Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Side 14
viB þess hæfi. Líka kom til greina þjálfun
góðhestanna og góðhestaefna. Komu þar
við sögu ekki siður feður okkar og aðrir
fullorðnir knapar.
All náinoggóðkynni voru milli foreldra
minna, Valgerðar og Frimanns og eldri
hjónanna á Gunnfriðarstöðum Onnu og
Jóns, svo og barna hvorutveggja. Raunar
var Karl hvorki krakki né unglingur á
þeim árum sem hér eru I huga. Hann var
sem sé þrettán árum eldri mér, sem þess-
ar hugleiðingar set á blað, bóndi giftur
bráömyndarlegri konu og átti slatta af
börnum. Man égKarl vel frá þessum ár-
um og vil hafa hann með okkur ungling-
unum i myndinni.
Hann var svo fljótur og fimur á skaut-
um og tók svo tilþrifamikla spretti á
gæðingum sinum og föður sins á Blöndu-
mótunum. Sem sláttumaður haföi hann
svo breið ljáför og tilkomumikla skára að
eftirtekt vakti þegar hann fékk lánaða
engjablettiaustan árinnar. Var ég þó ekk-
ert ókunnugur góöum mikilvirkum hey-
skaparmönnum, fööur minum, eldri
bræðrum og fleiri starfsmönnum i
Hvammi. Hvað þá mér sjálfum og Hilm-
ari bróöur minum, sem mest og eftir-
minnilegast vorum saman istarfi og leik.
Fyrir þvi haföi ég umsögn dómhæfs
manns, Karls á „Gumpi”. (Það var gælu
nafniö á býlinu. Ekki þó i neinum
óviröingar hug til ibúanna.) Karl gaf okk-
ur hiklaust þá einkunn að við litum út
fyrir að veröa eða nærri orðnir fyrir-
myndarsláttumenn. Vitanlega þóttiokkur
lofið gott, svo myndi fleiri hafa fariö.
Varð okkur hlýrra til Karls og virtum
hann enn meir en áöur.
Annaö kom og til gagnvart mér per-
sónulegaogsem égstenst ekki annað,rifja
hér upp, þvi mér eru þau málsatvik
ógleymanleg. Það er þá ég beiddi hann
fyrstbónar og fyrirgreiðslu og hann leysti
vanda minn, sem mér þótti ærinn.greið-
lega sem honum var lagið. Ég var ung-
lingur og viö Hilmar önnuðumst fjár-
hiröinguna. Skeði þaðseintínóv. að ég fór
niður að Blöndu þeirra erinda aö smala
fénu heim til hýsingar. Sé ég þá tvær
kindur i hólmunum við Blöndu sem komin
var á ís. Vildi ég kynna mér hvort þær
væru frá okkur eða næstu bæjum. Styggj-
ast þær þá og þjóta vestur yfir ána. En af
barnaskap bjánast ég á eftir þeim
löngunarfullurað vitadeiliá þeim. Elti ég
þæralllangtfram meöánni, þartil ég loks
álykta sem ég hefði mátt gjöra fyrr aö
þær væruekki af minusauðahúsi. Sný því
hið skjótasta við, en þá er raunar komið
myrkur er ég kem á þann stað við ána
sem ég hafði áður farið yfir. Ég vissi af
vök á ánni þar skammt frá. Af gjörsam-
lega óskiljanlegri flónsku og barnaskap
álykta ég sem var staflaus, aö siga fjár-
hundinum minum Þorra út á ána til að
prófa leiðina. Hann hlýddi sem venjulega.
Eftir örskotsstund kemur svarið. Gleymi
ég aldrei neyöarópum hans við skörina
þar til Blanda tók hann til sin — en ekki
14
70 ára
Einn niðja Abrahams
Friðbj örn
Hólm
Sunnudaginn 13. maí sl. var haldin
vegleg veisla að Hverfisgötu 102 B, i húsi
Ölafs Hólm kennara og hreingerninga-
manns og konu hans Esterar. Þarna voru
samankomnir um 50 gestir til þess að
halda upp á afmæli föður húsbóndans,
Friðbjörns F. Hólm, sem varö 70 ára
þennan dag.
Það má teljast kraftaverk, að maöur
þessi hefur náð þessum háa aldri, þvi
hann hefir verið deyjandi frá æsku sinni.
Hann fæddist i Reykjavik árið 1909, sonur
Friöbjörns Hólm Einarssonar, vélfræö-
ings, og Karólinu Arnadóttur, sæmdar-
hjóna, sem þá voru nýkomin frá Kanada
eftir að hafa dvalist vestra um þriggja
ára skeið.
Faðir Friðbjörns eldra var gullsmiður i
Reykjavik, en móðir hans var af Bergsætt
og hét Elisabet Þórðardóttir. Eru frá
henni miklar ættir, mestar i Kaupmanna-
höfn. Afmælisbarniö fluttist til Seyðis-
fjaröar með foreldrum sinum á fyrsta ár-
inu. Þar ólst hann upp til 9 ára aldurs, en
var svo I þrjú ár i Loömundarfirði hjá
Jóni Þorsteinssyni bónda á Seljamýri.
SIBan lá leiðin til Eskifjarðar. Þar gekk
F
hann I barnaskóla og þar hóf hann nám i
mótorsmiði, 13 ára gamall. Fjögur syst-
kini átti hann á lifi, en elsta barn
foreldra hans, stúlka, hafði dáiö kornung
á leiöinni til Islands, frá Ameríku.
Þetta voru mestu hamingjuárin, en
þegar hann varö 16 ára, fann hann til las-
leika, sem hann aldrei losnaði viö.
Systkini hans uröu líka veik og dóu tvær
systur hans í æsku, en tveir bræður hans
náöu meðalaldri. öll þessi fjölskylda er
nú fyrir löngu fallin frá. Friðbjörn einn er
á lifi.
Friðbjörn kvæntist áriö 1930 I Reykja-
mig. Ég staflaus og niðurbrotinn á
bakkanum. Orræöiö I umkomuleysinu —■
fara heim aö Gunnfriðarstöðum og fá
Karl til að fylgja mér yfir ána. Þá var
ekki hátt risið á Bjarna i Hvammi.
Eftir að ég frétti andlát Guðrúnar heit-
innar og fann hvöt hjá mér til að minnast
hennar með nokkrum orðum, sem vitan-
lega myndu bera keim af takmarkaðri
getu minni, svo gamall sem ég er, þá fann
ég fljótt að hugleiðingar mlnar myndu
snerta mikið mann hennar, þó löngu væri
horfinn af sviðinu. En maður og kona
skulu vera eitt,eða svo ætti það helst að
vera, þó misjafnlega lánist að þvl er
viröist.Umtöluð hjónstóðust þá fyrirsögn
með mestu prýöi. Voru mjög samhent og
studdu hvort annað i lifsbaráttunni sem
nærri má geta að oft á tiðum hlýtur aö
hafa verið ærið ströng, mikil ómegö og
takmarkaður fjárhagur þó bjargálna
væru. Ekki munu þau þó hafa veriö lik að
skapgerö. Hann örgeöja, hvatur I háttum,
verkmaöur mikill en nærgætinn heimilis-
faöir. Hún hæglát og helgaöi sig alveg
húsmóöurstörfunum og þaö með prýði.
Man ég t.d. aö orð var haft á því að furðu-
legt væri aö Guðrún saumaöi allan fatnaö
á þennan stóra barnahóp meðan þau voru
að alast upp, hefði tlma til þess, auk allra
annarra umsvifa viö þau og önnur innan-
bæjarstörf. Ekki hafði hún stoð af skóla-
göngu frá uppvaxtarárunum, en mun
hafa notið tilsagnar Vatnahverfissystra
sem dvalið höfðu i Kvennaskólanum að
Ytriey. Þeirra sem önnuðust móðurhlut-
verkiö gagnvart henni.
Meðframanrituðu vil ég viðurkenna og
þakka þessum góðu hjónum fyrir áratuga
vinsemd og kynni. Bið þeim Guðs bless-
unar.
Þá vil ég líka láta þennan miða bera öll-
um börnum þeirra kæra kveöju mlna og
þökk fyrir kynni min af þeim sem voru
mikil og góö.sérstaklega þeirraeldri og þó
einkum bræörunum þrem: Jóni, Birni og
Guðna, sem voru stundum starfsmenn á
heimili minu og Jón samstarfsmaður
minnum árabil aö sveitarstjórnarmálum
o.fl. Tvær systranna voru nágrannar mín-
ir sem húsmæður, Halldóra og Ingibjörg
— hún þó mikiö lengur og raunar heimilis
föst hjá mér um tlma.
Lifiö öll heil. .
Bjarm ó. Frlmannsson
frá Efrimýrum.
íslendingaþættir