Íslendingaþættir Tímans - 14.07.1979, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 14.07.1979, Page 3
Sigurður Sigvaldason En margur er drengur Ur göngunni geng- inn og getur ei komist á fætur. St.G. 1896— 1979 Minningarorö Þessi árvakri starfsmaður andaöist 22. apríl 1979, eftir langan og nytsaman æfi- dag 1 þágu heimilis sins og sveitunga. Hann var 82 ára og 5 mánuðum betur. Hann var um allt lánsamur, þvi að hann var ánægður með sitt hlutskipti, tök þvi sem aðhöndum bar meö rólyndi og bjart- sýni.en æðraðist ekki. Hann naut mikilla starfskrafta nær þvl fram á siöustu stundu og þótt líkamskraftarnir dvínuöu siðustu vikurnar, var áhuginn og lifsgleð- in óbreytt. Foreldrar Sigurðar voru þau hjónin Sigvaldi Jóhannesson Einarsson bónda að Gröf á Vatnsnesi og Ingibjörg MagnUsdóttir Isleifssonar á Bálkastöðum við Hrútafjörð. Þau námu land 3 1/2 milu suövestur af Gimli og nefndu Grund. Þar fæddist Sigurður 29. nóv. 1896. Hann naut kennslu i barnaskóla á Gimli þó stopult væri og siöar einn vetur við bilnaöarskól- ann í Manitoba. Ariö 1904 fóru eldri bræð- ur hans þrirnorður og numu lönd i Viöir- byggð, sem þá var að myndast. Ariö 1913 seldi Sigvaldi heimili sitt við Gimli og fldtti einnig til Vfðir. Þá var Sigurður aöeins 15 ára og tók hann strax ástfóstri við hið nýja umhverfi og varði siðan kröftum sinum i þágu heimilis sins og byggðar sinnar. Eins og flestir jafnaldrar gegndi hann herþjónustu i Kanadaher 1917-1919 og var jafnan i lögregluliöi hersins. Aö lokinni herþjónustu sneri hann heim aftur og settist að bUi foreldra sinna. En 29. mai 1920 giftist Siguröur og gekk aö eiga Eggertinu, dóttur landnámshjóna i Viðir- byggö, Þorleifs Sveinssonar Kristófers- sonar frá Enni i Refasveit og GuðrUnar Eggertsdóttur bónda I Vatnshverfi. Þau reistu þegar bU á eignarjörð Sigurðar skammt frá heimilum foreldra sinna og vegnaöi vel, enda samhent og kappsöm. Ekki leið á löngu aö ungu h jónin fóru að taka virkan þátt ifélagslifi sveitar sinnar. Sigurður gekk strax i bændafélagið, en konan var þegar komin i kvenfélagiö, sem hUn starfaði við með dugnaði i 60 ár. Eggertlna andaðist 18. nóv. 1978. En þaö urðu fleiri mál sem Siguröur hafði með höndum. Hann var snemma kosinn i skólaráö og starfaöi i þvl sam- fleytt í 25 ár, ýmist forseti eða skrifari og féhirðir. 1 22 ár var hann i framkvæmda- nefnd North Star Coop Creamery, formaöur þeirrar nefndar i fjölda mörg ár. Hann rækti þessi störf með áhuga og dugnaöi, jafnframt þvi sem hann rak all- stórt bU, oghafði oftast margt fólk i heim- ili. I byrjun árs 1950 tók hann við starfi i sveitarráöi héraðs sins sem meðráða- maður (Counsillor) og var hann kosinn gagnsóknarlaust. Það er til marks um vinsældir hansaðhannhélt þviembætti 13 kjörtlmabil, eöa full 27 ár og lét af störf- umviðárslok 1977þá81árs. Þaðersenni- lega algjört met aö maður sitji svo lengi I þvi embætti og vera aldrei kosinn með almennri atkvæöagreiðslu. Sigurður vann öll sin störf, heima og heiman, meðstakrialUðog árvekni. Hann var samvinnugóður, hélt vel á máli slnu og þó kappsamur, en hann var algjörlega laus við persónulega óvild f garð þeirra sem ekki litu sömu augum á málin og hann. NU þegar hann er allur söknum viö samferöafólkið hressilegs og vingjarnlegs viömóts, áhuga og gleöi f starfi. Gaman- sagna og fyndni sem krydduðu mál hans. Sveitin sem hann unni er einum frum- herja og forystumanni fátækari. Sigurður og Eggertína bjuggu saman i ástriku hjónabandi i full 58 ár. Þau voru sérlega vel til forustu fallin. Heimili þeirra varð nokkurs konar miðstöö. Þar var bæði verslun og pósthUs um árabil. SamkomuhUs byggöarbUa, reisuleg og traust bygging, var sett á landareign þeirra og voru þaö ekkifá dagsverkin sem þau vörðu viö byggingu og til viöhalds þvi hUsi.sem er þeim og öllum byggöarbUum til sóma. Þeim hjónunum varð 5 barna auöið sem öll lifa og syrgja nU foreldra sina sem burtkölluðust með aðeins 5 mánaöa milli- bili. Ingibjörg (Mrs. Elinhirst) fyrrum kennari nU hUsfrU við Carberry, Manitoba. Arleif (Mrs. Calvert) einnig kennari, en nU hUsfrU nálægt Carberry. Lilja (Mrs. Erikson) hUsfrU, Coquittam B.C. Sveinn. byggingameistari, Coquittam. Elln (Mrs. Moore), banka- gjaldkeri Vancouver B.C. Sigurður andaðist 22. april 1979 að heimili Arleifar dóttur sinnar og var lagð- ur til hinstu hvildar við hlið konu sinnar i Vföirreitnum, þar sem flest samstarfs- og samferöafólk þeirra hvilir. Útförin var gerð frá samkomuhUsinu að viðstöddu fjöknenni sem fylgdi honum siöasta áfangann. Sóknarprestur Ardalssafnaðar stjórnaði athöfninni. Sjálfsagt koma nU fram ungir menn og konur að taka við starfi þessara föllnu foringja.þviekki skortir ágæta liösmenn i Viðirbyggðinni. En þaösitur eftir hjá okk- ur samstarfsmönnunum eldri, eins og skáldiðkvað: „Eftirsjónin slfkra manna. Atgjörvisins allir sakna”. Margrét Magnúsdóttir f. 02.04 1969 d. 20.06 1979 NU héöan á burt i friði ég fer, ó, faðir, að vilja þinum: 1 hug er mér rótt og hjartaö er af harminum læknaö sinum. Sem hést þu mér, Drottinn, hægan blund ég hlýt nú i dauða minum. (höf. Helgi Hálfdánarson) Foreldrum, systur og öllum aðstandend- um sendum við okkar innilegustu sam- Uöarkveöjur, um leiö og viö öll þökkum þær samverustundir, sem við fengum aö eiga meö þér, Dobba okkar. Sæll ert þu, er saklaus réðir sofna snemma dauöans blund, eins og litið blóm i beöi bliknaö fellur vors um stund. Blessað héðan barn þU gekkst, betri vist á himni fékkst, fyrr en náöu vonska og villa viti þinu og hjarta spilla. (höf. sr. ólafur Indriöason) Starfsfólk ogbörn sumardvalarinnar I Húsabakkaskóla. islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.