Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Page 5
85 ára:
Eiður Guðmundsson
Þúfnavöllum
Einn hinn nafnkenndasti maður i
bændastétt á fslandi varð 85 ára fyrir
skemmstu. Af þvi tilefni er hans getið
hér að nokkru, jafnvel þó að haustfölv-
inn i landinu bregði að bleiku lit þeirra
oröa, sem eiga að vera lifsmynd
gróskumikils vorhuga. Það ætti sizt
viö, enda hlifir sterkum stofni hans
enn órifinn börkur og barr er á grein-
um, sem hann ber sigrænar uppi i
virðuleik ellinnar.
Eiður Guðmundsson er óviðjafnan-
legur maður. Þvi er stirt um samlik-
ing, er hæfi, en kynnin við hann ærið
sjaldgefið færi á mannlegum vett-
vangi. I mikilúðugri persónu hans fara
saman andlegt og ytra atgervi, mótað
i reynd hins langa lifdags i hugsjónum
félagsverunnar og önn starfsins, en fá-
gætu bókviti - Skal nú ekki orðlengt,
en minnzt uppruna hans og frænd-
garðs.
Eiður er fæddur i Sörlatungu i
Barkárdal 2. okt. 1888. Faðir hans var
erfiðleika og ónæði fyrir heimilin á
Húsatóftum.
Eyjólfur átti ekki langt að sækja það
að vera greiðamaður, sagt var, að
Gestur á Húsatóftum hefði ekki getað
neitað neinni bón. Talið var að komið
hefði fyrir, að hann hefði stundum tek-
iðsvo mikið af dóti fyrir aðra, að hann
hefði ekki komizt nema með hluta af
sinum flutningi.
Eyjólfur á Húsatóftum hefur alla
ævi verið einlægur trúmaður og hefur
til þessa dags sótt tiðir i sóknarkirkju
sinni, ef hann hefur komið þvi við.
Eyjólfur ber ellina vel og er enn
léttur á fæti og hefur gengið að störf-
um fram að þessu.
Hann var enginn sérstakur orku-
maður en létt um hreyfingar og lipur
verkmaður. Það er oft sagt, að þeir
sem eru léttir i lund, beri aldurinn
betur en aðrir og nái hærri aldri. Mér
finnst, að Eyjólfur á Húsatóftum sanni
þessa kenningu.
A þessum timamótum i ævi Eyjólfs
á Húsatóftum sendir honum margur
kveðjur og þakkir fyrir veitta aðstoð
og fyrirgreiðslu. Menn minnast góð-
vildar hans og hjartahlýju.
Megi hann aldurs njóta enn um sinn.
Jón Guðmundsson
Guðmundur, fæddur i Skjaldarvik við
Eyjafjörð 19. jan. 1855, Guðmundsson
bónda þar Jóhannessonar og konu
hans Snjólaugar Isaksdóttur frá
Kjarna i Möðruvallasókn Hallssonar.
Móðir Eiðs var Guðný, fædd i Bauga-
seli á Barkárdal 29. júni 1861, Lofts-
dóttir bónda þar 1861-1893 Guðmunds-
sonar. Áttust þau Guðmundur 14. júli
1884 og var hann þá kennari á Hólum i
Hjaltadal, Möðruvellingur og bú-
fræðingur að mennt. Var hann sfðan
lengi skólastjórnarmaður og prófdóm-
ari á Hólum, þótt hætti kennslu, en
hæfi búskap i Sörlatungu um fardaga
1887. Þaðan fóru þau hjón búnaði sin-
um að Þúfnavöllum vorið 1892 og
bjuggu þar i 40 ár. Var Guðmundur
hrepppstjóri i Skriðuhreppi 1900-1935,
er Eiður son hans tók að fullu við
hreppstjórn, en upptalning á fjölda
félags- og trúnaðarstarfa Guðmundar
ekki gerð hér. Hann var þjóðkunnur
maður á sinni tið, óvilinn og sókndjarf-
ur og hafði nær óbrigðulan sigur hver,
sem málabúnaður var. — Guðný á
Þúfnavöllum var sérkennileg kona,
næsta dökk yfirlitum og þvi ekki nor-
ræn ásýndum, flugskörp i hugsun og
þókti merk húsfreyja á stóru og þekktu
heimili. Guðmundur dó i 1. viku
sumars 1947 á 93. aldursári, en Guðný
vorið 1952, 91 árs. Legstaður þeirra
hjóna er i grafhýsi, sem Guðmundur
hafði látið gera i Þúfnavallatúni.
Sem vænta má um afkomendur
hjóna, sem bæði voru svo mikillar
gerðar, eru börn þeirra 8 fyrirferðar-
mikil til mannlýsinga. Er þar raunar
bókarefni, en ekki blaðagreinar, sem
þau eru Þúfnavallasystkinin. Rými á
þessum stað hlýtur að þrengja mjög að
nöfnum þeirra.
Loftur er eiztur og fæddur i Bauga-
seli. Þar bjó hann seinna við konu sina,
Hansinu Steinþórsdóttur frá Hömrum,
siðan á Féeggstöðum i Barkárdal, i
Búðarnesi og loks á Þverá i öxnadal
um sinn. Fluttust þau hjón til Akureyr-
ar 1934, og hefur Loftur æ siðan verið
heimamaður á Amtsbókasafninu og
starfandi þar á árabili, enda gagn-
kunnugur ættvisi og bókfræðum. Han-
sinaerlátin f. nokkrum árum, en Loft-
ur, sem nú hefur átta um áttræltflvelur
á Elliheimilinu á Akureyri.
Unnurvar næstelzt og fædd i Sörla-
tungu. Hún giftist Guðmundi Bene-
diktssyni kennara frá Asláksstöðum i
Hörgárdal og missti hann frá 5 börn-
um 1919. Var þá hið 6. barnið rétt
ófætt, heitið eftir föður sinum. Er það
sira Guðmundur Guðmundsson á Ot-
skálum. Annan Guðmund áttu þau
hjón. Var hann það, sem kallað er
undrabarn, en dó ungur að visinda-
námi I Kaupmannahöfn. Unnur var
sviptigin kona, gersamlega hafin yfir
samjöfnuö. Hún var gáfumaður mikill
og svo minnug, að Hannes á Hofi áleit
hana minnugustu konu á tslandi.
Ögrynni kunni hún i ljóðum og fræð-
um. Hún lézt vorið 1963. Var að henni
mikill svipur með öllum þeim, sem
greina stórmerki i fari mannanna.
Eiður er 3 barn foreldra sinna, en
siðan Ari.Hann bjó aldrei, lauk gagn-
fræðanámi og réðist til tslandsbanka.
Þegar -stofnun leið undir lok fluttist
hann til Reykjavikur með konu sinni,
Dýrleifu Pálsdóttur frá Möðrufelli i
Eyjafirði. Syðra var hann um fjölda
ára skrifstofustjóri Tóbakseinkasöl-
unnar. Sitja þau hjón nú I náðum hárr-
ar elli að Asi i Hveragerði.
Skafti settist að búi hið næsta for-
eldrum sinum. Heitir þar i Gerði og
íslendingaþættir
5