Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Qupperneq 5

Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Qupperneq 5
Ariö 1962 gengst Svanur fyrir þvi, sem stjórnarformaður Hraðfrystihúss Breiðdælinga, en þvi starfi gegndi hann til dauðadags, ásamt Pétri bróð- ur sinum, sem er framkvæmdastjóri þess fyrirtækis, að láta byggja fyrir það nýtt stálskip, i Noregi. Og haustið 1963 hljóp það af stokkunum og hlaut nafniö Sigurður Jónsson SU 150, en það var föðurnafn þeirra bræðra. Var Svanur með þann bát i 4 ár og aflaði vel, og reyndist báturinn mesta happaskip i alla staði. Vorið 1967 fær Svanur svo nýtt skip fyrir sitt fyrirtæki. Það var tæplega 200 lestir, smiðað hjá Stálvik hf., og hlaut nafnið Hafdi's SU 24. Bát þann seldi hann er Hvalbakur hf. var stofn- aður. Jafnframt þeim bátakaupum hóf Svanur saltfiskverkun, fyrst með blautfisk, en síðar einnig fiskþurrkun. Er þessi starfsemi nú i tveim nýlegum húsum, og er þar tækjakostur góður. í ársbyrjun 1972 gekkst Svanur fyrir stofnun hlutafélagsins Hvalbaks. Var það sett á laggirnar i sambandi við kaup skuttogara. Voru hluthafar bæði af Breiðdalsvik og Stöðvarfirði. 1 þvi sambandi fór Svanur út til Japans að ganga frá þeim málum, og mátti segja, að allt vafstur, sem þannig um- svifum er samfara, hafi mest hvilt á hans herðum, enda gerðist Svanur framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Gegndi hann þvi' starfi til haustsins 1974, en þá réð hann nýjan fram- kvæmdastjóra til Hvalbaks, enda var Svanur þá orðinn alltof hlaðinn störf-, um. Þó var hann stjórnarformaður félagsins til dauðadags. Ariö 1970 tók Svanur við rekstri sild- arverksmiðjunnar á Breiðdalsvik, en hún varð gjaldþrota, er sildarævintýr- inu lauk, en Svanur hafði verið einn helztihvatamaðurað stofnun hennar á sinum tima. A sildarárunum réðst Svanur i sildarsöltun ásamt Pétri bróður sinum. Hét það fyrirtæki Gull- rún hf. Þeirri starfsemi lauk að sjálf- sögðu, er sildin hvarf. A þessu sést, að Svanur hafði mörg járn Ieldinum, var óþreytandi að drifa upp atvinnu i byggðarlaginu, fullur bjartsýni og trú á framtið Breiðdals. Hann hélt þvi' fram, að Breiðdalsvfk yrði staður framtiðarinnar, vegna legu sinnar, landrýmis og búsældar. Er ég þess fullviss, að þar hefur hann haft rétt fyrir sér, sá draumur á eftir að rætast, og þá hefur Svanur Sigurðs- son þegar lagt hornsteininn. Fyrir utan þau störf, er drepið hefur verið á, hlpðust fleiri störf á Svan, svo sem: formennska i Otvegsmannafé- lagi Austurlands og nefndarstörf á vegum sjávarútvegsins, i hafnarnefnd og fleiri nefndum á vegum Breiðdals- hrepps. Allt þetta tók tima, ekki sizt islendingaþættir landsfundir hjá LIO og samningafund- ir, er allir voru i Reykjavik á öllum tima árs. Eitt af mörgum áhugamálum Svans voru slysavarnir. Var honum mikið hjartans mál að efla þær i byggðarlag- inu,ogeyddihann tima og eigin fé i þvi skyni.Eflausthefðihann kosið að gera þar meira, en annir settu að honum skorður. Þó auðnaðist honum að láta reisa sæluhús á Breiðdalsheiði. Áf- henti Svanur það SVFl á aðalfundi félagsins 1972, sem gjöf frá sér og konu sinni, til minningar um son þeirra hjóna, er dó á barnsaldri. Er húsið kennt við drenginn og nefnist Stefáns- búð. Hér hefur verið stiklað á stóru, og ég veit, að þetta er einungis þurr upp- talning. Hún sýnir þó, hvað Svanur hefur lagt af mörkum i sögu byggðar á Breiðdalsvik. Við eigum honum allt gott að gjalda. Þann 2. okt. 1948 kvæntist Svanur eftirlifandi konu sinni, Hjördisi Stefánsdóttur, Carlssonar kaupmanns á Hóli i Stöðvarfirði. Þeim varð fjög- urra barna auðið: Stefán, er lézt árs- gamall,Rafn Svan, verksmiðjustjóri á Breiðdalsvik, Nanna Stefania nemi og Hafdis á barnsaldri. Eru þær systur i foreldrahúsum. Hjónaband þeirra Svans og Höddu var farsælt, heimilis- bragur með ágætum, hjónin samhent viö uppeldi barnanna. A þvi heimili var gott að dvelja og ánægjulegt að koma. Veitist fjölskyldunni styrkur nú. / — Orð, orð. Til hvers eru öll þessi orð, svört tákn á hvitum pappir, ýmist einsér eða raðað saman i mismunandi langar raðir, sem mynda að lokum setningar, málsgreinar, dálitinn póst um mann, er dvaldi hér meðal vor, en hefur nú lagt upp i ferðina, er vér öll eigum fyrir höndum. Hvað segja þessi orð og ártöl? Hvers megna þau, og hvern tilgang hafa þau? Ekki blása þau lifsanda i brjóst þess manns, sem þau fjalla um, ekki megna þau að sefa þá sorg, er hvilir yfir heimili hans og ástvinum, byggð hans og kunningjum. Nei, þau eru vanmáttug þess alls, — umkomulaus — óp undrandi manns, sem skilur ekki skapadóm almættis- ins, veikburða mótmæli gegn ráðstöf- un þess, eins konar neitun dóms, sem þó hefur verið fullnægt. A Islandi er mikið skrifað af minn- ingargreinum —kannskiof mikið. Þær eru tilraun til gagnsóknar f ókunnan heim, kannski tilraun til að sefa sorg, litill vottur stórrar þakkar, sem kannski kemur of seint — en þó vottur — vér getum ei meir. Ef minningar- greinar eru eitthvað annað og meira en orð, hafa einhvern tilgang, marka einhver spor, eru bitastæð i glaumi dagsins, eru brot i bautastein horfinn- ar samtiðar, þá á þessi grein fullan rétt á sér. Svanur Sigurðsson var Breiðdal lyftistöng með umsvifum sín- um, var einn af þeim fyrstu, er áræddi að hefjast handa utan 50 km segul- miðjunnar. Ég tel mig hafa þekkt Svan Sigurðs- son vel i' þess orðs fyllstu merkingu, eða eins og við teljum okkur þekkja fólk frá okkar bæjardyrum séð. Hann var hinn vörpulegasti á velli og vel farinn i andliti, jafnlyndur, glaðsinna yfirleitt,greiðvikinn með afbrigðum og drengur góður. Við unnum saman nokkur ár, mest úti á hinu sikvika hafi, þarsem veröldin er afskaplega litil, en þó ægistór og áttlaus stundum, nema þegar horfter á kompásinn. Ég treysti mér þvi til að standa við framan- skráða mynd gegnum þykkt og þunnt. Auðvitað átti hann sina mannlegu breyskleika, þar er ekki meining mi'n að gera hann að dýrlingi. En vegna þeirra og hins gagnstæða, var hann maður og það eru f'ögur sannindi, þegar úr hlaði er haldið. Hellubær hefur mikils misst. Kona hans og dætur hafa misst sitt dýrmæt- asta. Tengdamóðir hans og mágkona, er nýlega voru fluttar á heimilið, eiga um sárt að binda. Son hans, tengda- dóttur og litla sonardóttur hefur sorgin slegið. Vandamenn og vinir eru hljóðir og harmi lostnir. Breiðdalur hefur mikils misst. Það hvilir þögn yfir rönnum. Það skal engan undra, þegar maður á bezta aldri, maður athafna, bjartsýni og með trú á sitt byggðarlag, er fyrir- varalaust horfinn. Hann býður ékki lengur góðan daginn á götunni,hann rekur ekki lengur búmannsáhyggjurn- ar, sem sannur Islendingur, hann leys- ir ekki lengur vanda náungans, er hann vanhagar um bil eða kaðal- spotta. Nei, Breiðdalur er i sárum. byggðin drþpir I djúpri sorg. Það ema er vér getum sagt, og þar þykist ég geta talað fyrir allt byggðarlagið er þetta: Svanur Sigurðsson. Þökk sé þér fyrir samfylgdina. Blessun vor fylgi þér. Guðjón Sveinsson. f Kynni min og Svans Sigurðssonar, sem við kveðjum I dag, voru ekki löng, aðeins eitt ár, sem ekki er langur timi af ævi manns. Þó varð ég þess láns að- njótandi á þessu ári að kynnast Svani all náið. Þau kynni urðu mér ekki til vonbrigða. Þegar ég hugsa til baka, til liðins árs, eru mér efstlhuga allar þær stundir, er við sátum saman og rædd- 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.