Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Síða 2

Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Síða 2
þessa ómetanlegu aðstoð vinar sins, og sama vildi hann segja um konu þessa manns, sem hann sagði að væri Jó- hann Guðnason á Vatnsnesi. Konu sina missti Baldvin i mai 1963. Seldi hann þá húseignina i Keflavik og fluttist til Reykjavikur. bar keypti hann sér ibúð i Efstasundi 87. Bjó hann þar á þriðja ár með ágætri konu, Ólöfu Jónsdóttur, ekkju frá Borgartúni i Grindavik. Hún lézt vorið 1966. Að ári liðnu seldi hann svo þá ibúð og fiuttist á Hrafnistu i september 1967, þar sem hann lézt 13. nóv. s.l., og fór jarðarför- in fram i kyrrþey. Baldvin var vörpulegur maður á velli og léttur á fæti fram á elliár. Hann var friður sýnum og svo glað- sinna, að næstum er einsdæmi. Meðan hann var upp á sitt bezta, hafði han jafnan einhverja skemmtilega frásögn á hraðbergi. Það var dauður maður sem ekki gat hlegið i návist hans. Hann sagði sögur af mestu list og kunni vel að takmarka frásögn sina. Hann var einnig allsérstæður að þvi leyti, hvað hann hélt lengi kunnings skap við marga af sinum gömlu háset- um, og þakklátssemi hans var mjög einlæg. Sjómennsku mun hann hafa lært af Guðmundi eldra bróður sinum. Bald- vin var víkingur til allra verka og mesti þrifamaður. Glaðværð hans og hjálpsemi viö fjölda manns var alveg einstök. Hann var svo útvegunargóð- ur, að ég hefi engan mann þekkt, sem komst i hálfkvisti við hann að þvi leyti. Kona hans kunni vart að meta hina smitandi kátinu hans, og mun það hreinlega hafa skyggt á sambúð þeirra. Má kannske jafnvel segja, að „flóbfarið” hafi stundum orðið of hátt, eins og einhvers staðar stendur. Sumarið 1966 bauö Baldvin mér með sér til Grindavikur, til að lita á gamlar slóðir. Harmaði hann þá mest, aö ekki skyldi vera hægt að ná okkur fleiri saman til ferðarinnar. Við komum auðvitað að Hópi, en þar var dauflegt um að litast og flest i niðurniðslu. En hvað um það. Baldvin sagði ekkert og lét enga beiskju i ljós um það, sem lið- ið var. Hið eina lifsmark, sem þarna var að sjá, voru illa hirt hænsni i gömlu peningshúsunum. Já, allt er á hverfanda hveli. Svo héldum við okkar leið. Ég veit að gömlu kunningjarnir, ef einhverjir eru enn á lifi, hugsa hlýtt til hans nú, þegar hann er allur. Hann var ævinlega drengilegur i framkomu og góðviljaður. Farðu i friði, góði vinur. Siglufirði, 25. nóvember 1973 Guðbrandur Magnússon Birna Guðrún B j örnssdóttir Fædd 27. mars 1914 Dáin 29. okt. 1973 Birna var fædd i Reykjavik. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Brynjólfsdóttir og Björn Jónsson. Hún ólst upp i stórum systkinahóp við leik og störf. Ung fór hún til Danmerkur og gekk i skóla i Skodsborg. Eftir heim- komuna vann hún i Reykjavik við verzlunarstörf. Ég sá hana fyrst þegar hún, ung og glæsileg,fluttist i ölfusið, þá að Arnarbæli. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sinum, Sigurði Auð- unssyni frá Dalbæ i V-Skaftafellssýslu. Hann var þá i Auðsholti. Þau gengu i hjónaband þann 19. desember 1941,áttu fyrst heimili i Auðsholtken siðan um 9 ára skeið i Gljúfurárholti. Þá hófust kynni okkar, er hún gerðist félagi i kvenfélaginu Bergþóru. Arið 1953 fluttu þau i Hveragerði og hafa átt þar heimili siðan. Þar vann Birna heitin lengst af sem afgreiðslustúlka i Kaup- fél. Arnesinga og mörg siðustu árin sem deildarstjóri. Þar er nú, sem við- ar, skarð fyrir skyldi,er elsti og reynd- asti starfskrafturinn er þaðan horfinn. Þau hjónin eignuðust eina dóttur barna, Auði Agnesi, sem búsett er i Hveragerði. Maður hennar er Bragi Garðarsson prentari úr Reykjavik. Fimm efnileg dótturbörn höfðu þau eignast. Það elsta þeirra, Sigurðui; hefur alist upp hjá afa og ömmu, yndi þeirra og eftirlæti. Hann er nú á ferm- ingaraldri. Lovisa ólafsdóttir kirkju- organisti hefur átt þar heimili með þeim lengst af i Hveragerði. Ég tel, að það sambýli hafi verið blessunarrikt fyrir báða aðila,og nú er hennar þáttur stór. Þegar mér barst sú sorgarfregn þann 29. oktvað Birna hefði látist þá um morguninn, minnti það mig enn einu sinni á hinn mikla hverfleika lifs- ins. Þó að hún hefði kennt lasleika nokkru áöur, datt engum i hug, að svo skjótt myndi sól bregða sumri. Hún hringdi til min kvöldið fyrir andlát sitt og ræddi þá af sinum al- kunna áhuga um starfið i félaginu okk- ar. En þar var hún okkar styrka stoð, áhugasöm, dugleg og samvinnuþið. Hún var mörg siðustu árin gjaldkeri og rækti það starf af frábærri sam- viskusemi og dugnaði. Ég tel,að á eng- an sé hallað, þó sagt sé, að hennar sæti sé þar vandfyllt. Við höfðum um mörg ár náið samstarf. Mér er ánægja að lýsa þvi yfir hér, að þar bar aldrei skugga á. Birna var greind kona og fljót að greina aðalatriði hvers máls. Oft var heimilið hennar vettvangur félagsstarfsins, t.d. nefndarstörf. Þangað var gott að koma, maður fann sig alltaf velkomin, enda heimilið rómað fyrir gestrisni. Birna var orð- vör svo af bar. 1 gegnum öll okkar kynni heyrði ég hana aldrei mæla last- yrði um nokkurn mann. Fagur minnis- varði. Hún hafði prúða framkomu og fágaða, en var þó létt og skemmtileg i vinahóp. Ég minnist margra glaðra stunda,t.d. úr okkar árlegu skemmti- ferðum, þar var hún virkur þátttak- andi, naut þess að kynnast nýju og fögru umhverfi og þess að gleðjast á sinn hógværa hátt. Fjölskylda hennar á um sárt að binda við hið sviplega fráfall hennar. Ég bið þeim guðs blessunar i sorg þeirra. Megi minningin um hana verða þeim það ljós sem lýsir fram á veginn um ókomin ár. Ég flyt henni hjartans þakkir fyrir gott samstarf og elskuleg kynni. Blessuð sé minning hennar. R.J. 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.