Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Side 4
Svanur Sigurðsson Breiðdalsvík Kæddur 17. sept. 1929. I)áinn 11. sept. 1975. Agndofa stari ég út yfir haf i endalaust stjarnhvelið bjarta. Haustsólin skráir þar skirt sinn staf, skuggar fjallanna svart mynda traf sorgar, er sviöur i hjarta Það dimmir og kólnar, það kveldar i sveit, það klökknar i vorum sálum, þvi blóðtaka slik er harmsár og heit, hún holsærir þegna i fámennum reit — dökknar oe dimmir i álum. Við þökkum af alhug þin ágætu störf, er áttirðu hérna við sæinn. Tvillaust með vissu þeirra var þörf, þá urðu i plássinu timahvörf atvinna innleidd i bæinn. Nú hefurðu lagt frá landi á ný og llklega sjóvegu haldið. Astvina kveðja úr hlaði er hlý,en hryggðin i brjósti er þung sem blý. Hver stjórnar — hvers er valdið? En reynt skal þó samt bera höfuðið hátt, það hefðirðu viljað sjálfur. Þú áttir kjarkinn um koldimma nátt, er knörrinn þinn sigldi um hafið brátt — en heima var muni hálfur. — A ný kemur sumar og ár eftir ár elfur dægranna streymir. Timinn læknar lifenda sár, að lokum þerrast saknaðartár, — en mannshjartað minningar geymir. f Þann 19. sept. sl. var til moldar borinn að Heydölum Svanur Sigurðs- Svenni er farinn frá okkur, en hann skilur eftir ómetanleg áhrif og minn- ingar, sem aldrei glatast. Mestur er missirinn foreldrum hans og systkinum. Viö vottum þeim okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Sveins Gunn- arssonar. Bekkjarsystkin frá Laugarvatni. son, framkvæmdarstjóri Hellubæ. Hann var sonur hjónanna Jóhönnu Þorbjargar Sigurðardóttur og Sig- urðar Jónssonar bónda á Ösi i Breiðdal, fæddur þar og uppalinn. Var hann næst yngstur sjö systkina og þar sem ættfræðin er ofarlega I hugum margra Islendinga, má geta þess að Svanur var fimmti ættliður frá Jóni Steingrlmssyni, þeim mikla klerki. Svanur ólst upp bæði við landbú og. sjóáókn, en faðir hans stundaði tölu- vert sjó með búskapnum. Þar hafa Svani runnið i merg og blóð þau áhrif, er mótuðu ævistarf hans. Það hefur reynzt hollt veganesti og gæfurikt og á við langar skólagöngur með margvis- legu pappirsvafstri. Snemma beindist þó hugurinn að sjónum eingöngu, og 16 ára gamall heldur hann á sina fyrstu vertið til Sandgerðis. En svo var sjómennskan honum i blóð borin, að tæpra 18 ára hóf hann útgerð með bróöur sinum og fleiri. Keyptu þeir 14 lesta bát, er Vin- ur hét, og var Svanur þar formaður. Eins og allir vita, er sjósókn við ís- landsstrendur viðsjál, og var það ekki slður, er skipin voru minni og verr bú- in. Strax kom I ljós, að Svanur var sjó- maður og stjórnari góður, enda átti hann ekki langt að sækja það, þar eð Siguröur faðir hans þótti afbragðs sjó- maður. Kannski hafa sjromannshæfi- leikar Svans aldrei komið betur fram heldur en þegarskipverjar á Vini lentu I vélarbilun og hrakningum út af og i Berufirði snemma vetrar 1948. Þá braát honum ekki kjarkur né úrræði, þótt ungur væri. Eru þeir atburðir fólki enn i fersku minni. Frásögn af at- burði þessum er I bókinni Þrautgóðir á raunastund IV. bindi. Veturinn 1947 lauk Svanur vélstjóra- námskeiði hjá Fiskifélagi Islands, og ári siðar hóf hann nám i Stýrimanna- skólanum og lauk fiskimannaprófi vorið 1950. En útþráin blundaði i Svani, frá fyrstu tið, sem fleiri ungum Islendingum. Lauk hann þvi far- mannaprófi vorið 1953. Arið 1951 reðst hann til skipadeildar SIS. Starfaði hann sem háseti, stýrimaður og siðar skipátjóri á skipum Sambandsins til ársins 1959. A þeim árum sigldi hann til margra og ólikra landa, m.a. var hann I Suður-Amerikusiglingum stanzlaust um 7 mánaða skeið á Jökul- fellinu. Fer ekkert á milli máia, að farmennskan gerði Svan viðsýnan á mörgum sviðum atvinnulifsins, sem siðar kom honum i góðar þarfir. „Hö.mmersú taug, er rekka dregur, fööurtúna til”. Haustið 1959, en þá var Svanur heimilisfastur i Reykjavik og átti þar ibúð, ákvað hann að flytja austur á Breiðdalsvik og hefja þaðan sjósókn á ný. Þarf ekki að fjöiyrða um það, að þeir sem til þekktu, töldu þetta algert gönuskeið og glæfraspil. Að hætta öruggu starfi hjá skipadeild SIS og setjast að á hjara veraldar, þar er bjuggu um 80 manns i frumstæðu plássi, var tæpast eðlilegt. En Svanur var ákveðinn, og þar með hófst raunar siðasti kapituli lifsstarfs hans. Þar reisti hann heimili, Hellubæ, og þar andaðisthann svo undarlega snemma, aö mati okkar samferðamannanna, tæpra 46 ára að aldri. ErSvanur kom austur, tók hann við skipstjórn á m.b. Hafnarey SU 110, en báturinn var i eigu Hraðfrystihúss Breiðdælinga. Var Svanur með hann i tvö ár. En veturinn 1961 stofnar hann hlutafélagið Braga, kaupir gamlan 90 lestabátoghefurþar meðUtgerð. Með þann bát, Braga SU 210, er hann til haustsins 1963. 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.