Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Side 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 24. júli 1976 — 26. tbl. 9. árg. Nr. 260. TIMANS Hjónin Elías J. Eleseusson bóndi í Arnarfirði og Hallfríður Steinunn Jónsdóttir Minningarnar um horfna vini og venzlamenn eru flestum kærar ogekki auðgleymdar. — Þó getur alltaf ein- hverju skolað til i ölduróti áranna og langminnið ekki alltaf tiltækt þegar á þarf aðhalda. Er þá gott að geta leitað til haldbetri hjálpargagna eins og ts- lendingaþættir eru i mörgum tilvikum. Það er löngu viðurkennt að þar sé ýmsan fróðleik að fá um lif og vistferli horíinna einstaklinga sem annars yröi ýmsum nokkuð torvelt að fá fulla vitneskju um svo öruggt væri. Islendingaþættir eru nú orðnir all- merkilegt safn helztu æviþátta fjöl- fnargra einstaklinga sem drjúgur fengur er að i þjóðarsögunni, og á þó eftirað teljast enn mikilvægari er tim- ar liða fram. — Það sýnir lika vel hvers virði margir telja þetta safnrit sé, með þvi að halda þvi saman og binda inn svo að segja jafnóðum og Það birtist. (1-2 árg. i hverju bindi). Ekki ætti að vera bundið við að geta urn fólk strax eftir fráfall þess, þótt það sé aðalreglan. Engu siður getur verið viðeigandi að minnast þess þeg- ar sérstök tilefni gefast þar að. Hvort fveggja getur farið saman svo vel fari á - Og að þvi er stefnt með þeim tveim minningargreinum sem hér fara á eftir. Guömundur Þorláksson. t Það fer fram hjá flestum óviðkom- ar>di og þykja lftil tiðindi þótt aldraður maður úr alþýðustétt endi ævina á eðlilegan hátt. Samter það svo að slikt er alltaf mikill atburðurog tilfinninga- mál fyrir nánustu vandamenn og vini. Og það þvi fremur sem maðurinn hefur verið ástsæll af unnendum sín- um og betri að allri gerð. — Eitthvað liktþessu kommérihugerégfrétti lát Eliasar frá Skógum. Reyndar kom þetta engum á óvart, þvi sfðustu 2 árin hafði hann átt við mikla vanheilsu að búa og siðustu tvær vikurnar verið á sjúkrahúsi. — Hann var jarðsettur i Fossvogskirkjugarði. — Elias Július Eleseusson var fæddur að Borg i Arnarfirði 30. júli 1878 og voru foreldrar hans Eleseus Höskulds- son bóndi þar og kona hans Margrét Kristjánsdóttir, bæði vestfirskra ætta. — Til 11 ára aldurs ólst Elias upp að Borg en þá fluttust foreldrar hans að Homi i Mosdal og bjuggu þar og á fleiri bæjum þar i Mosdalnum næstu árin. 1897 fluttust þau að Skógum i tvi- býli við hjónin Jón Þórðarson og Hali- beru Jónsdóttur. 1 Skógum dvaldist Elias siðan mestan hluta ævinnar eða full 50 ár. — Árið 1904 giftist Elias heimasætunni á hinum bænum, Hall- friði Jónsdóttur, giæsilegri og góðri konu og hófu þau búskap á nokkrum hluta jarðarinnar, en siðar fengu þau hana alla. Þar bjuggu þau siðan við mikla reisn og góðan orðstýr megin hluta ævinnar, eða unz þau hættu bú- skap og fluttust til Patreksfjarðar árið 1947 en þaðan fluttu þau til Kópavogs. Skógaheimilið var um margt til fyrirmyndar bæði af arfleifð og mann- dómsbrag samtiðarinnar. Bókakostur var þar meiri en viða annars staðar og umgengni öll og framkoma fóiksins á þann veg að eftirbreytnisvert var. A Skógum var lika lengi skólasetur og fleira kom til sem setti svip á Skóga-

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.