir að njóta mikils góðs af þeirri framkvæmd i framtiðinni. Hér hefur verið stikiað á stóru, og má á margt fleira minna. en það verð- ur eigi gert hér. Mér er það ljóst, að þarna hafa margar samstilltar hendur lyft ..Grettistaki'' á skömmum tima, en þræðir þessara umbóta lágu um Kaupfélag Saurbæinga. Þar var vakað yfir velferð félagsins sveitarinnar og viðskiptavina. Þeir voru fáir, sem fóru ..bónleiðir til búðar” frá Guð mundi, þvi hann trúði á það góða i hverjum manni, og hann gleymdi sjálfum sér i annriki dagsins. Hvatti til framfara, hjálpaði, lýsti fram á veg- inn og sá árangur verka sinna, túnin stækka og búin blómgast. Honum tókst að halda þannig um stjórnvölinn, að til heilla horfði. Ég átti þvi láni að fagna aö kynnast Guðmundi og starfa með honum aö ýmsum málum. Hann var jafnan hress i bragði. hugsjónarikur félagshyggju- maður, ritfær ágætlega og snjall i máli, fylgdist vel með þvi, sem var að gerast. Maður fór jafnan af fundi hans hressari og betri maður. Hann átti mvndarlegt og yndislegt heimili og naut þess að vera heima. Konan og börnin voru honum samhent og lifandi gleði rikti á heimilinu, gestrisni var i hávegum höfð og hjálpsemi einstök. Það var hamingjudagur árið 1957, þegar Guðmundur kvæntist Margréti Rögnvaldsdóttur, Guðmundssonar frá Ólafsdal. Þau eignuðust 3 myndarleg börn, Rögnvald, Áslaugu og Sigriði.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.