Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 15.12.1973, Side 8
Sextugur: Hermann Guðmundsson bóndi Blesastöðum Skeiðum Á árunum upp úr 1930 varð mikil hreyfing i landinu um stofnun nýbýla. Kreppan var i algleymingi og at- vinnuleysi við sjávarsiðuna, og ekki hvað sizt i Reykjavik. 1 mörgum sveitum var farinn að verða skortur á jarðnæði vegna hins ótrygga atvinnu- ástands i bæjunum, En voru ekki tök á þvi að skapa möguleika fyrir fleira fólk i sveitunum, og hvaða leiðir átti þá að fara? Til þess var tæpast nema ein leið fyrir hendi og hún var sú að fjölga býlum. Þar var um tvennt að velja, — að bændur létu börn sina hafa land til nýbýlastofnunar eða tekin yrðu stór, samfelld, ræktarleg lönd og þar stofn- uð nýbýlahverfi, eftir erlendri fyrir- mynd. Inn á báðar þessar leiðir var farið og hefur reynslan orðið sú að fyrri leiöin hefur reynzt i flestum til- fellum vel, en um árangur hinnar leið- arinnar hefur á ýmsu oltið. Nýbýla- og héraðsskólamálin voru eitt af baráttu — og hugsjónarmálum ungmennafélaganna. Voru þessi mál mikið rædd á fundum þeirra og i tima- ritinu Skinfaxa. Bjartsýni gætti þá i sveitum landsins þrátt fyrir kreppu og mikla fjárhags- erfiðleika, sem landbúnaðurinn átti viö að búa. Fólkið trúði á framtiðina og það sá, að ýmislegt benti til þess að betri timar væru framundan. Jarðræktarlögin, sem sett voru 1923 , komu af stað mikilli hreyfingu um aukna ræktun og nýbyggingar. Um 1930 var farið að nota dráttarvélar til jarðvinnslu og jafnframt byrjaði notkun tilbúins áburðar svo um munaði. En dráttarvélar til jarð- vinnslu og tilbúinn áburður voru alger forsenda þess að túnrækt i stórum stil gæti hafizt i landinu. A þessum árum náðu hestavélar til heyskapar veru- legri útbreiðslu og létti það störfin og jók afköstin. Þessi þróun ýtti mjög við þeim hug- myndum, sem uppi voru um stofnun nýbýla. En hvar átti ungt fólk, sem vildi stofna nýbýli að fá fjármagn til þess? Þarna var svo stórt mál i i uppsiglingu, að rikisvaldið var eitt megnugt að leysa það svo að gagni mætti verða. Á Alþingi 1936 voru samþykkt lög um nýbýli þar sem kveðið var á um mikilsverðan stuðning rikisvaldsins og jafnframt var Búnaðrbankanum gert kleift að lána til nýbýlastofnunar. Á næstu árum voru fjölmörg nýbýli reist á grundvelli þessara laga. og hefur svo verið allt til þessa. Mörg þessára nýbýla hafa orðið að höfuðbólum, ef saman hefur farið dugnaður og hagsýni ábúenda. Þvi er þetta rifjað upp hér, að Hermann Guð- mundsson bóndi á Blesastöðum var einn þeirra bjartsýnismanna, sem stofnaði nýbýli með aðstoð þessara laga vorið 1941. Hann fékk einn þriðja úr föðurleifð sinni tii ábúðar. Hann hefur fyrir löngu gert jörð sina að einu af meiri háttar höfuðbólum á Suður- landi. Hermann Guðmundsson er fæddur á Blesastöðum á Skeiðum 23. ágúst 1913. Voru foreldrar hans Kristin Jónsdóttir og Guðmundur Magnússon er bjuggu á Blesastöðum i yfir 60 ár og áttu 13 börn er til aldurs komust. Hermann Guðmundsson ólst upp á heimili foreldra sinn i stórum syst- kinahópi og vandist snemma mikilli vinnu. Haustið 1928 tók héraðsskólinn á .Laugarvatni til starfa. Með bygg- ingu hans opnaðist fjölmörgum ung- lingum leið til mennta. sem annars hefði verið lokuð. Höfðu Sunnlend- ingar verið að láta sig dreyma um slikan skóla undanfarna áratugi, en ekki orðið úr framkvæmdum meðal annars vegna þess, að þeir gátu ekki komið sér saman um hvar skólinn ætti að vera. Árnesingar fjölmenntu i skólann strax i upphafi og hafa gert til þessa dags. Hermann lauk prófi frá Laugar- vatnsskólanum eftir tveggja vetra nám vorið 1933. Á þeim árum mun hugur hans hafa staðið til frekara náms, enda var hann prýðilegur námsmaður, en úr framkvæmdum varð ekki. Næstu árin vann hann á búi foreldra sinna á sumrin en stundaði sjómennsku að vetrinum. Haustið 1939 fór hann i bændaskólann á Hólum og settist i eldri deild og lauk burtfarar- prófi um. vorið. Kona Hermanns er Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Háakoti i Fljótum Foreldrar hennar voru Jóhann Bene- diktsson bóndi þar og kona hans Sigriður Jónsdóttir. Ingibjörg er kona mikillar gerðar, sem hefur staðið við hlið manns sins af skörungskap. Börn þeirra eru: Sigurður iðnaðarmaður á Selfossi, kvæntur Báru Oddsteinsdóttur Kristin, gift Vil- mundi Jónssyni bónda i Skeiðháholti, Guðrún, gift Hjalta Arnasyni i Galta- felli. Sigriður Maria, gift Helga Bjarnasyni verkfræðingi frá Selfossi, Hildur gift, Kristján Guðmundssyni skipasmið i Reykjavik. Hermann og Ingibjörg giftu sig vorið 1941. Jarðnæði lá ekki á lausu á þeim árum. en Blesastaðir jörð, sem hafði möguleika til stórfelldrar ræktunar. Foreldrar Hermanns höfðu búið stóru búi. en nú voru börn þeirra uppkomin og þau vildu fara að hafa minna um sig. Þá varð það að ráði hjá Guðmundi á Blesastöðum að skipta jörðinni vorið 1941. Sama vorið byrjaði Magnús sonur hans einnig búskap. Fengu þeir Hermann og Magnús sinn þriðjunginn hvor af jörðinni en Guðmundur hafði einn sjálfur og bjó hann á honum til dauðadags. Hermann varð að byggja frá grunni yfir fólk og fénað. að visu var hann nokkur fyrstu árin með heimili sitt i ibúðarhúsi foreldra sinna en þau byggðu vandað stórhýsi 1934. A þessum árum hefðu nýbýlastofnun vart komið til greina, ef aðstoð rikis- valdsins samkvæmt nýbýlalögunum frá 1936 hefði ekki komið til. Framhald á 7. siðu. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.