Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1975, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1975, Blaðsíða 3
hyggindum og einstökum dugnaði tókst að vinna stórvirki i ræktun og hiísabótum. Karl og Sigurveig munu hafa verið með þeim fyrri i sinni sveit, sem tókstaðkoma upp ágætúm húsum yfir búféð og góðu ibúðarhúsi. Það var átak og sigur á þessum árum fyrir hvem þann, sem tókst að komast úr moldarbænum i ibúðarhús úr betra efni. Mesta alúð lagði Karl við ræktunina. öryggi i fóðuröfluninni taldi hann undirstöðu búskaparins. Svo er það eftirtektarvert — og e.t.v. eftirbreytnivert, að þegar Karl i Tungu hafði náð þvi stigi i ræktun, að vera öruggur um nægan fóðurforða fyrir búfé sitt, og hafði aflað sér ve'la- kosts, aðeins hæfilega mikils til nýt- ingar ræktarlandsins, þá hægði hann á sér við uppbygginguna. Það greip hann aldrei neitt „tæknivæðingaræði” ef svo má segja. Liklega væri betra að orða þetta þannig: Hann tók þá tækni i sina þjónustu, sem þörf var fyrir, en hann gekk sjálfur aldrei f þjónustu tækninnar. Kannski er hér ekki nógu ljóst talað, en það sem ég á við með þessu er, að e.t.v. er það til mikillar fyrirmyndar, að taka tækni f þjónustu sina, aðeins f hófi, en ryðjast ekki áfram i sifellt aukinni vélvæðingu og kostnaðar- samri afkastaaukningu, þvi með þvi veröa menn auðveldlega of háðir tækninni. Menn verða þá að þjónum tækninnar i stað þess að láta hana þjóna sér. Um slikt eru of mörg dæmi bæði i landbúnaði og öðrum atvinnu- greinum. Þannig gæti dæmi Karls i Hafra- fellstungu e.t.v. verið til fyrirmyndar á landsmælikvarða. Karl varlengstaf talinn vel efnaður, enda reyndist hann fær um að rétta hjálparhönd svo um munaöi, þegar á þurfti aðhalda. Nokkur dæmi veit ég þess, að hann hjálpaði fólki, bæði um hey og mat ogpeninga, án þess að hafa ihuga endurgjöld. En þess háttar vildi hann halda stranglega leyndu. A siðari árum átti hann talsverða peningaeign. Hann hefði getað tryggt verðgildi þess fjár með ýmsum hætti, og var það vel ljóst, en hann hafði ekki áhuga á þvi. Hann vildi heldur geta hlaupiö undir bagga með nágranna eða kunningja, ef á þurfti að halda. Þó þannig, aö litið bæri á. Karl var ekki uppnæmur fyrir ný- tizku bókmenntum, og ekki fyrir tizku- straumum yfirleitt. Hann hafði yndi af tslendingasögunum, kvæðum og rim- um, enda skáldskaparhneigö i ættum hans. Hann var albróðir Benedikts skáld-bónda i Sandfellshaga. Þó fáskiptinn væri á yfirborði, var Karl i rauninni glaðsinna félagi i islendingaþættir ■m Einar Jóhannson bóndi Geithellum Einar á Geithellum, eins og hann brautryðjandi i sinni sveit á mörgum var alltaf kallaður af kunnugum lézt skyndilega á Fjórðungssjúkrahúsinu i Neskaupsstað 24. mai s.l. 69 ára. Ég gat ekki komið þvi við að vera við jaröarför hans, sem fór fram frá Hofs- kirkju i Alftafirði, laugardaginn 31. mai, að viðstöddu fjölmenni. Ég vil þvi minnast þessa ágæta manns með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust er ég kom til starfa á Djúpavogi 1947. Við umgengumst þvi hvor annan I 20 ár og er margs að minnast frá þeim tima. Einar var fæddur á Geithellum I Alftafirði. Geithellur er stórbýli og liggja I þjóðbraut. Einar vandist þvi gestakomum og eftir að hann tók sjálf- ur við búi þar hélzt svo áfram, að gestakomur voru miklar á Geithellum. Einar var óvenjulegur maður heim að sækja. Hann var léttur i lund, hafði gaman af smá skopi og ertni og hafði einstakt lag á að láta mönnum liða vel I návist sinni. Margur vegfarandi man eflausteftir þessum orðum hjá Einari: „Blessaður komdu inn og kjaftaðu við mig.” Eða: „Komdu inn og fáðu þér kaffi”. Þessar tiltektir hans komu þó oft konu hans ekki sérstaklega vel, þvi á stórum og mannmörgum heimilum er við margt annað að sýsla en að taka á móti gestum allan daginn. En alltaf var sömu ljúfmennskunni að mæta hjá hans ágætu konu, Laufeyju Karlsdótt- ur, sem uppalin er á Búlandsnesi við Djúpavog. Þau eignuöust 8 börn, þau eru nú flest gift og dreifð um landið, en tveir synir þeirra eru búsettir i Alftafirði, á Geithellum og á Blábjörgum, nýbýli úr landi þeirra. Einar var mikill félagshyggju- og framfaramaður. Ég held að á engan sé hallaö þótt sagt sé.að hann hafi veriö þröngum hópi góðkunningja og hafði gaman af hóflegri glaðningu góðra veiga. Atti þá til að gripa til stemm- unnar og kveða við raust. Eins og áöur segir þótti búskapur hans til fyrirmyndar, enda var hann heiðraður með riddarakrossi fálka- orðu fyrir afrek og forystu á sviði landbúnaðar. sviðum. Hann var aldrei fjáður maður, en hafði ótrúlegt lag á þvi að koma ýmsum áhugamálum slnum áfram i sambandi við kaup á nýjum vélum, byggingum og ræktun. Sveit- ungar hans nutu góðs af þessu. Þvi aö margir komu á eftir, fyrr en ella, vegna frumkvæðis hans. Einar var einlægur samvinnumaður Hann fylgdi máium eftir sinni sannfæringu, en ekki til þess að þóknast öðrum eða fjöldan- um. Hann var I mörg ár deildarstjóri K.B.F. á Djúpavogi og sat flesta aðal- fundi þessjá meðan ég veitti félaginu forstöðu. Hann hélt ekki langar ræður I ræðuformi, en var þvi gleggri og rök- fastari á tveggja manna tali. Deildar- fundir kaupfélagsins voru oftast haldnir heima hjá deildarstjóra. Ég minnist fundanna heima hjá Einari, fyrir málefnalegar umræður og svo aftur skemmtilegra samræðn^ undir kaffidrykkju hjá hans ágætu konu I lokin. Einar þurfti oft að bregða sér á milli bæja, með póst eða þá að skjóta manni. Hann var alls staðar velkom- inn gestur sökum glaðværðar sinnar og bjartsýni. Slikir menn eru þarfir i fámennum byggðarlögum. Þeir lifga upp á hversdagsleikann og hressa menn andlega og treysta þá I trú sinni á landið, sem þeir eru að erja og þau störf, sem þeir eru að fást við I það og þaö skiptiö. Ég þakka Einari langa og góða við-. kynningu um leið og ég votta eftirlif- andi konu hans og börnum innilega samúð. Ég sendi sveitinni hans kæru, Alftafirðinum, samúðarkveðjur, þvi ég veit að hún hefur misst einn sinna beztu sona. Blessuð sé minning þin. Þorsteinn Sveinsson. Sigurveig og Karl i Hafrafellstungu áttu mikinn þátt i að móta það svipmót myndarskapar, sem rikjandi hefur verið I hinni fögru Axarfjarðartyggð megin hluta þess tima, sem liöinn er af tuttugustu öldinni. Þökk sé þeim og heiður. > *10-4stján Friðriksson. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.