Íslendingaþættir Tímans - 14.07.1979, Qupperneq 8
100 ÁRA MINNING
Lárus Rist
Fæddur 19. júnl 1879
Dáinn 10. október 1964
19. júni voru liöin hundraö ár frá fæö-
ingu Lárusar J. Rist, eins helsta braut-
ryöjanda likamsræktar og ungmennafé-
lagshreyfingar á Islandi. Lárus var þjóö-
kunnur fyrir margháttuö störf sin og þvl
er gild ástæöa til aö minnast hans af þessu
tilefni.
Lárus var sonur Jóhanns Rist Svein-
bjarnarsonar og konu hans Ingibjargar
Jakobsdóttur ljósmóöur, sem lést þegar
Lárus var tæpra þriggja ára. Eftir lát
Ingibjargar fluttust þeir feögar frá
Valdastööum I Kjós noröur i Eyjafjörö og
settust fyrst aö á Stokkahlööum. Faöir
Lárusar kvæntist siöar ööru sinni og reisti
hann þá bú á Botni i Hrafnagilshreppi
ásamt konu sinni Þóru Þorkelsdóttur. Viö
þann staö tók Lárus miklu ástfóstri og
þegar hann eignaöist jöröina gaf hann
Akureyrarbæ hana til skógræktar.
Lárus stundaöi nám viö Mööruvalla-
skóla 1897—1899. Hugur hans stefndi til
meiranámsogþvihélt hann, þótt fátækur
væri, til Noregs og var þar eitt ár við nám
i vefjaraiön. Aftur hélt Lárus utan áriö
1903 og þá til Askov I Danmörku. Aö loknu
tveggja ára námi þar fór hann til Kaup-
mannahafnar og nam eitt ár viö Statens
Gymnastik Institut og lauk þaöan leik-
fimi-ogsundkennaraprófi voriö 1906. Var
hann annar Islendingurinn sem tók slík
próf.
Lárus hélt til Akureyrar eftir dvölina í
Danmörku og hóf þegar aö kenna leikfimi
og sund. Viö Gagnfræöaskóla Akureyrar
var hann siöan leikfimikennari um aldar-
fjóröungs skeiö eöa allt til ársins 1932.
Sund kenndi hann ár hvert á Akureyri og
víöar á árunum 1907—1922.
Ariö 1937 fluttist Lárus til Hverageröis
og kenndi þar sund um nokkurt skeiö.
Lárus fékkst nokkuö viö ritstörf, eink-
um á efri árum og skrifaöi m.a. æviminn-
ingar si'nar „Synda eöa sökkva” sem son-
ur hans, Sigurjón, gaf út áriö 1947. Lárus
kvæntist Margréti Sigurjónsdóttur frá
Sörlastööumáriö 1911 en missti hana eftir
10 ára sambúö. Þau eignuöust 7 börn.
Hann lést 10. október 1964 og var jarö-
sunginn á Akureyri.
Lárus þótti meö kempulegustu mönnum
sinnar samtlöar. Hann var garpslegur I
útliti og framgöngu, teinréttur og her-
mannlegur. Andlitiö mikilúölegt og stór-
skoriö. I allri framkomu sinni var Lárus
nánast persónugervingur þeirra lifs- og
uppeldishugsjóna sem hann kynntist á
námsárum sfnum I Danmörku. Kjarni
þessara hugsjóna var trúin á manninn,
8
manngildiö og mannkærleikann. I huga
hans var þaö skylda hvers manns aö vera
maöur og þá fyrst og fremst batnandi
maður. Þessum lifsskoöunum slnum var
Lárus trúr allt til æviloka. Þaö kom; ekki
slst fram I þvl trausti sem hann bar til
æskunnar sem hann helgaði krafta slna af
mikilli fórnfýsi.
Mikilvægur þáttur I uppeldishugsjónum
Lárusar var likamsræktin. Á henni hafði
hann óbilandi trú. 1 æviminningum sínum
segir hann á einum staö: ,,En ég haföi
sannfærst um þaö á námsárum mlnum I
Danmörku, aö einna mikilvægast fyrir
uppeldi æskunnar væri, aö vel tækist til
meö leikfimikennsluna. Þaö er leikfimi-
kennarinn öörum kennurum fremur, sem
hefur llkamlegan þroska nemendanna I
hendi sér auk ýmissa hinna þýöingar-
mestu þátta I sálarlifinu. Þaö er hans: aö
rétta þá úr kútnum, kenna þeim aö bera
höfuöiö hátt og laga þá svo I sniöum, aö
þeir geti öölast djarflega framgöngu. Þaö
er hann, sem öllum kennurum fremur
getur meö æfingavali sínu og framkomu
örvaö framtak nemendanna, mótaö skap-
geröina og eflt viljaþrekið.”
Þaö var I samræmi viö trú Lárusar á
manninn aö hann vildi aö nemendur sinir
temdu sér aö horfa hátt og hugsa hátt:
vera djarflegir I framgöngu.
I huga Lárusar átti leikfimin, llkams-
ræktin, aö þjóna háleitustu markmiöum
en ekki aö vera hjómiö eitt. Þetta kemur
fram á öörum staö I æviminningum hans
þar sem segir frá eintali sálarinnar um
gildi leikfiminnar og hrotttaskap gllm-
unnar og hnefaleikanna, sem ekki áttu
uppá pallboröiö hjá honum: ,,. . . stööugt
hvíslaöi aö mér innri rödd, sem sagði:
„þinni leikfimi og þeim íþróttum sem þú
velur, veröur aö fylgja sú siömenning —
kultur — sem skólarnir vilja og eiga aö
halda uppi I landinu. Þú þarft aö kunna
skil á, hvaösé göfgandi og grópi inn I hug-
ann mannkærleik, háttprýöi og prúð-
mennsku, og hve langt megi ganga I
hverri Iþróttagrein, svoekki hljótist verra
af. Hver kennslustund ætti að skilja eftir
neista af þeim eldi, sem skírast skal loga
á arni framtiöarinnar — eldi hugsjóna og
bræöralags. Glimum og hnefaleikum
fylgja bæði hugsunarháttur og oröaval,
sem vinna I gagnstæöa átt. Mundi nokkur
vilja halda því fram, aö orö eins og fella,
bregöa, slá.þjarmaaö, svo fátt sé taliö af
þeim grúa „hreystiyrða”, sem notaöur er
I sambandi viö þessar Iþróttir, hafi engin
áhrif I þjóöfelaginu?”
Sundiö var Lárusi kærast allra íþrótta.
Þá iþrótt læröi hann ungur I Eyiafiröi.
Eins og fram hefur komiö starfaöi Lárus
aö sundkennslu meöan kraftar leyföu,
fyrst á Akureyri og viöar og síöan I
Hverageröi. Þegar Lárus kom til Hvera-
geröis tók hann til óspilltra málanna og
reisti þar sundlaug meö hjálp ungmenna-
félaga og margra annarra sem hann hreif
meö sér meö dugnaöi sinum og atorku.
Siöar var þessi laug stækkuö og gerö enn
veglegri. Nokkrueftir aö lauginhaföi ver-
iö reist, gat Lárus veriö stoltur yfir þvl aö
allir unglingarnir I sveitinni voru orönir
vel syndir og börn I Hverageröi allt niöur I
6 ára aldur.
Lárus varö þjóökunnur fyrir að synda
yfir Eyjafjörö áriö 1907, en hann haföi
strengt þess heit á fundi i Ungmennafé-
lagi Akureyrar I ársbyrjun „ . . . aö synda
yfir Eyjafjörö innan jafnlengdar, al-
klæddur og I sjófötum, á bilinu frá Glerár-
ósum inn aö Leiru, en áskil mér rétt til
þess aö kasta klæöum á sundinu, ella
minni maöur heita.” Sundiö vakti mikla
athygli um allt landiö og átti ekki lltinn
þátt I þeirri sundvakningu sem átti sér
staö á árunum á eftir. En Lárus vildi meö
sundinu annaö og meira en aö afla sér
frægöar. Hann vildi meö þvi sýna aö
sundkunnátta væri hverjum og einum
nauösyn en ekki slst sjómönnum, þvl
margir héldu þvl fram á þeim árum, aö
þeir sem i sjóinn féllu drukknuöu, jafnt
hvort þeir væru syndir eöa ekki.
Þegar Lárus kom til Akureyrar frá
námi I Danmörku gekk hann strax til liös
viö ungmennafélágshreyfinguna, sem þá
haföi skotiö rótum og átti eftir aö breiöa
úr sér um landiö á fáum árum. Lárus tók
virkan þátt I starfi Ungmennafélags
Akureyrar ognaut alla tiö slöan mikillar
viröingar innan hreyfingarinnar. Fyrir
atbeina hans stóð félagiö aö þvl aö reisa
stóra sundlaug i Grófargili og sumariö
1909 stóö hann aö íþróttamóti ungmenna-
félaganna á Akureyri. Þetta mót var
fyrsta meiriháttar iþróttamótið á Islandi
og af mörgum er þaö taliö fyrsta Lands-
mót UMFÍ. A móti þessu var keppt I
nokkrum iþróttagreinum I fyrsta sinn á
Islandi, svo sem kappgöngu og knatt-
spyrnu.
Lárus Rist lagöi fram stóran skerf til
likamsræktar og Iþrótta á Islandi á fyrri
hluta aldarinnar. FVrir þaö á hann þakkir
skildar. Iþróttakennarar minnast hans
sem eins helsta likamsræktarfrömuöar
þjóöarinnar.
Ingimar Jónsson.
Islendingaþættír