Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Side 9

Íslendingaþættir Tímans - 09.06.1979, Side 9
Indriði Kristbjörn Vilhjálmsson bóndi Torfunesi i Ljósavatnshreppi Indriði Kr. fæddist 16/1 1909 i Hólsgerði i Ljósavatnshreppi, en fluttist þaðan 3ja ára með foreldrum sinum að Torfunesi í sömu sveit og átti þar heima alla ævi, en hann andaðist 3. maí 1978. Foreldrar Indriða voru Llsibet Indriða- dóttir og Vilhjálmur Friðlaugsson bæði af kunnum þingeyskum ættum. Bjuggu þau allan sinn bdskapartlma á þessum tveim- ur jörðum Þau eignuöust sex syni og eina dóttur sem öll ólustupp i Torfunesi til full- orðnis ára ogvar heimilið alltaf bjargálna þó ofthefði Vilhjálmur frátafir, þvl öll sln búskaparár var hann lögskipaður ferju- maður yfir Skjálfandafljót — eöa um aldarfórðungsskeið — . Indriði Kr. var I Laugaskóla veturinn 1926-27. A Hvanneyrarskóla var hann vet- urna 1933-34 og 1934-35. Indriði kvæntist 3/7 1938 eftirlifandi konu sinni Aðalheiði Jóhannesdóttur fæddri 7/7 1906 á Hellu í Arnarfirði. For- eldrar hennar voru hjónin Geirþrúður F. Jónsdóttir og Jóhannes Egilsson þau fluttu að Bakka I sömu sveit er Aðalheiður var þriggjaáraogólsthúnþar upp til full- orðins ára. Aðalheiður og Indriði Kr. eignuöust tvær dætur —tvíbura — fæddar 14/8 1939 þær heita Arnfriður Eygló og Bjarndls Eygló. Þær ólust upp hjá foreldrum slnum og eru nú báðar giftar og eiga börn. Arn- frlður Eygló er búsett á Akureyri en Bjarndis Eygló er búsett i Hafnarfirði. IndriðiKr. varsannur bóndii starfi sinu öllu. Honum var vel ljóst að jörðin er móðir og fóstra alls lifs sem á henni hrærist og þaðlif á sér rætur þar sem það vex upp, þess vegna þótti honum vænt um bújörðina sina og öll dýrin sem voru I umsjá hans. 1 Torfunesi var allt I röð og reglu og snyrtileg umgengni allsstaðar og i stórum dráttum vildi öll fjölskyldan I sameiningu vinna að hamingju heimilisins viðhaldi jarðarinnar og velliðan húsdýranna. Indriði Kr. var mjög fjárglöggur og hafði yndi af að umgangast sauðfé. Hann sagði mér fyrir nokkrum árum aö hann ætti töluvert safn af hornum af ám sem lógað hefði veriðiTorfunesialltfrá þvi að hann var drengur og hann myndi enn islendingaþættir hvað sú ær hefði heitið sem borið hefði hverja hornasamstæðu. Ég hef sterkan grun um að hann hafi til þessa tíma átt þyngsta skrokk af full- orðnum hrút sem lagður hefur verið inn I Kaupfélag Þingeyinga á Húsavlk og sýnir þetta að hann hafði glöggt auga fyrir því aö eiga failegt og vænt fé. Indriði hafði mikið yndi af hestum og kunni vel með þá að fara ogmeðan unniö var með hestum að bústörfum átti hann jafnan góða og vel þjálfaða dráttarhesta, en á seinni árum reiðhesta. Hann var góður ungmennafélagi og kaupfélagsmaður og var i' mörg ár sjálf- sagöur fulltrúi Kinnardeildar á aðal- fundum K.Þ. Indriði var vel hagmæltur og hafði mikið uppáhald á velgerðum vísum og ljóðum. Hann haföi mikiö gaman af að blanda geöi við fólk á mannamótum og fylgdist vel með þvi sem geröist I sveit- inni, sýslunni og i landsmálum, enn- fremur las hann mikið einkum seinni árin. Geta má þess til sannindamerkis um hvað Indriöi Kr. var mikill mannkosta- maöur og fjölhæfur, aö hann var ætíð boðinn og búinn að rétta hjálparhönd hverjum þeim sem þess þurfti við, bæði að heiman og heima. Aðalheiður kona hans var heilsutæp og var oft rúmiiggj- andi og kom þá I hans hlut að annast hana ogdætur þeirra meðan þær voru i bernsku og vann hann þau störf með prýði, svo sem annaö er hann lagði hug og hönd að. Nokkur siðustu æviár sln gekk Indriði Kr. ekki heill til skógar, einkum siðasta veturinn sem hann lifði. Nóttina fyrir 3. mal 1978 leið honum illa, en um morg- uninn fór hann þó á fætur og talaði viö lækni á Húsavík. Læknirinn ráðlagöi honum að koma til skoðunar. Indriði gekk sjálfur út I bfl sem flutti hann til Húsa- vlkur og úr bílnum inn á sjúkrahúsiö. Eftir læknisskoöunina var ákveðið að hann dveldi eitthvað a sjúkrahúsinu. Er hann var að afklæöast þar hafði hann við orðaðhann værisvo hress aðhonum væri nær að hafa sig heim og það voru hans slðustu orð, þvi að að þeim mæltum hné hann niður og var þegar örendur. Siöustu orö Indriða Kr. sýna vel hans innri mann. Hversu heimilið var honum kært og löngunina til að vinna þvi allt meöan stætt var. Þó var honum vel ljóst að einstaklingar og heimilin eru aðeins nauðsynlegir hlekkir i hinni stóru al- heimstilverusem við mennirnir I raun og veru vitum allt of litið um. Hinn 13. mai 1978 var Indriði Kr. borinn til grafar á Akureyri, að afstaöinni kveðjuathöfn I Þóroddsstaðakirkju. Vertusæll, vinur minn, við vitum báöir að viö eigum eftir aö hittast siðar. Alfreö Asmundsson frá Hllö

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.