Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1979, Blaðsíða 5
Þórarinn
Jónsson
frá Starmýri í Álftafirði
F. 28. 1. 1887
D. 27. 8. 1979
Jarðarför Þórarins Jónssonar, frá Star-
mýri, fór fram 3/9 1979. Þórarinn var
fæddur að Rannveigarstööum, i Alftafirði
eystra. Foreldrar hans voru Jón Björns-
son og Vilborg Jónsdóttir. Þeim hjónum,
Jóni og Vilborgu, var sjö barna auðiö.
Foreldrar Þórarins bjuggu á ýmsum
stöðum eystra: Rannveigarstööum, Hofi,
I Álftafirði (eystra) Hálsi i Hamarsfirði
og Teigarhorni við Berufjörö. Frá Teigar-
horni fluttist Þórarinn aö Starmýri, sem
fyrr er getið. A Starmýri kynntist Þórar-
inn Stefaniu Brynjólfsdóttur og giftust
þau áriö 1914.
Þórarinn var með hærri mönnum og
vörpuleguraðvallarsýn. Ég kynntist Þór-
arni sem háöldruðum manni, hátt á ni-
ræðisaldri. Enn var gamli maðurinn
hress og bar aldurinn vel. Þegar þarna
var komiö sögu var hann þó oröinn sjón-
dapur. Einnig bagaði hann að heyrnin var
farin aö bila nokkuö.
Ég er ævisögu nafna mlns litt kunnugur
og mun hún þvi ekki rakin hér.
Orfáum svipmyndum bregöur fyrir
hugskotssjónum minninganna.
Ég kynntist Þórarni háöldruöum
manni, sem fyrr segir. Fróölegt var við
hann að tala, málfarið skýrt, röddin þrótt-
mikil og minnið frábært. Ég heimsótti
nafna minn oft þann stutta tima sem
kynning okkar varaöi. Minningarnar eru
hver annarri likar, hvað þetta snerti.
Hann sat og vann við eitt og annað, meðan
sjónin leyfði. Allt, sem hann lagði hönd
aö, bar merki um handlagni og vand-
virkni. Konan hans, hún Stefanla, sat I
stólnum sinum og prjónaöi vettlinga,
marglita, þar sem saman fór smekkvisi
og listhæfni. Nú er hann horfinn af sjónar-
sviöinu, hann nafni minn, og Stefania orð-
in ekkja.
Þeim hjónum varð þriggja barna auð-
ið, áður en Stefanla fékk lömunarveikina,
ung — i blóma llfsins.
Börn þeirra eru: Ells, kvæntur Þor-
geröi Karlsdóttur, frá Múla, I Alftafiröi
(eystra) Þau eru búsett á Djúpavogi og
EHs er hreppstjóri þar. Oddný, gift Her-
manni Guðbrandssyni, og Vilborg, gift
Siguröi Eirikssyni, (Vilborg dó 4/6 1979)
Ekki er unnt að rita þessi minningar-
orö, án þess að kona Þórarins komi þar
Islendingaþættir
viö sögu. Minningarnar hennar Stefaniu,
konu hans, get ég ekki rakiö og myndi
ekki gera, þótt ég gæti, en reisn hennar,
ekkjunnar, sem ég heimsótti daginn eftir
jarðarförina, sýndi mér kvenhetju. Þarna
sat hún, Istólnum slnum, mild og hlý. Það
var eins og hún sæi inn I eillfðina. Ástin,
þessi guðdómlegi geislandi máttur, virtist
sveipa konuna og bjart var yfir svipnum.
Vafalaust var hún að hugsa um horfna
ástvininn sinn, sem var henni samhuga
langan hjónabandsferil (65 ár). Hún sjálf
oröin háöldruö. Hér skyggði ekkert á,
heimkoman yrði góð.
Ég hverf frá þessum hugrenningum
minum og bregð upp svipmyndum, eins
og ég hugsa mér þær.
Ég sé Þórarin ungan aö árum vinna aö
búi slnu viö öflun heyja, sem þá var unniö
aö með handverkfærum, orfi, ljá og hrlfu.
Ég sé hann sem ungan og þróttmikinn
mann ganga að slætti og konu hans raka
heyiö saman I flekki. Mörg urðu ljáförin,
nafni minn og mörg uröu einnig hrifuför
konunnar þinnar.
Ég sé hann I haustgöngum, smala sam-
an sauöfé, i brattlendi austfirskra fjalla.
Sauðkindin er brattsækin og kjarngresið
vlða I dölum og hvömmum fjallanna. Inni
á hálendinu er öræfaauönin, sem einnig
þurfti að kanna.
En hvar sem hann starfaöi, hann
Þórarinn vinur minn, hvort heldur var til
fjalla, eða stranda þá einkenndi hann hin
prúöa framkoma og hógværðin, sem hon-
um var I blóö borin. — Svo kom mótlætiö
mikla. Konan lamaðist og varð óvinnu-
fær. Þau báru bæði þá byrði I sameiningu
án þess aö kvarta.
Þórarinn veitti konu sinni alúð og um-
hyggju I einu og öllu, sem best hann gat.
Hún tók á móti umhyggjunni, I smáu og
stóru, með sínu hlýja brosi. Aldrei hraut
óánægjuorð af vörum, þeirra á milli. Slikt
mun fágætt. Sagt er aö ástin (kærleikur-
inn) þroskist mest og best við mótlæti og
barning reynslunnar. Þetta mun vera
staöreynd og sannaðist þarna vel á við-
buröarikri og margþættri reynslu á löng-
um æviferli.
Ég kveö þig, nafni minn og þakka góö
kynni. Guð blessi þig. Eftirlifandi ástvin-
um — konu, börnum, tengdabörnum,
barnabörnum og öðrum vinum og kunn-
ingjum, bið ég blessunar.
Þórarinn Elis Jónsson.
Þórarinn Jónsson, frá Starmýri, i Alfta-
firði, eystra.
Kveöja, frá konu, börnum og öörum
tengdum hinum látna.
Horfinn ertu heimi þessum af
heiðri vafinn, minningin sem traf.
Minning kæra okkur gafst I arf,
til eftirbreytni, dyggð við hvert
eittstarf.
Minning þin er vafin dáð og dyggð,
drenglund, hógværð, vináttu og tryggð,
tendrar ljós, er lýsir hug og sál.
Ljósið dyggða tjáir hjartans mál.
Besti faðir kær, við kveöjum nú
kæran vin, I ljóssins von og trú.
Kveðjum þig og þökkum, eitt og allt.
Engum varð i návist þinni kalt.
Tengdabörnin einnig trútt þér tjá
trúnaöinn, þér gott að vera hjá.
Allt I kringum þig svo kyrrt og hljótt,
að kyrröin snerti alla, milt og rótt.
Þér, afi, sendum einnig kveðju-koss,
kærleikur þinn er vort besta hnoss.
Fyrirmynd, hve góö og göfug lund
gleður, vermir, hlýtt, á kveðjustund.
Kveðju þinnar konu trútt mun tjá
trúa hjartaö hennar milda þrá.
Þar um orðin eigi segja neitt.
Að eins kærleikurinn fær það veitt.
Þ.E.J.
5