Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1979, Síða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR
Laugardagur 27. október 1979 35. tbl. TIMANS
Ragnheiður
Gísladóttir
Bíldudal
F. 30. júnl 1897
D. 15. sept. 1979
Austmannsdalur heitir bær við Arnar-
fjörð vestanverðan og stendur á háum
bökkum fram viðsjóinn oger þaðan fögur
útsýn hvert sem litið er. Þar fæddist
Ragnheiður Gisladöttir 30. jdnf 1897. bá
bjuggu foreldrar hennar þar, Gísli Árna-
son og Ragnhildur Jensdóttir. Var hún
sjötta barn þeirra, en þau urðu alls 13 og
komust 10 upp: af þeim eru nú 5 á lífi.
Þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Ragn-
hildar (1970) voru niöjar þeirra Gisla og
hennar alls 133 á llfi og hafa margir bætst
við siðan en 11 voru þá látnir.
Sá er þetta ritar sá aldrei Gisla Árnason
(d. 1921) en sagt hefur mér verið að hann
hafi verið prúðmenni og mannkosta-
maður. Aftur á móti þekkti ég Ragnhildi
(d. 1956). Hún var mikil gerðarkona i sjón
og reynd og það lét ég mér skiljast þegar
ég sáhanafyrst, þá komna nokkuð á sex-
tugsaldur, að þaö hefði ekki verið út i blá-
inn að hún var á sinum tíma talinn ein-
hver besti kvenkostur i Ketildölum.
Foreldrar Ragnhildar voru Jens bor-
valdsson og Sigrlöur Jónasdóttir ljós-
móöir i Feigsdal, merkishjón. Foreldrar
Sigriöar bjuggu I Skógum f Mosdal, Jónas
Tómasson og Ragnhildur Guðmundsdótt-
ir í Skógum, Bjarnasonar I Skógum,
Einarssonar. Jens var Þorvaldsson á
Tjaldanesi Ingimundarsonar, en móðir
hans hét Ragnheiöur Jensdóttir prests I
Kirkjubólsþingum við Djúp, Jónssonar
sýslumanns i Reykjarfirði, Arnórssonar,
en móðir Ragnheiðar var Guðrún
Magnúsdóttir frá Núpi I Dýrafirði, komin
af hinni fornu Núpsætt (Þorláks Einars-
sonar). Einn af samtimamönnum Jens i
Feigsdal minntist hans meö þeim orðum
að hann hefði veriö gull af manni.
Foreldrar Gisla, Arni Arnason og Jó-
hanna Einarsdóttir, bjuggu lengi á ösku-
brekku i Kolmúladal. Þau voru bræðra-
börahann sonur Arna Gislasonar prests i
Selárdal, Einarssonar, en hún dóttir séra
Einars i Selárdal Gislasonar. Móðir Árna
var Guðrún Jónsdóttir Steinhólms
timburmanns I Stapadal en móðir Jó-
hönnu var Ragnhildur Jónsdóttir frá
Suðureyri i Tálknafirði. Hins vegar var
sameiginleg amma þeirra Arna og Jó-
hönnu Ragnheiður Bogadóttir úr Hrapps-
ey kona séra Gisla á Selárdal.
Gisli og Ragnhildur fluttust að Krók I
Selárdal árið 1902 og bjuggu þar til 1917,
er þau brugöu búi og fóru til Jens sonar
sins sem þá var farinn að búa á Húsum I
Selárdal. Ragnheiður dóttir þeirra ólst
upp hjá þeim en fór aö heiman i vistir
jafnskjótt oghúnhafði aldur til. Var hún á
ýmsum bæjum i Dölum uns hún stofnaði
heimili með Kristjáni formanni Reinalds-
syni á Melstað i Selárdal, grasbýli niðri á
sjávarbakka.
Kristján Reinaldsson maður Ragn-
heiðar, var aðkominn i Arnarfjörð fluttist
þangaðum 1920 úr önundarfirði. Reinald
Kristjánsson faðir hans var ættaður úr
Tálknafirði, kominn af hinum gömlu
Sveinseyrarmönnum, en þaö var ein grein
af ætt Sellátrabræðra er voru nafnkunnir
menn á þeim slóðum um 1700. Reinald
hafði ungur borist að Djúpi en bjó siðan
lengi á Kaldá i önundarfirði og hafði á
hendi póstferðir milli Isafjaröarog Bildu-
dals, en var auk þess harðger sjósóknari.
Ævisögu hans ritaði Ingivaldur Nikulás-
son og heitir hún A sjó og landi. Anika
Magnúsdóttir, kona Reinalds og móðir
Kristjáns var mikilhæf kona, áhugasöm
og dugleg og prýðilega hagmælt. Fööur-
ætt hennar var úr Gufudalssveit en
móðurætt úr Djúpi frá Arna umboðs-
manni I Æðey, Jónssyni sýslumanns,
Arnórssonar. Hún dó háöldruð hjá
Kristjáni og Ragnheiði á Bildudal.
Kristján Reinaldsson var vikingsdug-
legur maður, ósérhlifinn og kappsamur
að hverju sem hann gekk. Hann var alla
tið formaöur, fyrst á árabát en siðan á
vélbát, þiljuðum. Fluttist hann 1945 frá
Melstað til Bildudals, þvi að hafnarskil-
yrði til sjósóknar á vélbát voru ófullnægj-
andi í Selárdal og tilraunir til aö ráða þar
bót á urðu ekki aö veruleika. Meðan hann
reri frá Melstað voru jafnan fleiri eöa
færri af hásetum hans til húsa hjá honum
á Melstað meöan róðrar stóðu yfir. Lét
Kristján sér jafnan annt um menn sina og
Ragnheiður var hlý og notaleg húsmóðir.
Bæði voru þau hjálpsöm og greiðvikin og
góð heim að sækja, enda vinsæl og vel
metin af nágrönnum sinum og öðrum sem
af þeim höfðu kynni. Mætti fara um þetta
mörgum orðum, en það eitt skal nefnt
sem stundum vill gleymast, að hér er
komið að mikilsverðu atriði I öllu samlffi
manna,svo mikilsveröu að margir muna
smáatvik á þessum vettvangi með þakk-
læti alla ævi og njdta af þeim yls meöan
minningin varir.
Þau Ragnheiöur og Kristján eignuðust
eina dóttur, Guörúnu.konu Benedikts
Benediktssonar bilstjóra á BDdudal.
Ragnheiður átti erfitt meö gang hin
siöari ár vegna fótaveiki sem ágerðist svo
að hún komst ekki innan um húsið nema
styðja sig við eitthvað. Þó sá hún um
heimili þeirra Kristjáns fram á siöasta
dag og hugsun og minni var ósljóvgað.
Hún fékk aðsvif snemma föstudags og féll
niöur meðvitundarlaus,var flutt á sjúkra-
húsið á Patreksfiröi og lést þar morgun-
inn eftir, laugardaginn 15. september.
Góö kona hafði lokið lifi sinu og starfi hér
á jörðu.
Ólafur Þ. Kristjánsson