Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Qupperneq 2

Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Qupperneq 2
og fimi, sem þar birtist. Og alla ævi var Baldvin svo röskur og frár, að meir liktist unglingi en rosknum manni. Þegar Baldvin var á barnsaldri var Ungmennafélag Svarfdæla stofnað. Hann gekk i það félag, þegar hann hafði aldur til. Reyndist hann ötull og ágætur félagsmaður, sem sparaði hvorki tima né krafta, þegar félagið þurfti á að halda. Hann gegndi margs konar störfum fyrir félagið, og var um eitt skeið formaður þess. Atti félagið vissulega hauka i'horni þar sem þau hjón Stefania og Baldvin voru. Félagið kaus þau heiðursfélaga sina fyrir all- mörgum árum. Eins og áður segir tók Baidvin við stjórn Utibús K.E.A. á Dalvik úr hendi föður sins. A þeim langa starfsferli Baldvins hafa miklar breytingar orðið á vegum útibúsins sem að likum lætur. Vörusalan hefur margfaldazt, bygg- ingar risið af grunni, nýjar greinar komið til sögu og þjónusta veitt, sem ekki þekktist áður. Auðvitað hafa allar framkvæmdir hvllt að verulegu leyti á herðum úti- bússtjórans, þó að Kaupfélag Eyfirð- inga væri bakhjarlinn og kostnaðarað- ilinn. Og eftir þvi sem umsetning og umsvif uxu eftir þvi varð daglegur rekstur útibúsins margbrotnari. Ótal vandamál hlutu að berja að dyrum, sem þurftu skjótra úrræða og gáfu engan tima til umhugsunar. Baldvin var eins og vera bar óragur að taka ákvarðanir og leysa vandann. Tókst það að minni hyggju oftast býsna vel, þó að liklegt sé, að ekki hafi ætið verið valið bézta ráðið. En slikt er jafnan álitamál. Baldvin lét sér annt um viðskipta- mennina. Hann reyndi aðráða fram úr vandkvæðum einstaklingsins með ým- iss konar fyrirgreiðslu og gætti hófs i kröfum til þeirra, sem stóðu hölium fæti efnalega, án þess að slaka um of á þeirri ábyrgð, sem réttmætt var að gera til hvers og eins. Og ekki mun úti- búið hafa orðið fyrir tjóni af þessum sökum, en Baldvin hlotið þakklæti og hlýhug þeirra, sem nutu hjálpsemi hans. Þegar Baldvin hætti útibússtjóra- starfinu var þeim hjónum haldið kaffi- samsæti og færðar smágjafir sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf og langa og ánægjulega sambúð. En þau fluttu þá til Reykjavikur. Baldvin var kallaður til ymissa op- inberra starfa. Hann sat i hrepps- nefnd, var formaður skólanefndar i nokkurár.t hans formannstið vareldri hluti barnaskólahússins á Dalvik byggður og jafnframt fyrsta húsið, sem reist var þar i þvi skyni að það yrði skólahús. Breytti það verulega 2 kennsluháttum á Dalvik. Þá var Bald- vin formaður Sparisjóðs Svarfdælinga langa tið. Enn má geta þess, að hann var formaður nefndar, sem sá um byggingu Dalvikurkirkju, og reyndist þar ötull og áhugasamur um að hrinda þvi máli i framkvæmd. Létu þau Stefania og Baldvin sér einkar annt um hag kirkjunnar og sýndu það ótvi- rætt i verki. Auk þessa sem hérer talið, tók Bald- vin þátt í margs konar félagsskap, svo sem Slysavarnarfélaginu, Lionsklúbb Dalvikur og fl. Var hann ávallt starfs- fús og þokkasæll félagi. Baldvin var kappsamur og mikill vinnugarpur, þegar þvi var að skipta. Stundum vann hann i skorpum óg tók sér hvíldir á milli. En ekki var það að hans skapi að láta verkefnin hlaðast upp. Vafalaust voru skyldustörfin oft þreytandiog áhyggjusöm. En Baldvin hélt sinni reisn prýðilega. Hann var alltaf snar og mjúkur i hreyfingum, léttur i lund og kátur, stundum jafnvel gáskafullur og lét þá fjúka gamanyrði, sem gátu hneykslað hótfyndið fólk, þó að mælt væri án allrar græsku. Ekki settist Baldvin i helgan stein, er hann lét af störfum hjá útibúinu, þá orðinn sjötugur. Stundaði hann eftir það verzlunarstörf i Reykjavik og vann fullan starfsdag fram til siðustu daga. Annars var það aldrei háttur hans að leggjast i hóglifi, þó að hann hefði fri. Tómstundum sinum varði hann á ýmsa lund. Fór á sjó og fiskaði, veiddi lax og silung i ám og geystist upp um fjöll á rjúpnaveiðar. Var hann oft fengsæll en mestu skipti ánægjan, sem hann hafði af þessum veiðiferð- um. Þá ferðaðist hann nokkuð, einkum innanlands. Hann átti talsvert af góð- um bókum og las mikið. Hafði hann gaman af að ræða um þær bækur, sem hann hafði nýiesið og honum þótti veigur i. Baldvin var ekki meðalmaður á hæð, en liðlega vaxinn og friður sýn- um, skemmtilegur félagi og vinsæll. Ekki var hann margmáll um sina einkahagi, tók mótlæti með karl- mennskuog æðrulaust. Hann var tals- veröurskapmaður, en hafði viðkvæma lund og stillti geði sinu i hóf. Sterkur þáttur í eöli hans var samúð með öðrum og hneigð til að veita þeim hjálp, sem áttu um sárt að binda. Hann var vinfastur, heiðarlegur og drengur góður. Á heimili hans rikti snyrtimennska, gestrisni, góðvild og rósemi, og átti Stefania, kona hans, þar sinn hlut að. Það var gott að búa i skjóli þeirra hjóna. Það reyndi ég þá vetur, er ég dvaldi á heimili þeirra. Þau hjón voru nýkomin til dvalar i sumarbústað sinum, þegar Baldvin var kvaddur í siðustu för þessa heims. ATHUGIÐ: Fólk er eindregið hvatt til þess að skila vélrituðum handritum að greinum í Islendingaþætti, þótt það sé ekki algjört skilyrði fyrir birtingu greinanna. Hann hné að moldu þeirrar sveitar, sem naut ævistarfs hans, og hann átti svo gildan þátt i framförum og upp- byggingu, sem skapað hefur ibúunum betra og þægilegra lif. Og hvergi held ég, að hann hafi fremur viljað hvila en við brjóst Svarfaðardals, sem hann unni af fölskvalausu þeli. Utför Baldvins var virðuleg og fjöl- menn og sýndi hve mikil itök hann átti á meðal Svarfdælinga og annarra, sem höfðu kynnzt honum. Að leiðarlokum er það eitt fyrir hendi að þakka látnum vini margs konar greiðasemi og hugljúfa sam- fylgd. Megi kærleikur guðs umvefja hann i nýrri veröld. Ég votta Stefaniu konu hans og öðr- um ástvinum innilegustu samúð. Helgi Simonarson islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.