Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1974, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1974, Blaðsíða 2
smiðanámi á Selfossi, og á þessum árum stofnuðu ungu hjónin yndislega heimilið sitt að Reynivöllum 6. Að Reynivöllum 6bjuggu þau, þar til lifs- vegur skildi leiðir. Þar eignuðust þau börnin Ragnheiði, sem er gift Páli Imsland menntaskólakennara, og Pétur, velstjóra á Búrfelli, sem er kvæntur Guðrúnu Árnadóttur. Er Kristján hafði lokið námi vann hann lengi að húsasmiðum á Selfossi og i nágrenni og einnig I Reykjavik. Frá árinu 1963 var hann verkstjóri Selfoss- hrepps, meðan heilsa og kraftar entust. Hvar sem Kristján fór, ávann hann sér traust og vinsældir vegna mikilla mannkosta og margvislegra góðra starfa i þágu umhverfis sins. Hann skildi vel skin og skugga islenzks þjóð- lifs, og tók þvi mikinn þátt i straumi sinnar tiðar. Margt það bezta i fari is- lenzks sveitafólks hafði mótað skap- gerð hans allt frá barnæsku. Kristján var frjálshuga og félagshyggjumaður mikill, orðfimur og rökvis ræðumaður. Nutu þess margir að hlýða á hnit- miðaðar tækifærisræður hans og aðr- ar lengri, er hann vann að félagsmál- um ýmsum. Ég minnist þess, er hann djarfhuga, ungur piltur flutti sina fyrstu ræðu i Reykholtsskóla, en hann var nemandi þar árin 1937-1939. Það lýsti vel dómgreind hans, þegar hiti færðist I umræður og andmælendur áttu f hlut, hve vel hann hagaði orðum sinum, að viðmælendur kvöddust jafnan vinir að betri, þótt hvorugur hefði látið sinn hlut. Kristján var mannþekkjari mikill, minnugur á skemmtileg tilsvör, sér- einkenni manna, lifs og liðinna, kunni mikið lausavisna og ljóða og var mjög fundvis að krydda sögu sina þannig, sem velþegnum ábæti, þegar við átti. Hann stóð framarlega i hópi þeirra, er hiklaust vörðu málstað hinna smáu og veikari i lifsbaráttu þjóðfélagsins. Kaus þá helzt sár að græða, eignaðist marga vini, og margir sóttu hann heim. í húsi þeirra hjóna, að Reynivöllum 6, fannst mér ávallt hátið rikja. Þar var gott að dvelja. Þar varð ég stór i smæð minni og rfkur I fátækt minni vegna raunsæisskilnings og hollráða þeirra góðu hjóna, sem lengi mun minnst og þakkað. Þótt vetrarsnjór væri á rúðu og hjarn risti svörð, er mig bar að garði, fann ég aðeins sumaryl og hjartahlýju. Kristján var ástvinur islenzkrar náttúru, naut ferðalaga um dreifðar byggðir. Minni hafði hann frábært, þekkti viða til og var hinn ánægjuleg- asti ferðafélagi. En fyrst og fremst var lif hans helgað starfi. Auður var ekki i garði, en samhent fjölskylda hafði skapað þann unaðsreit, sem var þeim mun meira virði, að hvert sem litið var sáust aðeins eigin handaverk þeirra hjóna. Þótt nú hafi hljóðnað i þeim góða garði, lifir minningin um góðan dreng, sem allir sakna, er honum kynntust. Búmannseðlið var ávallt ofarlega i huga frænda mins, var hann þvi góður fulltrúi dalabyggða og dreifbýlisfólks. Hefði hann þvi gjarnan tekið undir með ljóðlinúm þessum: ,,Ef ég vildi yrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð.” Kristján frændi minn hafði ekki hátt um innri trú sina, en mun hafa haft ákveðna skoðun i þeim málum. Þess vegna vona ég, að hann gangi nú um bjarta vegi, þar sem dagsbrún skin, og góðar vættir lýsi vegferð nýja. A kveðjustund er mér ljúft og skylt að vekja athygli á þvi, hversu mikil hetja Sigriður kona Kristjáns var til hinztu stundar við sjúkrarúm hans. Fyrir hönd állra aðstandenda eru þér færöar alúðarþakkir, kæra Sigga min, fyrir þann styrk, er þú veittir, en þú barst harminn i hljóði. Ég sendi þér, kæra Sigriður að Reynivöllum 6, börnunum þinum, Ragnheiði og Pétri, svo og skyldmenn- um öllum alúðarfyllstu samúðar- kveðju mina. Vertu sæll kæri frændi. Hafðu þökk fyrir öll þin spor. Það bezta, sem fellur öðrum I arf, er endurminning um göfugt starf. Reykjavfk 23. júli 1974 Ólafur Jóhannesson frá Svínhóli. f Ég vil með nokkrum linum minnast vinar mins Kristjáns Finnbogasonar, verkstjóra, Selfosshrepps, sem lézt hinn 17 júli s.l. eftir langa vanheilsu. Kristján fæddist I Hítardal i Mýra- sýslu hinn 8. april 1918, og ólst þar upp hjá foreldrum sinum i stórum syst- kinahópi, en þau systkini munu hafa verið 12 að tölu, 11 bræður og ein systir. Kynni okkar Kristjáns hófust fljót- lega eftir að hann settist að hér á Sel- fossi, en hingað flutti hann árið 1945. og stundaði þá húsasmiðar og lengi siðan, eða allt þar til hann rést sem verkstjóri hjá Selfosshreppi snemma árs 1962. Kristján hafði lokið húsasmiðanámi hjá Kristjáni heitnum Ólafssyni, Húsi meistara og bónda i Bár, tengdaförður sinum. Þau urðu æði mörg húsin hér á Sel- fossi, sem Kristján Finnbogason stóð fyrir smiði á, og öll þau verk lofa meistara sinn. Ég var svo lánsamur að fá hann til þess að byggja ibúðarhús mitt hér á Selfossi, og er honum þakklátur fyrir það verk, eins og önnur, sem hann vann, og ég var við riðinn, en þau eru býsna mörg. Þar sem Kristján fór var enginn meðalmaður á ferð, og hlaut þvi að verða eftir honum tekið Hann var mjög glaðlyndur og ræðinn vel, og átti hann mjög gott með að blanda geði sinu við aðra. Kynntist hann þvi mönnum fljótt og átti fjölda kunningja. Hann var mikill félagshyggjumaður og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom Mjög vel var hann máli farinn og ófeiminn að láta meiningu sina i ljósi, jafnt i viðræðum við menn, sem á mál- fundum, og talaði hann þá enga tæpi- tungu Hann var hugmyndagóður og frjór vesl, og lagði gott til mála þar sem þvi var við komið, og er skaði mikill að þvi, að hann hafði ekki þá aðstöðu i lifinu, að öllu leyti, að hinir fjöl- skrúðugu hæfileikar hans nytu sin, svo sem vert hefði verið Kristján heitinn var einlægur samvinnumaður i þess orðs vfðustu merkingu, og giaddist innilega yfir þvi þegar samvinnustefnunni og samvinu- félögunum vegnaði vel. Það var mikið happ fyrir Selfossbúa, þegar Kristján réðst sem verkstjóri til Selfosshrepps árið 1962. Selfosshreppur var þá i örum vexti, og hefir lengst af verið siðan, og var þvi mjög þýðinarmikil verk að vinna þá og æ siðan. Þvi var ómetanlegt að fá þá þennan góða og verkhyggna mann til þess aðstanda fyrir verkum á vegum sveitarfélagsins, og verður það seint metið svo, sem vert er. Ég leyfi mér fyrir hönd ibúanna i Selfosshreppi að þakka kristjáni fyrir verk hans i þágu okkar, þau verk hans hafa verið mjög misjöfn, og ekki öll þess eðlis, að fólk hafi haft vit á að meta þau svo sem vert hefði verið, og ég fullyrði að við eigum honum miklar þakkir að gjalda fyrir þann tima, sem hann fórnaði okkur af ævi sinni. Þar er mikill skaði þegar svo mikil- hæfir menn sem Kristján var falla langt fyrir aldur fram. Það virðist svo sem mannkynið megi sizt við þvi, að missa slíka menn, en sagt er, að þeir sem guðirnir elska islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.