Íslendingaþættir Tímans - 14.07.1979, Síða 4
Magnús G. Þórðarson
varðstjóri
F. 25. júni 1929
D. 1. júni 1979
„Menn halda stundum skammt á leikinn
liöiö,
og lifiö dregur tjaldiö fyrir sviöiö,
og drottnar þar hin djúpa þögn”.
D.St.
Fyrir stuttu siöan þegar voriö fór aö
taka völdin kom kaldur gustur dauöans
skyndilega inn á heimili fjölskyldunnar aö
Efstasundi 79 hér i borg. Húsbóndinn
Magnús Gisli Þóröarson varö bráökvadd-
ur aö kvöldi dags 1. júni. Þannig er lif
vort. Fáir vita hvenær tjald lifsins fellur.
Magnús var fæddur á Grænumýri á Sel-
tjarnarnesi 25. júni 1929. Foreldrar hans
voru þau Guörún Gisladóttir og Þóröur
Magnússon sjómaöur og vélstjóri.
Magnús kynntist snemma haröri vinnu
foreldranna og þeim kjörum, sem fátækt
verkafólk bjó viö á fyrri helming þessarar
aldar.
A sextánda ári byrjar hann aö vinna hjá
Rafmagnsveitu Reykjavikur og er stuttu
siöar oröinn fastráðinn starfsmaöur. Hjá
þeirri stofnun vann hann siöan alla tiö til
dauöadags.
Magnús kvæntist eftirlifandi eiginkonu
sinni Erlu Guörúnu Siguröardóttur, plpu-
lagningameistara Jóhannssonar, 17.
nóvember 1951. Þeim varð f jögurra barna
auðiö. Þau eru:
Siguröur Rúnar, póstbifreiöastjóri,
kvæntur Ingibjörgu Kr. Einarsdóttur, rit-
ara. Guörún Þóra, bankaritari gift Erni
ísleifssyni sölumanni. Þóröur Axel vinnur
hjá Rafmagnsveitu Reykjavikurborgar,
og Guöni Karl, nemandi i skóla.
Þannig er i örstuttu máli lifsferill
Magnúsar Þóröarsonar.
Þegar fjölskyldur okkar tengdust fyrir
fimm árum siðan kom hann mér fyrir
sjónir sem hlédrægt prúömenni. Sú mynd
breyttist ekki viö nánari kynni en viö
bættust ýmsir aðrir eiginleikar, sem ég
mat mikils svo sem glaöværö hjálpsemi
og traustleiki.
Sambúð þeirra hjóna var meö þvi
fegursta og besta sem ég hefi kynnst og
var I hvivetna til fyrirmyndar. Ung aö ár-
um bundust þau þeim tryggðum, sem
aldrei síöar bar skugga á. Um þaö bar
heimili þeirra fagurt vitni.
Aöur en þau eignuöust húsnæöiö að
Efstasundi 79 áttu þau litiö hús inn i
Blesugróf. Þar mun margur gestur hafa
glaðst viö komu sina er hann sá hversu
hagar hendur húsbændanna og meöfædd
4
snyrtimennska höföu skapaö hlýlegt og
snoturt heimili f litlu plássi.
Já, þaö sannast oft aö auöæfin mestu er
manngildiö sjálft en hvorki varan né gull-
iö.
Ungur aö árum mun Magnús hafa þráð
meiri menntun I sinni starfsgrein. Það
uröu — eins og hjá fleirum á fyrri árum —
að nægja námskeiö til aö ná starfsréttind-
um. Hins vegar tókst honum á fjórða tug
ára aö vinna hin mikilsverðu þjónustu-
störf á vegum Rafmagnsveitu Reykja-
víkurborgar með þeim hætti aö hann
hlaut traust og viröingu sinna samstarfs-
manna.
Nú viö leiöarlok vil ég fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar þakka honum hjartanlega
samfylgdina.
Viö vottum eftirlifandi eiginkonu hans
og börnum þeirra innilega samúð okkar
og biöjum þeim allrar blessunar.
Hvaö er sorg — hvaö er gleði á
lifsandans leið?
Er ei lff vort sem veikbyggðust
rós?
— Eitt er vist — þegar dimmir og
dagsljós vort þver
dvin ei eilifa Guösneistans ljós.
Einar Kristjánsson
Það er ekki ætlun okkar aö skrifa langa
grein, heldur aöeins aö minnast elsku
Magga i nokkrum oröum, sem var börn-
um sinum og tengdabörnum ekki aöeins
góöur faöir, heldur einnig mætur félagi.
Vandamál okkar barnanna voru einnig
hans vandamál alltaf var hann reiðubúinn
aö hjálpa og veita leiösögn. Viö munum
seint gleyma þvi liösinni sem hann veitti
okkur, þegar viö vorum aö byrja búskap.
Sú einlæga ást sem hann sýndi barna-
börnum sinum þegar þau fæddust og uxu
úr grasi verður til þess aö þaö er okkur
foreldrunum erfitt að útskýra fyrir þeim
hvers vegna afa Magga nýtur ekki lengur
við. Þau munu eiga I framtíöinni óljósa
mynd af manni sem tók þau á kné sér og
hampaöi þeim og átti þá huggun sem af-
anum er einum lagið.
En viö eigum margar dýrmætar minn-
ingar um þennan mæta mann, og viö trú-
um þvi aö Guö gefi honum styrk og ljós i
hjarta til þess aö mæta nýjum heimkynn-
um.
Siggi, Inga, Gunna og örn
Aldrei finnur maöur eins til vanmáttar
sins og smæöar, og aldrei veröur eins er-
fitt aö átta sig á lögmálum lifsins eins og
þegar menn sem maöur telur aö enn eigi
mikiö dagsverk eftir eru skyndilega I
burtu kallaðir.
Þannig er okkur vinnufélögum Magnús-
ar Gisla Þóröarsonar innanbrjósts þegar
við kveöjum hann
Magnús hóf störf hjá Rafmagnsveitu
Reykjavikur I jarðlinudeild áriö 1945. Ariö
1974 var hann ráöinn sem vaktmaður við
húsveituvaktina og sem varöstjóri var
hann ráðinn 1977.
öll störf sin vann hann með stakri prýöi
og samviskusemi, hver sem þau voru.
Það er skarð fyrir skildi, þegar slikir
menn falla frá fyrir aldur fram.
Magnús haföi átt viö vanheilsu aö striöa
að undanförnu, en fáir hafa sjálfsagt gert
sér grein fyrir þvi, hversu alvarleg eðlis
veikindi hans voru, þar sem Magnús var
ekki sá, sem kveinkaði sér við aöra en bar
sig alltaf jafnvel og var alltaf sama prúö-
menniö á hverju sem gekk.
Viö vinnufélagar Magnúsar viljum meö
þessum fátæklegu orðum þakka honum
samfylgdina sem hvergi bar skugga á.
Fjölskyldu hans sendum viö okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Kveöja frá vinnufélögum
Góður drengur er nú látinn. Glaölyndi
hans og viömót var allt meö einsdæmum.
Er viö mágkonur hans kveöjum hann nú
Islendingaþættir