Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Page 3
Halldór Bjarni Benónýsson bóndi að Krossi í Lundarreykjadal Hávamál. „Glaður og reifur skyldi gumni hver uns sinn bana biður”. Þeir sem lifað hafa 7 áratugi þess- arar aldar, munu hafa séð timana, tvenna, þar sem hin öra þróun upp- byggingar og menningar hefur vaxið hérmeiraen i flestum löndum heims. A fyrstu áratugum aldarinnar, eða fram að 1920, rofaði aðeins til i at- vinnu- og menningarmálum þjóðar- innar, en siðan kom heimskreppan og lamaði allt atvinnulif, og samfara at- vinnuleysi, varð kyrrstaða i framfara- málum þjóðarinnar. En með komu seinni heimsstyrjaldarinnar, fluttist tæknimenningin til landsins, og lands- menn voru undra fljótir að tileinka sér hana. Það var eins og verkfræði hefði verið kennd á hverju heimili, svo fljótir voru Islendingar að notfæra sér nýjustu tæki nútimans. Ekki voru það siður bændurnir, en aðrar stéttir þjóðfélagsins, sem voru þar i fararbroddi, og má það þakka hinum sterku félagssamtökum þeirra og hinum mikla félagsanda, sem rikti meðal þeirra, þar sem þau samtök stóðu i flestum tilfellum að tækja- kaupum og afurðasölu bændanna. Bændur, sem búið hafa i sveitum landsins á þessari öld, hafa orðið að láta hendur standa fram úr ermum, þvi þau stórvirki. sem unnin hafa verið á bændabýlunum á þessu tima- bili. hafa kostað likamlegt og andlegt erfiði. og ekki var auðlegðinni fyrir að fara. þar sem flestir byrjuðu öldina i lélegum húsakvnnum. bæði með fólk og fénað. Það var i mesta lagi járnþak á einstöku bæjum. og ekki önnur verk- færi en klifberinn og ristuspaðinn, ef hann var þá til. Svo kemur framþróunin, stig af stigi: hestverkfærinn taka við af hand- verkfærum. steinsteypan og timbur af moldarveggjunum. siðar stórvirkari tæki. bæði til jarðvinnslu, flutninga og fóðuröflunar. Mjaltavélar og kæli- vélar komu i fjósin, heyblásarar og votheysgeymslur, og hlöður stein- steyptar. og búpeningshús, jafnhliða glæsilegum ibúðarhúsum, i flestum tilfellum raflýst með fyrsta flokks heimilisvél bændafólkið hefir sannar- lega ekki legið á liöi sinu, og ekki er hlutverk konunnar minna, þvi jafn- hliða heimilisstörfum stóð hún með bóndanum að flestum útiverkum og umsjón búsins, ef nokkur timi var af- gangs, auk þess sem börn hjónanna unnu mjög mikið að störfum heimilis- ins, glöggt má sjá i sveitum landsins, hve stóran skerf sveitabörnin hafa lagt til uppbyggingar og framleiðslu- starfa á sömum heimilum, enda mörg stórvirki óvinnanleg með öðru móti, þar sem oft og tiðum var engum fjár- munum til að dreifa. En það einkenni- lega gerist að mesta kjarna og mann- dóm er oft að finna meðal sveitaung- dómsins, þar sem bæði heimilunum og ungmennafélagsskap sveitanna er fyrir að þakka. Einn úr fylkingu þessara aldamóta- manna, Halldór Bjarni Benónýsson, bóndi að Krossi i Lundarreykjadal, er fallinn i valinn. Hann varð bráö- kvaddur uppi á afréttum Borgar- fjarðardala, hinn 29. ágúst s.l., i heið- björtu veðri. Með bros á vör hneig hann niður við hlið tveggja tengda- sona sinna sem voru i skemmtiferð með honum. Hann fæddist i Bakkakoti i Skorra- dal. 5 april 1903. Foreldrar hans voru þau Benóný Helgason og Guöný Magnúsdóttir, sem bjuggu allan sinn búskap i Skorradal. Lengst af bjuggu þau góðu búi á Háafelli, eða full 40 ár, og ólu þar upp sex mannvænleg börn. Benóný á Háafelli fæddist, og var nokkru leyti uppalinn, i Galtavik við Hvalfjörð, sonur Helga Bjarnasonar, er þar bjó. Bjarni faðir hans bjó á Klafastöðum og viðar. Hann var af- bragðs sjómaður, enda nokkrir for- menn við Faxabugt afkomendur hans, þótt sumir þeirra hafi oðið að lúta votri gröf. Kona Bjarna Guðný, var frá Stóru-Völlum á Landi dóttir Sig- mundar Hannessonar, en Bjarni var frá Sellundi og Næfurholti. Guðný i Háafelli var dóttir Magnúsar frá Eyri i Flókadal Eggertssonar, Gislasonar prests i Hitarnesi, en móðir Guðnýjar var Halldóra Guð- mundsdóttir á Háafelli i Skorradal, og móðir Halldóru var Helga Björns- dóttir bónda á Hrafnabjörgum við Hvalfjörð og konu hans, ljós- móðurinnar vinsælu, Ástriðar Halldórsdóttur prestst að Melstað, en Björn var frá Valadal i Skagafirði og bjó i Hvammi og Holtastöðum i Langadal nokkur ár, áður en hann fluttist að Hrafnabjörgum. Halldór ■ fór snemma að vinna utan heimilis, og varð strax mjög eftirsóttur, vegna dugnaðar og þó sér- staklega fyrir glaðværð og léttlyndi, sem varð mjög til þess að afla honum vinsælda með vinnufélögum og á heimilum, þar sem hann dvaldist, og var honum fylginautur til dauðadags. Hann fór á alþýðuskólann á Hvitar- bakka og var þar 2 vetur. Þar eign- aðist hann góða félaga, sem voru góð- vinir á lifsbrautinni, og þar aflaði hann sér þekkingar og þroska, sem skólinn veitti i rikum mæli og varð mörgum nemendum lyftistöng á þeim árum, þegar skólar voru ekki i öðru hverju húsi, eins og nú er, og nem- endur urðu að kosta sig að mestu leyti sjálfir til náms. Hannstundaði vinnu, bæði til sjós og lands, og þótti vel liðtækur og verk- laginn að hverju sem hann gekk, og ávallt jafnvinsæll i hópi félaga. Hann islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.