Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR l.augardagur S. uóv. 1975 — 39. tbl. 8. árg. No. 230. TIMANS Baldvin G. Jóhannsson Þann 24. júlí varð Baldvin Jóhanns- son, fyrrv. útibússtjóri á Dalvik, bráð- kvaddur, er hann var að hreinsa og fegra i kringum sumarbústað sinn, sem stendur. sunnan i Hrisahöfða skammt frá Dalvik. Þegar góður samferðamaður fellur frá, hljóta ýmsar minningar og atvik að leita á hugann, og þvi frekar sem kynningin hefur verið nánari og skemmtilegri. Eða svo fór mér við andlát Baldvins. Við áttum löngum margt saman að sælda. Hann var læri- sveinn minii, samfélagi, yfirboðari og margoft hjálparmaður. öll þessi samskipti leiddu til ein- lægrar vináttu, sem ekki bar skugga á, þó aö hann væri oftast veitandinn en ég þiggjandinn. Baldvin Gunnlaugur Jóhannsson var i þennan heim borinn 23. sept. 1901 að Ytra-Hvarfi i Svarfaðardal. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Jóhannsson og Guðlaug Baldvinsdóttir. Voru þau gagnmerk, greind og atorkusöm. Stóðu að þeim dugandi og rismiklar ættir, sem kunnar eru viðar en i Svar- faðardal. Ekki bjuggu foreldrar Baldvins lengi á Ytra-Hvarfi. Árið 1905 fluttu þau til Dalvikur og reistu þar hús, er nefndistSogn. Hóf Jóhann þar verzlun, sem hann rak um nokkurt skeið. En 1915 seldi hann Kaupfélagi Eyfirðinga húsið. Var það verzlunarhús útibús K.E.A. á Dalvik um mörg ár. En Jóhann byggði annað ibúðarhús, sem fjölskyldan fluttist f. Baldvin ólst upp hjá foreldrum sinum, ásamt tveim systrum og uppeldissystur, við býsna fjölbreytileg skilyrði. Faðir hans var umsvifamikill. Auk þess að stunda verzlun rak hann útgerð, átti tvo vél- báta samtimis og hafði smábúskap. Kynntist Baldvin þvi i æsku höfuðat- vinnuvegum landsmanna. Hlaut það að auka honum viðsýni og þekkingu, sem kom að góðu gagni i ævistarfi hans. Kom lika oftlega i ljós skilningur hans á börfum og nytsemi þessara starfsgreina og virtist báðum gert jafnhátt undir höfði og fylgzt með gengi þeirra af sama áhuga. Ekki veit ég hvort Baldvin naut ann- arrar fræðslu en i barnaskóla þar til hann hóf nám i Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Þar var hann þó aðeins einn vetur. Hafði hann þaróyndi nokkurt og fýsti ekki þangað aftur. Las hann heima einn vetur undir handleiðslu heimiliskennara. En 1923 fór hann i Samvinnuskólann og lauk þaðan prófi 1925 með góðum vitnisburði. Hafði skólastjórinn, Jónas frá Hriflu, mikið álit á Baldvin, og kann það að hafa valdið nokkru um, að hann var ráðinn á skrifstofu S.I.S. i Kaupmannahöfn. Dvaldi hann þar i tvö ár við góðan orðstir. Atti hann vafalaust kost á að vera þar lengur, en heimþrá og löngun til að inna af höndum störf hér heima réðu vali hans. Um það vitna bréf, sem ég á frá honum, skrifuð á þessum tima. Baldvin kom þvi heim til Dalvik- ur og vann að nokkru við útibú K.E.A. bar, en þá var faðir hans útibússtjóri. Sagði hann þvi starfi lausu 1927 og var Baldvin þá ráðinn útibússtjóri. Tók hann við stöðunni i ársbyrjun 1928, og gegndi henni yfir fjörutiu ár, og má það kallast býsna langur starfstimi. Baldvin kvæntist 1932 Stefaniu Jóns- dóttur frá Ártúni á Dalvik, sem er mikil afbragðskona, gjörvileg og mörgum kostum búin. Hefur hún verið traustur lifsförunautur og stutt mann sinn ihvivetna. Hin siðari ár hefir hún átt við nokkurt heilsuleysi að striða. En ekki hefur hún látið það beygja sig frekar en annað mótlæti, sem að hönd- um hefur borið. Þeim hjónum varð tveggja sona auðið, er hlutu nöfnin Guðjón og örn. Báðir luku þeir há- skólanámi, kvæntust og eiga afkom- endur. Fyrir fáum árum lézt Guðjón. Varð hann öllum, sem þekktu hann, harm- dauði. Foreldrar hans tóku þessu áfalli með stakri hugarró. Kunnugir vissu þó, að hér veittu örlögin sár, sem ekki mundi gróa til fulls. Á unglingsárum var Baldvin fjör- mikill og glaðvær, bráðsnöggur og við- bragðsfljótur. Hann var eftirsóttur félagi og safnaði um sig vinahópi. Hann lagði talsverða stund á iþróttir og varð þar vel fær, einkum i fimleik- um og knattspyrnu. Það var t.d. ánægjulegt að .sjá hann leika með knöttinn og veita athygli þeim léttleika

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.