Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1974, Blaðsíða 8
Ásgeir L. Jónsson
vatns virk j af ræðingur
Fæddur 2. nóvember 1894
Dáinn 13. aprfl 1974
Þess vildi ég óska, að maður kæmi i
manns stað við fráfall Ásgeirs L. Jóns-
sonar —nýr maður, er fyllti von bráð-
ar sæti hans með þjóðinni! Þó að Ás-
geir hefði sig sjaldan mikið i frammi,
var hann mannkostum gæddur, sem
gerðu það að verkum, að áreiðanlega
var munur að þvi mannsliðinu með
ekki fjölmennari þjóð. Hann var meira
að segja fágætur. Hann átti og kyn til
sllks, þó að litt lfktist hann föður sinum
nema 1 þvi að vera vel gefinn og góður
drengur.
Faðir Ásgeirs var Jón Ásgeirsson
bóndi á Þingeyrum, alkunnur hesta-
maður og hagyrðingur, en faðir Jóns
var Asgeir alþingismaður og stórbóndi
á Þingeyrum — sá, er steinkirkjuna
reisti þar. Fleiri voru þeir frændur
afburöamenn á ýmsa grein. Ásgeir L.
fæddist á Þingeyrum, en ólst hins veg-
ar upp á merkisheimilinu að Sveins-
stööum i Þingi.
Hálfþritugur brautzt Ásgeir i það þá
búfræðingur frá Hólum, að flytjast til
Þýzkalands til námsdvalar, en fluttist
svo aftur til tslands, árið 1922 sem út-
lærður vatnsvirkjafræðingur. Hér
gekk hann i þjónustu Búnaðarféiags
Islands og fór, eftir þvi sem áratugirn-
ir liðu, um mestallt landið á vegum
starfsins — en það fólst einkum i þvi
að skipuleggja þurrkun lands til rækt-
unar. Mun það einmælt, að Ásgeir hafi
verið hinn nýtasti i starfi, enda maður
tiltakanlega nákvæmur og alla vega
samvizkusamur, hið bezta lærður i
sinni starfsgrein, þýður i samstarfi og
umgengni og þó fastheldinn á góð mál-
efni ef þvi var að skipta, enda skýr i
hugsun.
Ásgeir var maður áhugasamur um
almenn mál — stjórnmál, bókmenntir
o.s.frv., — eldheitur elskhugi „fornra
dyggða” og mjög snjall i framsetningu
sinna sjónarmiða. Hann las mikið og
margt, skrifaði ósjaldan i blöð og
talaði stundum I útvarp. Eina útvarps-
ræðu heyrði ég til hans fyrir nokkrum
árum um þjóðmál almennt, er mér
fannst einhver bezta ræða, sem ég
haföi heyrt.
Asgeir eltist vel, enda iðkaði hann
8
leikfimi og sund alla sina tið og vann
útistörf öll sumur. Samt náði hin
skæða norn, kransæðastiflan taki á
honum fyrir nokkrum árum, og þó að
honum tækist með lækna hjálp að
bægja henni frá sér, hafði hún leynitak
á honum og lagði hann að velli, er hann
uggði ekki að sér.
Við Asgeir vorum svilar — ákaflega
vel kvæntir báðir, dætrum merkis-
hjónanna Vigfúsar og Sigriðar á Flögu
i Skaftártungu Asgeir reyndist okkur
Guðriði sannur vinur — auk þess hinn
skemmtilegasti félagi, gáfna, mennt-
unar og snjallleika vegna. Tækifæris-
ræðumaður var hann mjög góður,
söngelskur.
Asgeir var tvikvæntur. Fyrri konu
sina Onnu Geirsdóttur frá Múla i
Biskupstungum, missti hann árið 1933
eftir átta ára sambúð. Eignuðust þau
þrjá sonu: Jón Geir Geir Jón og Torfa
Tveir hinir siðastnefndu hafa kvænzt
og eignazt börn. Árið 1937 kvæntist As-
geir Ágústu Vigfúsdóttur. Með henni
eignaðist hann og þrjú börn: Ólaf, Sig-
riöi og Vigfús. Þau eru öll gift og eiga
börn. Með Ágústu eignaðist Ásgeir enn
fremur tvær stjúpdætur. Matthildi og
Olöfu, frá fyrra hjónabandi Agústu við
Ólaf Halldórsson bónda og kaupmann i
Vfk i Mýrdal. (Hann dó eftir fimm ára
hjónaband).—
Ég spurði, eftir andlát Asgeirs, einn
af samstarfsmönnum hans við
Búnaðarfélag Islands, hvað honum
fyndist hafa auðkennt Asgeir einna
helzt. „Það, hvað hann var dyggur,”
var svarið.
Sannindi þessa svars komu eftir-
minnilega i ljós siðasta daginn, sem
Asgeir lifði. Þá var hann austur á Siðu
og hafði verið að veiða silung að gamni
sinu. Hann og förunautar hans voru
staddir i túni, er Asgeir fann iskyggi-
lega til fyrir hjartanu. Förunauturinn
vildi ná á bil til að aka honum heim að
bænum, en það vildi Asgeir ekki — gat
ekki hugsað sér að misþyrma túninu,
sem þá var gegndrepa af bleytu. Hann
lét fötunautinn styðja sig þennan
örlagaþrungna spöl.
1 aprilmánuði 1974.
Björn O. Björnsson.
f
Það var á miðju sumri 1922,- að
flokkur ungra manna vann að mæling-
um iFlóaáveitunni.Mikiltiðindi voru i
vændum,fannstokkur.Nýrmaður var
væntanlegur hvern dag til að taka við
forystu flokksins, og við kviðum hálf-
gert fyrir. Og svo kom hann einn fagr-
an sólskinsdag. Þá sá ég fyrst Asgeir
L. Jónsson vatnsvirkjafræðing. Kynni
min af honum hafa verið löng og góð.
Það var sólskin, þegar hann kom, og
mér finnst sólskinið alltaf hafa fylgt
honum. Okkur, ungu mönnunum i
Flóaáveitunni, féll undir eins vel við
hann. Hann var ungur eins og við, en
traustur og kunnáttusamur, enda ný-
kominn frá námi i Þýzkalandi og búinn
að afla sér staðgóðrar þekkingar i
sinni grein. Hann var snar i snúning-
um, verkhygginn og kappsfullur. Ég
segi ekki, að hann hafi verið vinnu-
harður, en hann vildi láta verkið
ganga, og það var ekki alltaf verið að.
lita á klukkuna. Okkur fannst undir
eins gott að starfa undir stjórn hans.
Hann var lika yndislegur félagi, hress
og kátur og söngvinn vel. Það var
glaður hópur, sem vann saman þetta
sumar. Dýrlegir dagar, bjartir i
endurminningunni. Þarna bundumst
við Asgeir L. Jónsson þeim böndum
iFramhald á bls. 7
islendingaþættir