Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1979, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1979, Blaðsíða 6
Guðjón Jónsson smiður frá Bildudal F. 27. okt. 1895 D. 14. sept. 1979. Guöjón Jónssonsmiöur fráBfldudal lést föstudaginn 14. september siöastliöinn, tæpra 84 ára aö aldri. Hann var fæddur aö Húsum i Selárdal viö Arnarfjörö 27. októ- ber 1895, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Guöbjargar Halldórsdóttur er slöar og lengst bjuggu á Granda i Bakkadal. Jón bilaöist á heilsu á sextugsaldri og lét þess vegna af búskap. Haföi sá er þessar linur ritar aldrei nein kynni af honum, en ætlar þó aö hann hafi veriö ötull maöur til verka meöan hann hélt heilsu. En um Guöbjörgu má fullyröa aö hún hafi veriö óvenjuleg kona aö minni og kunnáttu á sögur og kvæöi auk þess sem hún var ein- stök iöjukona sem aldrei féll verk úr hendi. Þaöer aö segja um ætt þeirra hjóna aö þau voru af bændaættum, dugandi fólki. Jón faröir Jóns bjó lengi á Gróhólum 1 Bakkadal, tvikvæntur, og var móöir Jóns á Granda fyrri kona hans, Guörún Jónsdóttir ættuö af Baröaströnd, en for- eldrar hennar bjuggu lengi á Hóli eöa Hólshúsum i Bildudal. Alsystir Jóns á Granda var Jóhanna móöir Jóhannesar Daviösonar i Hjaröardal I Dýrafiröi, en hálfsystur Gróajnóöir Jóns Finnssonar lögregluþjóns á Isafiröi og Elin móöir Kristjönu Clafsdóttur, konu Bjarna Arna- sonar i Laufási I Bakkadal, siöar I Reykjavlk, en Bjarni var systursonur GuöbjargarHalldórsdóttur. Enfaöir Jóns á Gróhólum, sem lika hét Jón, bjó i Botni I Tálknafiröi og var sonur Jóns bónda i Höfðadal I Tálknafiröi, Jónssonar. Jón I Höföadalvarlangafi Arnfinns Jónssonar I Lambadal i Dýrafiröi og Kjartans I Efri- húsum I önundarfiröi. Guöbjörg var hins vegar ættuö frá Djúpi. Halldór faöir hennar var sonur Jóns Einarssonar i Hafnardal og seinni konuhans, Jórunnar Jónsdóttur, en systir þeirrar Jórunnar var Valgerður tengda- móðir Jóns Halldórssonar á Laugabóli. Móöir Guðbjargar var Ellsabet Guö- mundsdóttir i Skálavlk innri, Þorgils- sonar i Botni i Súgandafiröi, Jónssonar, en kona Þorgils var Helga Daöadóttir frá Blámýrum, fööursystir Guðmundar sterka á Kleifum i Skötufiröi. Þau Hall- dórogElisabetbjuggu á Horni IMosdali Arnarfirði og áttu 5 dætur: ein þeirra var Guöný móöir Halldórs Jónssonar á Arn- geröareyri. Þau Jón og Guöbjörg eignuöust 11 börn og komust sex af þeim upp: Finnbogi á Björn Fr. Björnsson O björg Björnsdóttir, sem enn lifir I hárri elli. BjörnogRagnheiðureigasaman einn dreng, Björn Friðgeir, sem nú er 10 ára. Björn Fr. Björnsson, sat fyrst á sumar- þingi áriö 1942. Slöan var hann samfleytt á þingi frá 1959 til 1974, sem þingmaöur Suöurlandskjördæmis. Alls mun hann hafa setiö 18 þing. Ekki kann ég að telja upp allar þær nefndir, sem hann sat i á löngum starfsferli. Hitt veit ég að hann vildi horfa hátt og til framtiðar og láta gott af sinum störfum leiöa. I fórum sin- um á hann franskt og islenskt heiöur- merki. Hann sat Allsherjarþing Samein- uöu þjóöanna. árið^l970 og á Ráögjafa- þingi Evrópuráös 1972 og 1973, áður haföi hann ásamt Hannibal Valdimarssyni ver- iö fulltrúi á 100 ára afmæli sænska rikis- þingsins i Stokkhólmi. í fulla þrjá áratugi lágu leiöir okkar saman i nánu samstarfi. Vist var oft erfitt að komast yfir allt það sem gera þurfti meöanviö vorum aöeinstveir viö störfin i stóru héraöi, en þaö varði hátt á annan áratug,og þó aö reglugeröir væri kannski ekki alltaf lesnar til botns, flotaöist allt farsællega af. Otalin eru öll feröalögin á nóttu og degi i bliðu og oft striði. En svo voru gleðistundirnar, þegar tilveran var skoðuö frá annarri sjónarrönd og hiö dag- lega bardús gleymdist stundarkoin, — og álfar hoppuöu á hjarni. Allar minningar eru bjartar eins og austurloftið var oft þegar litið var út um gömlu skrifstofu- gluggana og sólin var að koma upp yfir jöklinum. Og nú á þessum timamótum þökkum við Margrét ykkur Ragnheiði, gamla og nýja vinsemd og óskum ykkur blessunar og bjartra daga. PálmiEyjólfsson. Hóli I Bakkadal, Kristin hýsfreyja lengi á Jaöri hjá Tungufelli i Hrunamannahrepp (konaGuöna Jónssonar), Guöjón smiður, Elisabet Theódóra kona Þorvalds Gisla- sonar á Hóli, Jón dó á 19. ári, Maria kona Jóns Magnússonar frá Feigsdal, siöar á Flateyri. Af þessum systkinum er Kristin nú ein á lifi. Guöjón Jónsson ólst upp við alla venju- lega vinnu ásjóog landieins og þá var titt i Arnarfjarðardölum. Þess má geta, aö rúmlega tvitugur var hann formaöur á báti um vor og sumar og voru allir há- setarnir yngri en hann. Þeir reru frá Bakka og öfluðu sist verr en aörir. Mun þaöekki hafa verið heppni einni að þakka heldur hæfileikum formannsins og þvi aö hann hafði röska stráka innanborös og kunni lag á þeim. Ungur læröi Guöjón bókband hjá Guð- jóni Arnasyni i Austmannsdal. Seinna var hann einn vetur viö framhaldsnám hjá Arsæli Arnasyni bókbindara i Reykjavik. Aldrei stundaöi hann þá iðn aö nokkru ráöi, en bækur sem hann hefur bundið og gyllt vera vandvirkni hans og smekkvisi gott vitni. Hagleikur Guöjdns kom einnig fram i þvi aö hann lagði sig snemma eftir smiö- um og vann sér siöar iönréttindi i þeirri grein. Segja þeir sem til þekkja aö hann hafi verið ágætur trésmiður, bæöi vand- virkur og afkastadrjúgur. Guöjón giftist 22. mai 1925 Katrinu Gisladótturá Krókii Selárdal, Arnasonar og Ragnhildar Jensdóttur frá Feigsdal. Þau eignuöust tvö börn: Magnús húsa- smiöameistara í Reykjavik, giftan Arn- heiöi Bjarnadóttur Kemp (eiga einn son), og Arndisi gifta Jóni Guðjónssyni raf- virkjameistara i Reykjavik (eiga 2 börn og 3 barnabörn). 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.