Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 24.07.1976, Page 3
Guðjón Ólafsson Fæddur 1. nóvember 1925. Dáinn 3. júli 1976 A árunum 1910-1917 var starfræktur unglingaskóliaöHjaröarholti i Dölum. Olafur Ólafsson sóknarprestur og prófastur rak þar einskonar einka- skóla ásamt myndarbíiskap á forn- frægu höfuöbóli. Nemendur voru venjulega eitthvaö innan viö 20. Var þess vegna eittt af fjölmennustu sveitaheimilum landsins aö Hjarðar- holti á umgetnu timabili. Ólafur Prófastur mótaöi skóla sinn af festu og reglusemi. Hélt hann jafnan einn kennara sér til aðstoðar. Varö viöur- kenndur árangur af skólavist æsku- fölksins, er flutti meö sér áhrif skóla- verunnar vittum sveitirog naut þeirra um langa ævi. Skólaárin 1913-1915 var samkennari sr. ólafs maöur aö nafni ólafur Sigurösson slöar hreppstjóri aö Plateyri i önundarfiröi. Féll hann vel i hið fastmótaöa skólaform og vann sér hylli nemenda sinna. Einkum höföu nemendurnir orö á þvi hversu góöur •slenzkukennari Ólafur Sigurösson heföi veriö. Einn af nemendum Ólafs var 14 ára gamall piltur, Jóhannes úr Kötlum. Eigi þarf að lýsa hinni list- r®nu og mjúku meöferö þess mikil- virka skálds á móöurmáli sinu, en lengi býr aö fyrstu gerö. ólafur kenn- ari hvarf úr Dalahéraöi eftir tveggja vetra sta rf og kom vist ekki aftur i þaö héraö. Tengsli hans viö héraöiö voru Þö þar meö ekki öll, þvi hinir ungu erfa landið. Þaö var á svölu haustkvöldi áriö !952, aö fámennur hópur gekk milli Verzlunarhúsa Kaupfélags Hvamms- fjaröar og sýndi utanhéraösgesti fast- eignir og starfsskilyröi umgetinnar stofnunar. Sláturti'öin stóö yfir og var þvi fólk ^eö fleira móti i Búöardal á þessum öögum. baö vakti óvenjumikla athygli fölksins i kauptúninu, sem annars var ennum kafiö, að sjá gestinn. Mun þaö hafa stafaö af þvi aöeitthvaö haföi þvi verið hvislaö, aö komiö heföi til mála nö ráöa þennan mann sem fram- hvæmdastjóra kaupfélagsins, en sú staða haföi veriö auglýst til umsóknar nokkrum vikum áöur. Þaö liöu heldur ekki margir dagar þangaö til aö þaö varö opinber frétt, aö þessi maöur v*ri valinn úr 8 manna hópi og ráöinn 'slendingaþættir kaupf élagsstjóri Kaupfélags Hvammsfjaröar frá næstu áramótum. Maðurinn hét Guöjón og var sonur Ólafs Sigurössonar fyrrverandi kennara i Hjaröarholti. Hann haföi stundaö nám I Samvinnuskólanum og aö þvi loknu veriö nokkuö viö verzlunarstörf o.fl. Þeir menn, sem ábyrgö báru á framkvæmdastjóra umgetins kaupfélags Iþetta sinnfundu þaö fljött, aö þessi maöur haföi til aö bera mikla persónugerö. Hann kom þannig fljóttfyrir sjónir, aö hann væri þéttur á velli og þéttur i lund. Hann lagöi fram, eins og einnig fleiri umsækjendur, meömæli skólastjóra Samvinnuskólans, sem þá var Jónas Jónsson frá Hriflu, en Jónas haföi til aö bera afburða mannþekkingu og glöggskyggni á starfshneigö ungra mannaoghæfni. Ein setning I fáoröum meðmælum Jónasar Guöjóni til handa var svohljóðandi: ,,Mér þótti hann lik- legur til aö veröa atorku og fram- kvæmdamaöur.” Þessi setning mun hafa áttnokkurnþátt i þeirri ákvörðun aö ráöa Guöjón til þess starfs i Dala- sýslu, sem umgetur hér að framan. Jónas Jónsson haföi á þessum árum mikiö persónusamband viö Egil Thorarensen kaupfélagstjóra á Selfossi. Tók Egill stundum Samvinnuskólanemendur um tima til starfsæfinga og reynslu, sem Jónas haföimikiöálit á. Guöjón ólafsson var einn af þeim. Kaupfélag Hvamms- fjarðarþurfti einmitt á þessum tímum aö fá til forystu atoikumann, og reynslan sýndi fljótt eftir aö Guöjón haföi tekiö aö sér umgetiö starf, aö þetta haföi tekizt. Hann fór ekki hratt af staö, athugaöi vel viöhorfin og lagði stund á aö treysta grunninn. Starfsaf- köst hans voru oft yfirmannleg. Er mér persónulega kunnugt, aö þaö er ekki ofmælt, aö dagsverk hans á skrif- stofu voru stundum á við meöaldags- verk tveggja manna, þó aö fyrir- greiösla viö viöskiptamenn og eölileg- ar framkvæmdaákvarðanir séu ekki meötaldar. Þannig liöu 7 ár. Þá skipti hann um verustað en hélt hátíölegan vfgsludag nýs verzlunarhúss nokkrum vikum áöur en hann fór. Framkvæmdastjóri kaupfélags i strjálbýli á Islandi ber á heröum ein- hverja erfiöustu byröi, sem I viö- komandi byggöarlagi fellur til. Það er þvl mikils viröi fyrir sllkan mann aö mæta skilningi samferöamanna, sem viöurkenni viðhorf hans og fórnfýsi, stilli kröfum I hóf og kunni aö sam- stilla réttindi sln og skyldur. Guöjón Ólafsson haföi viökvæma lund, og brennandi löngunin til aö láta gott af sér leiöa klauf öldur vinnudagsins. Mér er kunnugt hversu þakklátur hann var, aö margir bændur á verzlunar- svæöi þess kaupfélags, sem hann stýröi I Dalasýslu, veittu honum vax- andi traust með líöandi árum, og hversu þeir söknuöu hans, þegar þeir misstu hann frá störfum. Er Guöjón Ólafss. fluttist úr Dala- sýslu fór hann austur á Vopnaf jörö og stýröi þar kaupfélagi og nokkru seinna á Akranesi. En eftir þaö hvarf hann frá verzlunarstörfum og geröist starfsmaöur á skattstofu Reykjavikur. Nú er hann allur. Ævilok hans uröu 3. þ.m. eftir langvarandi veikindi. Hann varö fimmtugur aö aldri fæddur 1. nóvember 1925. Aldurinn varö ekki hár, en ævin var viðburöarik. Hann stundaöi vinnu sína á skattstofunni meö sama dugnaöi og hann stundaöi 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.