Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1979, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1979, Page 3
um minnishæfileikinn væri Henni i blóö borinn. , Elisabet Pétursdóttir Jensen ólst upp hjá foreldrum sinum á Kálfafellsstaö f Suöursveit. Þar dvaldi hiin bernsku- og æskuár sin, mótúnartimann mesta og viö- kvæmasta, enda leit hún alla ævi á sig sem Austur-Skaftfelling og ræddi ekki oft- ar um aöra viðburði en þá sem tengdust sveitinni heima. Segja má lika aö hún hafi borið svipmót hinnar litriku sveitar meö rismesta fjallgarö tslands i noröurátt og viöáttur úthafsins i suðri, en gróöurvin á milli er tryggöi byggö og bú, veitti unaö og fyrirheit. Elisabet var alin upp á þeim tima i sögu tslands þegar frelsis- og fram- farahugsjónir fóru um landið, heilluöu hina ungu og varö þeim siöan ævarandi veganesti. Hún var hluttaki i hugmynda- heimi aldamótakynslóðarinnar með bjartsýnni trú sinni á landiö og þjóöina og þróunarviöhorfum sinum, að allt stefndi til betra og hagsælla h'fs, trausti sinu á forsendum visindanna er gáfu öruggan grundvöll að byggja á og loks vissu sinni um leiðsögn skynsemi og sannra tilfinn- inga. öll þessi einkenni aldamótatkyn- slóðarinnar mátti greina i lifi og lifsviö- horfum Elisabetar. Hún rakti oft minn- ingar frá Suðursveit og þá leyndi sér ekki aö i þeim var heit þrá, sérstæö birta og viðkvæmur tregi. Hún hafði augsýnilega margs að minnast og margs að sakna. Sjálf varhún alin upp á menningarheim- ili, þar sem saman fóru fræöi og þekking annars vegar, en vinna og dugnaöur hins vegar. Faöir hennar, sira Pétur Jónsson, var meö eihdæmum fróður maöur sér- staklega i öllu er laut að persónusögu. Hann haföi sérstæðan menntaferil aö baki. Sira Pétur haföi lokiö heimspeki- prófi við Hafnarháskóla 1871. Hvarf siöan heim og lagði stund á læknisfræði i Læknaskólanum i Reykjavik á árunum 1874-1879. Ekki var hann fyllilega sáttur við læknanámið og geröist nemandi i Prestaskólanum i Reykjavik og braut- skráðist þaöan 31. ágúst 1881 með fyrstu einkunn. Þaö segir sig s jálft, aö hin mikla þekking sira Péturs á tveim fræöisviðum kom aö góöum notum i einangraðri byggö á Suð-Austurlandi. En þekking hans geröi meira. Hún setti eftirminnilegan svip á heimili hans og umhverfi allt. Þessa nutu börn hans ekki sist, bæöi dæturnar þrjár er fyrr var getiö og sonurinn er þeim hjónum frú Helgu og sira Pétri fæddist á Kálfaf ellsstaö 1. mars 1896 og fékk heiti afa sins, Jóns háyfirdómara, enda rétt- borinn til nafns og alnafni. Þaö er til vitnisburöar um vinsældir prestshjón- anna, að sóknarbörn sira Péturs kusu að biöa þjónustu sonar hans full tvö ár, að prestsstarfiö mætti haldast i ætt þeirra. Sira Pétur andaöist 28. april 1926, en son- ur hans sira Jón Pétursson var settur sóknarprestur i Kálfafellsstaðarpresta- kalli 8. mai 1928 og vigöur 13. sama mán- aðar. Sira Jón Pétursson kvæntist nokkr- um árum eftir aö hann tók við prestsstarfi Þóru Einarsdóttur vegaverkstjóra á Islendingaþættir Austurlandi, Jónssonar. 011 börnsira Pét- urs fengu staögóða menntun i fööurgaröi og nutu þess alltaf siðan aö huga þeirra var beint aö gildi menntunarog kunnáttu á hinum ýmsu sviöum. Þegar Elisabet Pétursdóttir losar heimdragannung aöárum hverfur hún til Reykjavíkur fyrst, enda á hún þar margt skyldmenna er gjarnan vildu greiöa götu hennar og vera henni leiðbeinendur og forsvarsmenn. Sérstaklega minntist hún frá- þessum Reykjavikurárum kynna sinna af fööursystur sinni Jarþrúði Jóns- dóttur háyfirdómara, er gift var hinum hálærða og margfróöa Hannesi Þorsteins- syni, alþingismanni Arnesinga og siöar þjóðskjalaverði. Frú Jarþrúður var ó- venjuleg kona, gáfuð og glæsileg. Hún reyndist frændkonu sinni stoð og stytta jafnframtþvierhúngaf henni fordæmi og varöhenni fyrirmynd um hlut og hlutverk konunnarf nýjum samfélagsformum á 20. öld. Dvöl Elisabetar Pétursdóttur i Reykja- vik varö ekki löng, aöeins fá ár. Fyrr en varir hefur hún tekiö þá ákvöröun að halda til Danmerkur og hljóta þar mennt- un, er geti i senn gert hana sjálfstæða og tryggt henni öryggi um framtiðarhag. Hún leggur leið sina til Kaupmannahafn- ar fyrst. Þar sem Elisabet var I senn sér- lega handlagin, en haföi auk þess til aö bera framsýni og hagsýni kýs hún aö ger- ast nemandi I tannsmiðum hjá færum kennara er auk þess hafði mikil og fjöl- breytileg verkefni, er gerðu nemendur hans I senn fjölhæfa i iön sinni og veittu þeim hugboö um vanda og vandvirkni. Elisabet uppfyUti allar þær kröfur er til hennar voru gerðar og hlaut að loknum námstima fyllstu réttindi. Hún Akveöur aðhalda áfram dvöl sinni i Danmörku enn um sinn aö minnsta kosti og stundar iðn sina i Hilleröd á Sjálandi, fögrum bæ i ná- grenni Kaupmannahafnar. III Það var i byrjun þriðja áratugs aldar- innar, nokkru eftir 1920 að Elisabet Pét- ursdóttir kynnist i Hilleröd dönskum manni Georg Jensen, er rak steinsmiöa- verkstæði i bænum. Georg Jensen var borinn og barnfæddur i Hilleröd, hafði stundað þar steinsmiöanám hjá föður sin- um, en bætt síöan viö listfræöilegu námi sem myndhöggvari. Hann var ungur maöur haldinn útþrá og hafði lagt leiö sina til Kanada með þaö i huga aö gerast innflytjandi og setjast aö vestra. En nokkru eftir aö hann hafði hafið störf i Kanada braust heimsstyrjöldin fyrri út, 1914. Georg Jensen geröist sjálfboöaliöi I kanadiska hernum og var sendur til vig- stöövanna i Frakklandi. Hann tók þátt i ; .'.sum viöburðum heimsstyrjaldarinnar og siöast I stórorrustunni viö Somme-fljó.tiö 1916. Þaö er álit margra að sú orrusta hafiskipt sköpum i öllum gangi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Georg Jensen særöist alvarlega i þeim átökum og var nærri fjögur ár að ná fullri heilsu. Lengst af var hann á Bretlandi. Eftir þessi um- skipti öll tók Georg þá ákvöröun aö halda til Danmerkur. Hann gerðist aftui; stein- smiður og myndhöggvari, tók við rekstri fyrirtækis fjölskyldúnnar og byggði þaö einnupp af stórhug og áræöi. Sæmdur var Georg Jensen heiðursmerki Dana fyrir afrek sitt á orrustuvelli I framandi landi. Georg Jensen var heimsborgari, glæsi- legur fulltrúi þeirra, er hófu endurreisn Vesturlanda eftir hildarleikinn 1914-1918 ogsettu svip á hinn bjartsýna og glaðværa áratug 4920-1930. Hann var bæöi greindur maöur og góöviljaður og átti sérstaklega auövelt meö aö ná trúnaði og trausti sam- feröamannanna. Þau Elisabet og Georg Jensen hófu þau kynni er leiddu til aö þau urðu lifsföru- nautar.Fljótt á litið virðist sem þau væru harla ólik, en þá var fremur horft til hins yfirborðskennda og veigaminna, en litið fram hjá þvi sem mestu skipti, sameigin- legum vilja þeirra að gera lif sitt tilbreyt- ingarikt, foröast hversdagsleikann, en lifa Istormum sinnar t öar. Þau voru bæöi sjálfstæöir og sérstæöir persónuleikar, höfðu hvort um sig sitt eigið fyrirtækl, hann verkstæöi sitt og verksmiöju stein- smiðinnar, hún tannsmiöa vinnustofu sina meö nemendum og miklum fjölda viö- skiptavina. Það má meö sanni segja aö bæöi höföu verkefni ærin, en sameinuðust i metnaöi heimilis sins og þvi aö safna aö sér vinum og ættmennum er áttu þar ör- uggt skjól og athvarf. Þau Elisabet og Georg Jensen eignuðust einn son, er þeim fæddist 14. júli 1928. Sá var látinn heita Sturla Age Staderfeld. Nafnið var sótt til ættar og uppruna Elisabetar, enda var hún sem önnur ættmenni hennar mjög kunnug allri persónusögu og mat hana mest allra fræöa. Meö nafni sonar sins var bæöi visaötil Viðivallarættar Jónshá- yfirdómara Péturssonar afa hennar og Staðarfellsættar Jóhönnu Sofftu Boga- dóttur ömmu hennar. Jón háyfirdómari var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Jó- hanna Soffia sem áöur var getiö og átti hann m eð henni f jögur börn: Pétur föður Elísabetar og Brynjólf tvi'burðabróöur hans er báðir uröu prestar, en sira Brynjólfur var prestur á ölafsvöllum og voru meöal barna hans Pétur ljósmynd- ari, Bogi sýslumaður I Húnaþingi, Helga Andreasen i Arósum og Ingimar stór- kaupmaöur I Reykjavik. Þá var hiö þriöja barn Jarþrúður kona Hannesar Þor- steinssonar sem áöur er nefndur og loks Jóhanna Soffiaer giftist sira Zophaniasi Halldórssyni prófasti i Viövik, en meöal barna þeirra voru Pétur ættfræöingur og Páll alþingismaöur og búnaöarmála- stjóri. Siöari kona Jóns Péturssonar há- yfirdómara var Sigþrúður Friöriksdóttir prests I Akureyjum Eggerz og eignuöust þau sex börn. Meöal þeirra voru Sturla og Friörik stórkaupmenn I Reykjavik og Sig- riður er giftist Geir vigslubiskupi Sæmundssyni I Hólabiskupsdæmi. Hefur áöur veriö gerö grein fyrir Age Meyer 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.