Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 14.07.1979, Qupperneq 1

Íslendingaþættir Tímans - 14.07.1979, Qupperneq 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 14. júli 1979 22. tbl. TÍlVIAIMS Hildur Blöndal Þann 3 júnl, lést t Danmörku hátt á tl- ræöisaldri fhi Hildur Blöndal, ekkja Sig- fúsar Blöndals oröabökarhöfundar og bókavaröar í Kaupmannahöfn sem látinn er fyrir nær þrem áratugum. Viö lát þess- arar góðu og göfugu konu, munu margir fulltíöa Islendingar, sem dvöldust 1 Dan- mörku t lengri eöa sekmmri tíma viö nám eöa störf, minnast hennar meö hlýju og þökk. Hildur var af sænskum ættum, fædd í Uppsölum- og var faöir hennar kunnur þjóöminjafræöingur, dr. Rolf Arpi, mikill Islandsvinur, sem sótti tsland oft heim og var m.a. fulltrúi sænskra stúdenta á þús- und ára þjóöhátiö Islendinga 1874. Dóttur hans Hildi var mjög umhugaö aö feta t fótspor fööurins og vera hér á ellefu- hundruð ára þjóöháttöinni 1974, en af þeirri för gat þó ekki oröiö samkvæmt læknisráöi. Siöustu ferö sína til Islands fór hún 1968 og varþá aö vanda hress og glöö, þá á 86 aldursári. Hildur minntist oft bernskuáranna I Uppsölum, sem voru henni afar hugþekk. Faöirinn var mikill bókamaöur og var þeim foreldrum báöum mjög umhugaö aö fræöa börnin, en veittu þeim jafnframt mikiö frjálsræöi. Voru leikin bókanöfn og mátshættir inni viö þegar illa viöraöi, en farið i reiötúra og jallgöngur þegar færi gafst. Eins og fyrr segir var heimilisfaöirinn mikill áhugamaöur um tslensk málefni og komu oft gesti frá „Sögueyunni” t noröri þ.á.m. Magnús Stephensen landshöföingi, Guömundur Finnbogason þá stúdent, stö- ar landsbókavöröur og Matthtas Þóröar- son þjóöminjavöröur og stofnandi Nor- ræna félagsins. Hlustuöu börnin hugfang- in á tal fullorðna fólksins um þetta fjar- læga, norræna land, þar sem fjallkonan hvita þrumdi einmana viö heimskaut noröur. Ekki mun Hildi hafa óraö fyrir þvt þá, aö viö eyna hvttu ætti hún eftir aö tengjast órofa böndum. Hún var þegar i barnæsku óvenju félagslega sinnt og stóö hugur hennar til barna- og unglingafræöslu. Viö þau störf undi hún sér vel um langt skeiö, i heima- bæ slnum Uppsölum, en þegar hún var komin aö fertugu uröu þáttaskil I lfífi hennar. Hún haföi aldrei gleymt ævin- týralandinu I noröri og tók aö veröa sér úúti um allskonar fróðleik um Island, Is- lenska tungu, sögu, og menningu. En sjón er sögu rlkari. Sumari 1923 tók hún sér skipsfar til Reykjavikur, aö höföu samröi viö Asgeir Asgeirsson, slöar forseta Is- lands og konu hans Dóru Þórhallsdóttur, sem þá kenndu bæöi viö Kennaraskólann I Reykjavik og var hún ákveöin I aö dvelj- ast hér nokkra mánuöi, mest I sveitum landsins til aö læra islenskuna fljótar og betur. Til gamans mágeta þess, aö einmitt um þetta leyti kom út fyrir hlutinn af hinni miklu oröabók yfir islenskt nútíöarmál, sem Sigfús Blöndal, bókavöröur viö konunglega bókasafniö I Kaupmanna- höfn, var aöalhöfundur aö. Þótti þaö hvarvetna hiö merkasta rit og fjöldi málfræöinga og annarra bókmenntafræö- inga á Norðurlöndum og vlöar um lönd höföu getiö verksins lofsamlega. Sigfús var þá fyrir löngu viöurkenndur sem af- buröa lærdómsmaöur og manna víö- lesnastur ogstóöö þá á fimmtugu. Sigfús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Björg Þorláksdóttir, annáluð lærdóms- kona, og haföi hún unniö meö honum aö islensk-dönsku oröabókinni af miklu kappi. Þegar þau Hildur kynntust höföu þau slitiö samvistir. Hildur feröaöist á þessum árum um landiö, þvert og endi- langt og var furöu fljót aö tileinka sér Is- lenskuna. Hún kom sér allstaöar vel hjá fólkinu, hvort sem var I bæjum eða sveit- um meö einstakri ljúfmennsku og viö- mótsþyöu, sem henni var svö lagin. Hún lagöi strax ástfóstur viö landiö, tók sér nýtt móöurmál og var ekki talin útlend- ingur upp frá þvl. Þau Sigfús gengu I hjónaband 1925 og bjuggu fyrst á Amager, en fluttust skömmu siöar til Hörsholm, smábæjar um 20 km. norðan viö Kaupmannahöfn. Þeim staö voruþau bundin sterkum bönd- um. Þar áttu þau fagurt heimili, umlukið fögrum beykiskógum Noröur-Sjálands. En til góöra vina liggja gagnvegir og víst er, aö þaugóöu hjon fóruekki varhluta af heimsóknum margra landa sinna og fólks af ólikum þjóðernum og þjóölöndum, þótt ekki byggju þau I þjóöbraut. Nafnalistinn semgeymdur erí gestabókum heimilisins um meir en hálfrar aldar skeið, er langur og fjölskrúöugur. Er ékki aöefa aö flestir gestanna hafa fariö rlkariaf þeirra fundi. Ef hægt var aö tala um einhverja au - fúsugesti, þá voru þaö Hafnarstúdentar, en undirritaður var I hópi þeirra. Þaö var alvegeins og koma á rammlslenskt heim- ili, þar sem hin forna þjóölaga menning var I hávegum höfð. Þar voru alltaf Is- lenskmálefni efstá baugi, enda alltaf vel fylgst meö þvl sem geröist heima á Fróni Allur heimilisbragur var mjög til fyrir- myndar og þau hjón mjög samrýms. Sig- fús dó 1950 og höföu þau hjón þá áriö áöur sótt okkur heim á 75 ára afmæli hans. Héldu gamlir Hafnarstúdentar þeim veg- lega veislu aö þvl tilefni. Þau hjón voru barnlaus, enmörgum Hafnarstúdentinum þótti sem ættihann góöa fósturmóöur, þar sem Hildur var. Hún var ff-óö kona og ljúf og ritfær I besta lagi, skrifaöi margar grinar I dönsk og sænsk blöö og tlmarit, um Island og haföi yndi af góöum bókum. Hún áttiþvl lani aö fagna, sem margir fara mis viö um ævina, aö eignast sanna vini af þeirri gerö sem var henni sjálfri eignin. Hún átti sér mörg áhugamál og sat aldrei auðum höndum. Hún skrifaöist á reglulega viö fjölda vina hér heimaog annarsstaöar þar til fyrir fáum árum og alltaf var sami hressi blærinn I bréfum hennar. Hildur bjó I Hörsholm til æviloka og kaus sér legstaö viö hliö eiginmanns slns „heima á Fróni”. Hennar ber aö minnast meö þökk og viöingu, þegar hún er kvödd hinstu kveöju. 30/6 1979 Agnar Tryggvason

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.