Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 08.12.1973, Síða 7
þegar ég fékk nú fyrir stuttu bréf frá honum, sem sýndi, að mikil umsvif voru þá, eins og oft áður, i stöðvum nautgriparæktarinnar, þá datt mér sizt i hug, að örlögin myndu með svo snöggum hætti binda endi á þann áhuga, sem þar kom fram. ' Aður en Jóhannes réðst til Búnaðar- félags Islands, hafði hann um nokkurt skeið séð um framkvæmd afkvæma- rannsókna og fóðrunartilraunir á nautgripum i Laugardælum, þá nýkominnheim frá námi. Þar kynntist ég honum. Þau störf hans leiddu til þess, að sótzt var eftir honum sem ráðunaut til aðstoðar við leiðbeiningar i nautgriparækt hjá Búnaðarfélagi tslands. Góð menntun Jóhannesar og hagnýt reynsla i starfi leiddu til þess,að fljótlega bað ég hann að sjá að mestu leyti um ákveðna þætti starfsins, svo sem leiðbeiningar um fóðrun og notkun mjaltavéla, sem aðkallandi var að sinna, og leysti hann hvort tveggja af hendi með prýði. Auk þess vann Jóhannes með mér við kynbótastarfið, og sóttum við sýningar á nautgripum jöfnum höndum, er frá leið, og unnum að út- gáfustarfi sameiginlega. 1 fjarveru minni nú var Jóhannesi falið að sjá um he ilda r s t a r f se m i nautgripa- ræktarinnar hjá Búnaðarfélagi tslands. t starfi sinu hjá Búnaðarfélaginu gatst Jóhannesi Eirikssyni meiri háttar tækifæri til að auka þekkingu sina með náms- og kynnisferðum. I fyrra skiptið var hann við rannsóknar- og fræðslustofnanir i Bretlandi megin- hluta úr ári, og i siðara skiptið á þriggja mánaða námskeiði i naut- griparækt i Hollandi, fyrri hluta þessa árs. I báðum ferðunum gat hann sér hinn bezta orðstir hjá kennurum sinum og umsjónarmönnum. Þeir höfðu, sem aðrir, kynnzt skarpskyggni hans, ágætu minni og öðrum gáfum á mörgum sviðum. Frjálsleg framkoma hans og persónuleiki heiilaði marga. Um hann lék ávallt hress andvari, i návist hans lif og fjör. Hann varð vin- sæll, þar sem hann fór, og varð þvi vinmargur. Eftir að Jóhannes hóf störf hjá Búnaðarfélagi tslands varð hann brátt eftirsóttur fyrirlesari á bændafundum, og vann stöðugt á i þvi efni. Bændur kunnu vel að meta þekkingu hans, vel- vilja og áhuga, sem fór saman með ákveðnum og skýrum málflutningi. Þeir, sem kynntust honum á naut- gripasýningum, fundu lika fljótt, að hann hafði glöggt auga fyrir gripum og umgekkst þá eins og sá einn gerir, sem er vanur dýrum og þykir vænt um þau. Eins og fleir af ættmönnum sinum, islendingaþættir var Jóhannes mikill náttúruunnandi, enda varð hann eftirsóttur kennari i náttúrufræðum og vinsæll af nemendum. En hann var einnig heimsmaður með næma tilfinningu fyrir þvi, hvernig ýmsar listgreinar túlka fjölbreytileika tilverunnar. Skyndilega er vist hans a meðal okkar lokið. Tómleikinn verður meiri vegna þess fjörs, sem fylgdi honum, þögnin dýpri. Andstæðurnar verða of miklar tii þess, að við áttum okkur þegar i stað. Kveðjur okkar sam- starfsfolksins i Búnaðarfélagi tslands verða áreiðanlega fluttar af öðrum, en persónulega vil ég að leiðarlokum þakka Jóhannesi Eirikssyni gott og náið samstarf og framlag hans i þágu nautgriparæktar i landinu, en hún var honum hjartans mál. Ég veit, að bændur viðs vegar um land munu taka undir þakkarorð min. Þeir munu lengi minnast starfa þessa góða drengs. Erfiðast verður þó fyrir nánustu vandamenn hans að sætta sig við hinn snögga missi, en vegir hins mikla meistara sköpunarverksins eru órannsakanlegir. Við hjónin sendum þeim samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar. Somerset, Englandi Ólafur E. Stefánsson t Fáein minningarorð. Sálmaskáldsins man ég mál um manninn verkaslynga. Þannig vitnaði skáld eitt snemma á þessari öld i sálm þann, sem siðustu aldirnar hefur verið sunginn yfir moldum nær hvers einasta tslendings. Tilefnið var andlát háaldraðs merkis- manns. Þeim mun frekar verður huganum reikað til þessa sálms um dauðans óvissan tima, — sem mér per- sónulega finnst eitt stórkostlegasta verk, er islenzk skáld hefur látið eftir sig —, þegar ljárinn hittir menn i fjöri á miðjum starfsdegi, eins og nú hefur átt sér stað um bekkjarbróður minn, Jóhannes Eiriksson ráðunaut. Óðum fellur fönn timans i spor þau, sem við og aðrir i stúdentaárgangi MR 1951 áttum saman i hinu aldna og virðulega skólahúsi viö Lækjargötu. Fyrir mér eru menntaskólaárin sá timi, sem mest heiðrikja er yfir, þegar huga er rennt, til liðinna stunda. Drjúg- an þátt i þvi á sú staðreynd, að ég kom fákænn sveitadrengur i góðra drengja hóp höfuðborgarsveina og naut góðra kynna og samvista i fjóra vetur. Jó- hannes var einn þeirra skólafélaga minna, sem ég kynntist nokkru meira en upp og ofan gerðist. Ekki fór heldur hjá þvi, að hann vekti nokkra eftirtekt. Nokkuð sérkennilegt útlit og yfirbragð sótti hann til þess ættarþáttar sins, sem kenndur er við hið nafnfræga höfuðból, Laxamýri. Hispurslaus framganga, gamansemi og ýmisleg skemmtileg tiltæki gerðu hann hinn ákjósanlegasta félaga i glaðra drengja hópi á góðri stund. Ekki trúi ég öðru én mörgum sé enn harla minnisstætt, hvernig hann beitti hermigáfu sinni til þess að iklæðast persónuleika eins læriföður okkar og koma fram i gervi hans sem skemmti- kraftur i hópi okkar skólasystkina. Við vorum báðir undir lok skóla- timabilsins félagar i Visindafélagi ásamt fáeinum öðrum skólabræðrum. Ekki fara sögur af miklum visindaaf- rekum félags þess, enda lifði það stutt og átti ekki annað tækja en eina harla ódýra smásjá, sem enn er þó við lýði. En kannski var þetta fyrirboði þess, að einn félagsmanna fræðir nú landslýð i fjölmiðli um nýjustu tækni og visindi. Jóhannes fæddist i Reykjavik, en valdi sér þó að loknu stúdentsprófi nám, sem markaði honum starfsvett- vang meðal islenzkra bænda. Heimili hans var þó lengst af i höfuðborginni, einsog flestra bekkjarsystkina minna. Min leið lá aftur langt út á landsbyggð- ina, þannig að fundir með skólasyst- kinum hafa verið fremur fátiðir. Jó- hannes hitti ég þó — starfs hans vegna — nokkru oftar en aðra bekkjarbræð- ur. Ætið sýndist hann geyma lifsf jör og þrótt æskuáranna, og illa trúi ég öðru en hressandi gustur hafi af honum staðið, þegar hann flutti mál sitt • á fundum meðal bænda og kynnti sér- grein sina. En nú dreifir Jóhannes ekki lengur hversdagsins drunga fyrir okkur bekkjarsystkinum eða öðrum, og enn má minnast orða sálmsins, að lif mannsins hratt fram hleypur, hafandi öngva bið. Nú tekur einmitt að siga á seinni helft þeirra ára, sem eru milli liðins samfagnaðar á 20 ára stúdents- afmæli og væntanlegs 25 ára afmælis. Þegar við komum saman að minnast þess, sem verður fyrr en okkur varir, þá verða auð sæti tveggja félaga, sem hnigið hafa i valinn á siðustu mánuð- um, auk þeirra, sem áður eru horfnir. Sizt mundi það þó hafa verið að skapi Jóhannesar að láta harm og söknuð hefta gleðina á góðri stund. Þvi vil ég hlakka til samfunda með gömlum félögum um leið og ég þakka Jó- hannesi liðna daga og votta vanda- mönnum hans innilega samúð i sökn- uði eftir góðan dreng. G.G. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.