Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Qupperneq 7
Sjötugur:
Þorgeir
Jónsson
tþrótta- og glimukappi frá
Varmadal, sjötugur
7. des. 1973.
(Lag: Táp og fjör)
'Nú er bjart i Sögu sal,
sagnafróöir hefja tal,
beita sjón um Iiðna leið,
lifsbrautanna þrumuskeið:
Ljósbrot há
leiftra á,
— lófaklapp
og sigurhapp.
Timamótin tala skýr,
tign i hinu liðna býr.
Göfgar konur, mætir menn,
minnast nú og fagna i senn:
Hylla efldan afreksmann
— iþrótt marga hetjan kann.
Þakka allt
þúsundfalt,
þrek og gildis-
rika snilld.
Gulli betri gæfan er.
Góðra hugur fylgir þér.
Lárus Salómonsson.
® Hermann
Þarna var i upphafi við mikinn
vanda að fást, Skeiðaáveitan, sem tók
til starfa vorið 1923 og hafði gefið góða
raun, var farin að ganga úr sér, og i
öðru lagi, eins og hagaði viðast hvar til
i sveitinni, var ekki hægt að hefja tún-
rækt svo um munaði nema hætt væri
að veita á. Þeir feðgar völdu þann
kostinn að snúa sér eingöngu að tún-
ræktinni.
Það var mikið starf, sem beið þeirra
hjóna er þau réðust i að byggja allt
frá grunni, en þau komust undarlega
fljótt yfir byrjunarörðugleikana,og
hafa nú um langt skeið rekið eitt af
stærstu búum sveitarinnar. Þau hafa
haldið uppi mikilli risnu og enginn
hefur \mrið fyrri til en þau, að rétta
hjálparhönd hafi nágranni þurft ein-
hvers með. Þegar þau höfðu búið i
nokkur ár réðist Ingibjörn i að læra
ljósmóðurfræði. Varð hún þá að vera
burtu frá heimili sinu i eitt ár.
Fyrstu árin hafði hún mikið að gera
i þvi starfi, en siðan spitalinn kom á
Selfossi hefur jafnfr. verið rekið þar
fæðingarheimili og þangað leita nú
flestar konur. Oft hefur Ingibjörg veitt
aðstoð við hjúkrun I heimahúsum.
En jafnframt þvi að vera atkvæða-
mikill bóndi, sem hefur orðið að
byggja allt frá grunni, hefur Hermann
stundað fjölþætt félagsmálastörf, sem
hann hefur óhjákvæmilega orðið að
fórna miklum tima, þar hefur hann
notið sinnar dugmiklu konu, þegar
hann hefur þurft að vera fjarvistum
frá heimili sinu.
Ungmennafélagshreyfingin hefur
um áratugi verið áhrifamikil á Suður-
landi. Hafa flest félögin staðið fyrir al-
mennu félagslifi og iþróttastarfsemi.
Félögin hafa og verið almennur
félagsmálaskóli. Eins og þegar hefur
verið drepið á i greinarkorni þessu,
var nýbýlamálið eitt af baráttu — og
hugsjónarmálum ungmennafélaganna
Félögin hafa með fjölþættu starfi sinu
bundið fólkið við sveitirnar og aukið
trú þess á afkomumöguleika sina og
samtakamátt.
Það er skoðun margra, að I þeim
sveitum, sem vel rekin ungmenna-
félög, eru, hafi verið meiri uppbygging
og meiri menningarbragur en þar,
sem slika starfsemi vantar.
Þvi er þetta gert hér að umtalsefni,
að Hermann á Blesastöðum hefur allt
frá unglingsárum og fram á þennan
dag starfað af áhuga og fórnfýsi fyrir
ungme.nnafélag sveitar sinnar og
héraðssambandið Skarphéðin. Ef
starf félaganna á að bera árangur,
verða einstaklingarnir að leggja á sig
óeigingjarnt starf. Hermann varð for-
maður Ungmennafél. Skeiðamanna
tvitugur að aldri og var það þá sam-
fleytt i 12 ár. Á þvi timabili starfaði
félagið mjög mikið, meðal annars átti
það góðan þátt i, að samkomuhús var
byggt i Brautarholti I sambandi við
heimavistarbarnaskóla. Þótti þetta
samkomuhús i hópi þeirra beztu á
Suðurlandi á þeirri tið. Þarna eign-
aðist fólkið aðstöðu til þess að . reka
fjölbreytt félagslif, sem það og gerði.
Þá stóð félagið fyrir mikilli iþrótta-
starfsemi og flest árin sýndi það leik-
rit, og sundlaug byggði það, svo fátt
eitt sé nefnt, sem það tók sér fyrir
hendur á þessum árum. Alls var Her-
mann formaður Umf. Skeiðamanna i
18 ár.
Hermann var ágætur iþróttamaður,
bæði i frjálsum Iþróttum og leikfimi og
tók þátt i mörgum kappglimum með
góðum árangri Hermann hefur verið
óþreytandi að vinna að æskulýðs-
málum I héraðinu, bæði heima I sveit
sinni og fyrir Héraðssambandið
Skarphéðinn. Hermann hefur starfað
meira en flestir aðrir að almennum
félagsmálum i sveit sinni, verið um
árbil i hreppsnefnd og skólanefnd og
formaður nautgriparæktarfélags
sveitarinnar hefur hann verið lengi og
er nú formaður Nautgriparæktarsam-
bands Suðurlands. Þá er hann I stjórn
Búnaðarsambands Suðurlands og full-
trúi á aðalfundum Stéttarsambands
bænda, svo nokkuð sé talið af þeim
störfum, sem honum hefur verið falið
fyrir sveit sina og hérað.
Það er hverju sveitarfélagi ómetan-
legt að eiga menn, sem bæði hafa vilja
og hæfileika til að vinna að félags-
málum, A þeim vettvangi hefur Her-
mann Guðmundsson unnið sveit sinni
og héraði ómetanlegt starf sem seint
verður fullþakkað.
A þessum timamótum óska ég Her-
manni og fjölskyldu hans gæfu og
gengis.
Jón Guðmundsson
íslendingaþættir
7