Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 08.11.1975, Síða 7
ræktarmaður. Hann keypti jörðina Selland i Fnjóskadal og gerðist þar stórvirkur skógarbóndi. Mig minnir að hann segði i einu bréfi sinu, að hann teldi sig eiginlega vera fyrsta og eina skógarbónda landsins enn sem komið væri, og var það honum hugbót. Ein- hver bezta mannamynd örlygs Sig- urðssonar, þess snjalla listamanns, er málverk hans af Sigurði, og kemur þar skýrt fram sami svipur og bréf hans bera vitni um, svipur mannkosta- manns. Hinn bókmeistarinn er Gunnar Ein- arsson i Leiftri. Hann var að ýmsu leyti áþekkur Sigurði. Þeir voru báðir menn hreinskiptnir og hugumglaðir. Gunnar veitti lengi forstöðu Isafoldar- prentsmiðju h.f. og gerði hana að stór- veldi á sinu sviði með margbrotnum rekstri. Þar var prentsmiðja, bókaút- gáfa ( ekki sizt útgáfa kennslubóka), bóksala og ritfangaverzlun. En hann var þar ekki með öllu sjálfs sin herra, og þegar hann hvarf þaðan fyrir 25-30 árum og keypti útgáfuna Leiftur, leið ekki á löngu, unz þar var risið eitt af- kastamesta útgáfufyrirtæki landsins með eigin prentsmiðju að bakhjarli. íslendingaþættir Og þvi striki var haldið þar til kempan féll i valinn. Gunnar Einarsson var aðdáanlega hressandi persónuleiki, og vel bar hann árin, sem voru orðin mörg, kom- in á niunda tug. Fram á siðasta ár sá ég hann ganga kvikum sporum um Skúlagötu, milli heimilis og fyrirtækis sins, rétt eins og væri hann maöur þrisvar eða fjórum sinnum yngri. Aldrei hitti ég hann öðruvisi en glaðan glaðan i anda og gjarnan með spaugs- yrði á vör. Hjá honum gætti aldrei smásálarskapar i hugsun, þótt hann væri sjálfsagt aðgætinn k kaupsýslu- maður. Þessir tveir merku bókmeistarar, Gunnar Einarsson og Sigurður 0. Björnsson, verða i minnum hafðir sem ótvilráðir og ótrauðir merkisberar hins bókvisa þjóðflokks, sem eyland vort byggir, og svo vildi til að þeir störfuðu hvor i sinni höfuðstöð bók- menningar á landi hér, sunnan og norðan fjalla. Sem betur fer verður gunnfáni þeirra borinn fram á veg. Dóttir og tengdasonur Gunnars og synir Sigurðar hugsa sér áreiðanlega að viðhalda merki Leifturs annars vegar og Prentsmiðju og bókaforlags Odds Björnssonar hinsvegar. Baldur Pálmason. Guðmundur @ Min fyrstu verulegu kynni af þessum móðurbróður minum, voru þau, að ég var „ráðsmaður” á búi hans einn vet- ur, er hann fór á vertið. Þá kynntist ég einnig Guðrúnu Eiriksdóttur og voru þau kynni þannig, að upp frá þeim vetri bar ég ávallt hlýhug til hennar. TJnglingar á þeim aldri sem ég þá var, eru viðkvæmir og ekki minnist ég annars, en að á Seljalandi liði mér ávallt vel og átti Guðrún vafalaust sinn þátt i þvi. Hún var opinská og hlý- leg'kona og minnist ég hennar ávallt með vinsemd, sérstaklega frá þessum vetri, en einnig frá siðari kynnum af henni og heimili hennar, en þar var ávallt gott að koma. Eftir striðið fluttu þau Guðmundur og Guðrún frá Seljalandi til Súðavikur og stundaði Guðmundur siðan sjóinn meðan kraftar entust. Þá lágu leiðir okkar Guðmundar aftur saman. Við vorum nokkrar vertiðir saman og minnist ég ekki að hafa verið pneð skemmtilegri manni á sjó, aJltaf tilbú- inn að lifga upp á tilveruna með glettni og grini og veitti ekki af, þvi oft var lifsbaráttan hörð á litlum farkosti. Þau Guðmundur og Guðrún eignuð- ust tvö börn, Eirik og Bjarnveigu. Ei- rikurdóungur maðurum þritugt, eftir erfiðan sjúkdóm. Hann var giftur As- gerði Gisladóttur frá Isafirði. Þau áttu Engilbertssyni frá Súðavik og eiga þau fjögur börn. Konu sina missti Guðmundur árið 1968 og siðan hefur hann dvalið hjá dóttur sinni og tengdasyni, og hjá þeim dvelur hann nú að Garðabraut 20 hér á Akranesi. Ég sendi Guðmundi minar beztu af- mæliskveðjur og óska honum og fjöl- skyldu hans allra heilla. Bent Jónsson. Eftir lát foreldra sinna hefur hún átt heima hjá Þorsteini, bróður sinum og Pálinu Þórólfsdóttur konu hans á æskuheimilinu Finnbogastöðum. Heimilið á Finnbogastöðum hefur alla tið verið mannmargt og gest- kvæmt og þangað er alltaf gott að koma. Móttökur allar af mikilli rausn og fólkið kátt og skemmtilegt, og er hún ásamt húsbændum og börnum þeirra hrókur alls fagnaðar, sem gott er aö blanda geði við. Mörg gamalmenni hafa verið á þessu heimili til hinztu stundar, og hefur verið rómað,hve þeim öllum hef- ur liðið vel þar, og veit ég að Gyða hef- ur létt þvi marga erfiða stund með sinu glaða og létta viðmóti og mjúku og hlýju höndunum sinum. Þegar landsimi var lagður norður á Strandir var simstöð fyrst i Arnesi, og var séra Sveinn Guðmundsson stöðvarstjóri. Þegar hann lagði niður prestsskap sakir aldurs og flutti til Reykjavikur og nýr prestur tók við, vildi sá ekki taka við simanum, og var þá simstöðin flutt að Finnbogastöðum og hefur verið þar siðan. Hefur Gyða ávallt starfað við hana og gerir enn. Ætli hún sé ekki elzti starfskraftur við landssimann i dag. Þegar Gyða varð 70 ára komu allflestir sveitungar hennar i heimsókn, og skemmtu menn og konur sér vel við miklar og rausnarlegar veitingar, söng og ræðuhöld — án áfengis- og fóru allir heilir og sælir heim til sin. Þannig veit ég að verður hjá þér nú, og gaman væri að vera komin að kaffi- borðinu hjá þér og skála við þig i nokkrum kaffibollum. Ég verð þvi miður að láta már nægja að senda þér hugljúfar kveðjur frá okkur hjónunum með hamingjuóskum á þessum timamótum ævi þinnar. Þakka öll góð kynni og alla hlýju og velvild frá fyrstu tið. Guð blessi þig og gefi þér bjart og fagurt ævikvöld. Reykjavik 18/10 1975. Ragnheiður Jónsdóttir. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.