Íslendingaþættir Tímans - 10.03.1979, Page 7
fannst mér aö þaö væri ekki eintóm tilvilj-
un aö þessi glæsilegu hjón riktu sin bestu
ár i' nábýli viö einhverja þá mestu tign
sem getur aö lita i landslagi hér, þar sem
öræfajökull vex upp i himininn. Þaö er
trú min aö eitthvaö af þessari tign hafi
komiö, og eigi eftir aö korpa fram i verk-
um þeirra efnilegu niöja, sem frá þeim
eru komnir, og ég hef taliö mig finna þess
glöggt merki, aö náin tengsl milli afa-
barnanna, ömmubarnanna og þeirra, hafi
fært þeim fyrmefndu óvenjulegan þroska
og þeim siöamefndu ómælda gleöi.
Þessar linur áttu vist aö bergmála eitt-
hvert brot af þakklæti eins af hinum
mörgu heimagöngum á Ljósvallagötu 32,
til húsráöenda á báöum hæöum og alls
skyldfólks þeirra, sem sýndi mér óverö-
ugum vináttu og giövild, en samúö min á
þessari stundu er óskipt meö vini mfnum
Guömundi Bjarnasyni sem hefur misst
svo mikiö.
. Sigriöur styöur hann ekki lengur meöan
ævikvöldiö liöur hjá. En þún heldur þó
áfram aö vera ljós, sem aldrei slokknar.
Gunnar Valdimarsson
frá Teigi
+
Stundum gerist þaö á lifsleiöinni þegar
okkur liggur ef til vill viö aö örvænta um
mannkyniö i öllum þess grimmilegu æöis-
köstum og vonskuverkum, aö óvænt birtir
i kringum okkur, ekki frá rafmagnsljósi
tungli eöa sól, heldur frá mannveru sem
oröiö hefur á leiö okkar og þá förum viö
aftur aö trúa þvi aö mannkyniö geti náö
þroska og átt framtiö fyrir sér. Eitt slikt
ljós ernú nýveriö slokknaö en bjarmi þess
lifir áfram innra meö þeim sem fengu aö
njóta þess.
Þaövarþegarviöhjóninhöföum sest aö
á Ljósvallagötu 32 hér I Reykjavik og búiö
þar skamma hriö aö bariö var létt á
huröina h já okkur. Inn kom bjartleit kona
nokkuö viö aldur, friö sýnum og sagöist
vera i' leiöinlegum erindageröum. Hún
komofanaf efrihæöinni ogerindiö var aö
færa okkur hitareikning þvi hún haföi þaö
embættiaöreikna títhlut hverrar ibúöar i
sameiginlegum hitakostnaöi. Þessi kona
var Sigriöur Gisladóttir sem bjó á efri
hæö hússins ásamt eiginmanni sínum,
Guömundi Bjarnasyni sem nú er kominn
á ti'ræöisaldur en i fæöi hjá þeim var
Sveinn bróöir Guömundar elsti maöur
hússins sem nú er aö veröa 98 ára gamall.
. Hún átti oft siöan eftir aö koma niöur til
okkar meö hitareikninginn þessi bjart-
leita kona en aldrei þótti okkur þaö leiöin-
leg heimsókn miklu fremur eins og okkur
heföu i hvert skipti veriö færö blóm þvi
Sigriöur staldraöi aö jafnaöi dálitiö viö og
skein af henni hýran þegar hún talaöi og
var bæöi greindarleg og skemmtileg.
Dóttir okkar sem þá var sex ára gömul
fann þaö undirejns ekki siöur en viö hjón-
Islendingaþættir
in, aö frá þessari konu stafaöi birtu og
hlýleik. Hún laöaöist þvifljótlega aö henni
og fór aö venja komur sinar upp á efri
hæöina til hennar, þar sem hún sat aö
jafnaöi meö prjónana sina og ævinlega
var litla stúlkan velkomin og gat veriö
. eins lengi og henni þókanöist hversu mik-
iö sem hún talaöi og hvernig sem henni
datt I hug aö vilja leika sér. Þaö var iöu-
lega ef illa lá á dóttur okkar og hún vissi
ekki hvaö hún ætti aö taka sér fyrir hend-
ur eöa eitthvaö leiöinlegt haföi gerst eöa
eitthvaö dapurlegt, aö hún sagöi: Má ég
ekki fara upp til Sigriöar? Og þaö brást
aldrei aö þegar litla stúlkan kom aftur frá
Sigriöi haföi hún tekiö gleöi sina. Hún
haföi i rauninni eignast nýja ömmu I hús-
inu þolinmóöa, hjartahlýja og skilnings-
rika ömmu, sem hún gat leitaö til þegar
þörfin knúöi hana. Þarna sat þessi bjarta
kona meö reynslu áranna á heröum sér og
stafaöi frá sér elsku og friöú reynslu og
gleöi en þrátt fyrir árin mörgu var eins og
hún gæti ekki oröiö gömul, birta sálarinn-
ar va alltaf jafn skær og yngdi hana upp
svo nú furöar okkur á þvi aö hún skuli
vera horfin okkur þó hún væri i sannleika
komin á niræöisaldur.
Hún var fædd 20. júli 1897 aö Felli i Mýr-
dal. Foreldrar hennar voru Gisli
Kjartansson prestur og kona hans Elin
Guöbjörg Guömundsdóttir frá Háeyri á
Eyrarbakka. Faöir Sigriöar þjónaöi á
ýmsum stööum og stundaöi um tima
Reykjavik. Þar var Sigriöur á unglings-
árum sinum.en þegar hún va_r sextán ára
og búin aö stunda nám einn vetur I
Kvennaskólanum var faöir hennar beöinn
aö taka aö sér prestskap austur á Sand-
felli i öræfum ogvaröaö ráöi aö hún færi
meö honum þangaö en móöir hennar var
áfram i Reykjavik meö önnur börn þeirra
hjóna og skyldi koma seinna austur aö
Sandfelli sem þó ekki varö.
Þar fyrir austan vötnin ströngu úndir
ægishjálmi jökulsins kynntist Sigriöur
ungum og gervilegum manni Guömundi
Bjarnasyniættuöum frá Hofii öræfum og
felldu þau hugi saman. Þau giftu sig áriö
1920 og hófu búskap þar austurfrá undir
jöklunum / órafjarri höfuöborginni,
kvennaskólanum og menntuninni, jöklar
efra,sandar neöra,illvig vötn aö vestan
svo jafnvel spánska veikin komst ekki yfir
þau tveimur árum áöur,þegar hún lagöi
undir sig landiö. En þessi afskekkta sveit
bjó engu aö síöur y fir stórfenglegri fegurö
i andstaáium gróöurs og hrikalegra jökla,
stórfljóta og eyöisanda. Og á Skaftafelli 1
öræfum, þar sem þau hjónin bjuggu vár
hlýtt á sumrum þegar tiö var góö. Var oft
gestkv-æmt á þeim bæ. Þarna bjuggu þau
Sigriðurog Guömundur I mörg ár og eign-
uöust mannvænlegar dætur. En hugur
Sigriöar sem sextán ára gömul haföi
komiö austur undir jöklana hvarflaöi oft
til Reykjavikur,þar sem hún haföi veriö á
unglingsárunum, og hún þráöi alla tiö aö
komast þangaö aftur. Og meö þvi aö bú-
skapur var erfiðuraustur þar.varö aö ráöi
I lok kreppunnar, aö þau fluttust til
Reykjavikur áriö 1939 og settust aö I þvf
húsi þar sem ég sit nú og festi þessi.orö á
blaö. Hér höfum viö notiö þess aö um-
gangast greinda konu og skemmtilega
hýra og spaugsama oft eins og brosandi
og alvörugefna i' senn en þó umfram allt
einlæga svo sem vel kemur fram I fáein-
um ljóöum sem ég sá eftír hana skömmu
áöur en hún dó.haglega gerö ljóö sem hún
ekkiflikaöiiéghaföi til dæmis ekki fyrr en
þetta. hugmynd um hagmælsku hennar.
Hún var mjög söngelsk og læröi dálitiö á
orgel i' æsku en haföi ekki tækifæri til aö
halda þvi námi áfram.gat þó notiö þess ii
ellinni aö taka i orgel sem henni haföii
veriö gefiö og heyra aöra leika á þaö.
Þau hjónin Sigriöur og Guðmundur
eignuöust f jórar dætur. Þær voru Þuriöur
Elin sem lést 1960, Katrln sem er gift
Ragnari Kjartanssyni myndlistarmanni,
Ragna Sigrún giftist Bjarna Runólfssyni
stýrimanni en missti hann 1961 og Theó-
dóra er gift Ragnari ólafssyni deildar-
stjóra á Skattstofunni.
Og viö höfum kynnst fólkinu hennar
Sigriöar. Og allt var þaö á sama veg engu
likara en konan bjartleita sem eitt sinn
baröi svo létt og hæversklega á huröina
hjá okkur hafi geislaö út frá sér þeim
krafti mannúöar og hlýju sem hafi haft
áhrif á allt umhverfis hana. Og þannig
haföi hún einnig áhrif á okkur sem nú
sendum henni þakkir yfir höfin breiö þvi
ljósiö sem áöur blasti viöokkur og skein ú
okkur þaö lifir nú innra meö okkur.
Jón óskar
+
Nokkur þakkarorð frá tengda-
syni
Mig langar aö leggja út af hugtakinu
um hina fullkomnu (algóöu) manneskju.
Ég hefi lengi getaö svaraö án umhugs-
unar spurningunni: Hver er besta mann-
eskja sem þú hefur kynnst? Þaö er hún
tengdamamma. Hún liktist oft dýrlingi.
Hún var móöirin sem Gorký skrifaði um,
hún var amman hans Laxness, hún var
þetta allt og miklu meira. Hún var þaö
göfugasem aöeins veröur til i skóla lifsins
i meölæti og mótlæti.
Æviatriöi hennar rek ég ekki hér nema
litillega, þaö munu aörir gera. Þó vil ég
geta þess aö hún var f hópi fyrstu ferm-
ingarbarna séra Bjarna i Dómkirkjunni,
þaö var henni alla tiö kær minning og frá
Dómkirkjunnióskaöi hún aö veröa jöröuö.
Hún var i Kvennaskólanum i Reykja-
vik einn vetur. Fór svo meö fööur sinum
16 ára gömul aö Sandfelli í öræfum þar
sem hann tók viö prestakalli. Hann var
heilsuveill og veikindi hans ágeröust svo
fjölskyldan kom ekki austur og hann varö
aö segja af sér prestskap eftir fá ár og dó
skömmu seinna. Hjá honum var hún ráös-
kona og hjúkrunarkona i erfiöum veikind-
um hans til hinstu stundar. .