Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1975, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1975, Blaðsíða 8
80 ára Þorsteinn Guðmundsson Reynivöllum Þorsteinn heitir hann — Guömunds- son er hann — Steini hefur hann alltaf verið kallaður, og svo mun ég gera i þessum afmælisorðum, sem ég segi um hann. Steini er fæddur á Skálafelli i Borg- arhafnarhreppi 29. jíili 1895. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Sigurðs- son frá Borg á Mýrum, og Sigriður Aradóttirfrá Reynivöllum Suðursveit. Bhskap sinn hófu þau á Borg en fluttu brátt að Heinabergi á Mýrum árið 1889. Þar bjuggu þau til 1892, er þau fluttu á eystri bæinn á Skálafelli i Suðursveit og bjuggu þar til 1909, er þau hættu búskap. Voru á ýmsum stöðum eftir það, en lengst mun dvöl þeirra hafa verið hjá Jóhönnu dóttur þeirra, og Jóns Magnússonar manns hennar á Selbakka, Mýrum, eftir að þau giftust 1913. A Selbakka andaðist Guðmundur 14. desember 1916, tæpra 58 ára, en Sigriður fluttist með þeim hjónum Jóhönnu og Jóni að Höskuldsstöðum i Breiðdal 1924-25, er þau keyptu þá jörð. Þar andaðist hún 27. janúar 1938, sjötiu og átta ára að aldri. Búskapur þeirra Sigriðar og Guðmundar var farsæll á Skálafelii. Að visu voru efnin aldrei mikil, en vel á öllu haldið. Snyrtimennska og góð umgengni i. hvivetna var þeim i blóð borin, lýsti það sér i allri umgengni, bæði innan bæjar og utan, klæðnaði barnanna og öllum matartilbúningi. Þau eignuðust ellefu börn sem á legg komust, sex syni og fimm dætur. Þessi systkin voru öll vel gefin, höfðu góða greind og hag- ar hendur, frá þeim er mikill ættbogi kominn. Niu til tiu ára fór Steini að Reynivöllum til Eyjólfs, hreppstjóra Runólfssonar og Stefáns Jónssonar, sem bjuggu þar félagsbúskap.. A Reynivöllum var Steini fram yfir fermingaraldur. Siðan gerðist hann vinnumaður á ýmsum bæjum i Suður- sveit fram yfir 1920 en lengst hjá Þor steini Arasyni móðurbróöur sinum. 1921 breytir Steini til og fór að stunda sjómennsku á Hornafirði, ýmist á vél- bátum eða skútum. 1924 réðst hann til Jóhanns Hanssonar i Seyðisfirði til vélsmiðanáms, en það nám var styttra en ætlað var, af þvi sem nú greinir. Stuttu fyrir jólin 1924 var Þorsteinn Arason á Reynivöllum i fjárleit í svokölluðu Þverárfjalli nokkuð fyrir norðvestan bæinn. Snjóflóð hafði hlaupið á hann og fært hann með sér niður i Fellsgljúfur, þar sem Fellsá rennur eftir, með þeim afleiðingum, að Þorsteinn beið bana. Þegar svona var komið skrifaði ekkja Þorsteins Arasonar Steina til Seyðisfjarðar og bað hann að taka við bústjórn á Reyni- völlum, næsta vor 1925. Nú var Steini i vanda staddur, vélsmiðanámið annars vegar, en bústjórn á Reynivóllum hins vegar. Reynivallaheimilið var honum kært, það hafði ávallt fallið vel á með þeim nöfnum, og Þorsteinn Arason metið hann mikils. Nú skyldi ekki bregðast honum þó látinn væri, ef hann gæti unnið heimilinu hans, sem var, eitthvert gagn. Skrifaði Steini þvi ekkjunni, Elinu Jónsdóttur og lofaði að koma til hennar með vorinu. Vorið 1925 tók Steini við bústjorn á Reynivöllum (Efrabæ).Brátt hóf hann þar umbætur i samráði við húsmóður sina og Sigurjón son hennar, sem nú var að komast á þroskaskeið. Heimilið var fremur efnalega vel stætt, og þvi hægt að verja nokkrum krónum til framkvæmda. Peningahús voru reist, heygeymslur auknar og ræktun túns færð út, gamla túnið með viðaukum girt og rafstöð til heimilisnota (ljósa og suðu) sett upp með orkugjafa frá bæjarlæknum árið 1927. Þetta geröist á fyrstu búskaparárum Steina á Reynivöllum, hafði hann forustu og átti frumkvæði að þeim. Tuttugasta og þriðja júli 1927 voru þau Steini og Anelli Þorsteinsdóttir Arasonar gefin saman i hjónaband, tók hún við bústjórn innanstokks upp úr þvi af móður sinni. Þegar hér var komið skipti Elin fénaði sinum milli barna sinna Sigur- jóns og Anelli, en hélt sjálf fáum kind- um á sinu nafni. Úr þessu ráku þeir mágarnir Steini og Sigurjón búið i félagi i góðu samstarfi, en Steini haföi fremur verkstjórn á hendi og beitti sér meir fyrir framkvæmdum. Árið 1935-36 (ekki alveg viss) byggöu þeir mágar ibúðarhús úr steinsteypu, fjögur herbergi auk eldhúss og inngangs. Arið 1953 reif Steini gamla ibúöarhúsiö en byggðu þar nýtt hús (tvær hæðir) á sinu nafni úr steinsteypu. Var þá orðið gott húsrými á efra bænum á Reynivöllum fyrir tvær fjölskyldur. Umsjón yfir þessari byggingu hafði Steini, og vann þar mestu vandaverkin bæði úti og inni. Hann var vel verki farinn og gat lagt gjörva hönd á flest sem að hagleik lauk, enda kom það sér vel fyrir hans heimili og grannana, sem hann rétti oft hjálparhönd. Brátt var Steini kvaddur til þess að gegna ýmsum störfum fyrir sveit sina og hérað. Arið 1925 var hann kosinn i stjórn Búnaðarfélags Borgarfjarðarhrepps, ritari þess, var það þar hann flutti úr hreppnum 1962. Hreppstjóri Borgar- hafnarhrepps 1943 þar til hann flutti. 1 skólanefnd 1932-1962, og formaður siðustu árin. í sóknarnefnd og safnaðarfulltrúi 1935-1962. Formaður á áttæring við brimsandinn i Borgar- hafnarhreppi 1925-1943. Var þeim mönnum mikill vandi á höndum, sem höfðu þann starfa, það þurfti að vera glöggur bæði á veðurútlit og sjó, ef vel átti að fara. Steini var mjög heppinn formaður, og dró bátur hans „Vonin” oft mikinn afla á land. t stjórn Menningarfélags Austur-Skaftfellinga var Steini um tima. Formaður Skóg- ræktarfélags Austur-Skaftfellinga 1951 að það var stofnað og fram á siðustu ár. Hann fór tvær ferðir til Noregs i skógræktarerindum að kynna sér skógrækt þar. Hann hafði áhuga fyrir skógrækt, fékk marga Skaft- fellinga til að ganga i félagið. Sjá má merki frá hans stjórnartið á skógar- lundum á heimilum og einstaka stöðum i sveitunum lengra frá bæjum, iStaðarfelli i Suðursveit hefur sá skóg- ur dafnað þar vel. Vonandi að svo hafi viðar verið. Steini var einn af ellefu stofnendum UMF „Visis” 1912, og félagi þess siðan, formaöur i tvö ár, og einhver ár ritari. Þetta félag átti eftir að telja yfir sjötiu ársfélaga. Hann gekkst fyrir Framhald á bls. 7 8 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.