Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1979, Qupperneq 8

Íslendingaþættir Tímans - 27.10.1979, Qupperneq 8
70 ára Bjöm Fr. Bjömsson Gamla hengibrúin yfir Þjórsá var fögur og vegleg. Hún var eins og myndarlegt musterishliö viö vesturmörk hins sögu- rika Rangárþings. t byrjun nóvembermánaöar áriö 1937 ók gömul fólksbifreiö yfir brúna og siöan hægt uppbrekkuna viö austurbakkann og' áfram sem leiö lá, framhjá fallega trjáa- og blómagaröinum hans ölafs tsleifsspn- ar hómópata í Þjórsártúni. Viö Fifil- brekku opnastsýnin til hinna yfirbragös- miklu austurfjalla, Eyjafjallajökuls, Tindfjallajökuls, Þrihyrnings og Heklu. Sveinn Jónsson, járnsmiöur á Selfossi, ók „drossiunni” sinni hiklaust austur holótt- ann Holtaveginn. 1 framsætinu hjá honum sat veröandi sýslumaöur Rangæinga, Björn Fr. Björnsson, meö bréf upp á vas- ann, undirritaö af Hermanni Jónassyni, þáverandi dómsmálaráöherra, sem hafði sett hann i þaö starf, sem hann siðan innti af hendi i fulla fjóra áratugi. Nokkrum mánuöum siöar sendi Kristján X. honum útflúrað skjal meö stórum stimplum þar sem konungur tslands og Danmerkur skipar hann — sýslumann Rangárvalla- sýslu. Það var komiö undir kvöld þegar þessi 28 ára gamli Reykvikingur var oröinn einn hjá krossbundnu skjalapökkunum i Gunnarsholti, en þar hefði embætti sýslu- mannsins veriö um tima. Rafljós urðu ekki kveikt til að skoöa „góssiö” þvi aö enn leið fullur áratugur þar til Rangæing- ar glöddust yfir ljósunum frá Soginu. Arin milli 1930 og 1940 voru erfið, efna- hagur var almennt bágborinn, heims- kreppan setti skoröur á allar fram- kvæmdir. Ofan-afristuspaðinn og hesta- plógurinn voru einu tiltæku verkfærin til jarðræktar. Hestvagninn var enn i hlut- vprki jeppans og heimilisdráttarvélarinn- ar. Þá grænkuöu ekki sandarnir hjá Gunnarsholti og i Skógum á vorin, en betri tíö var I sjónmáli. Björn Fr. Björnsson tjaldaöi ekki til frambúöar i Gunnarsholti. Hann flutti embættið eftir tvo sólarhringa niöur i Hvolsvöll og byggöi sjálfur þar áriö 1938 embættis- og skrifstofubústaö, sem var eitt af fyrstu húsunum sem reist var i kauptúninu og þar var siðan skrifstofa Rangárvallasýslu i hálfan fjóröa áratug. Svo sem vænta mátti biöu æöimörg verkefni hins unga, tápmikla sýslumanns, bæöi þau, sem tilheyröu hinni daglegu önn og eins hin, sem visuöu til framtiöar. Hann var vel undirbúinn til aö taka þátt i íjölbreyttum störfum og félagsmálum. Hann haföi eftir aö hafa lokiö lögfræöi- prófi veriö aöstoöarmaöur lögreglu- stjórans á Akranesi, Þórhalls Sæmunds- sonar, siöan um stundarsakir fulltrúi 8 sýslumannsins i Rangárvallasýslu, sem þá var Björgvin Vigfússon, og i nærfellt eitt ár var hann settur sýslumaður I Ar- nessýslu. Sem drengur og unglingur haföi hann tekiö þátt i starfsemi K.F.U.M. þar sem ljósberinnog leiðtoginn séraFriörik Frið- riksson, visaði til vegar. I K.F.U.M. spil- aði hann stundum á orgelib á samkomum og löngu seinna lék hann i viðlögum á orgelið I Stórólfshvolskirkju af innlifun og gaf gömlu sálmalögunum djúpan tón. í Hvolsvelli kom hann ásamt fleiri á fót unglingafræðslu og kenndi þar ásamt Helga Jónssyni, lækni og Sigfúsi Sigurös- syni, skólastjóra. Hann leiöbeindi þegar æfð voruleikrit og hann æföi þar eitt sinn kvennakór. Skák var honum mikil eftirlætisgrein bæöi austan Fjalls og eins f Reykjavik. í knattspyrnufélaginu Vikingi starfaði hann bæði i félagsmálum og á leikvelli og var einn af frægari leikmönnum sinnar samtiöar, jafnvel svo aö þrumuskotin hans eru enn I minni höfð. A löngum og litrikum starfsferli Björns Fr. Björnssonar, hygg ég, aö ekkert starf hafi hann tekið aö sér, sem betur hæföi orku hans og áhugasviöi, en störfin við uppbyggingu skólasetursins að Skógum. A þeim árum þurfti að glima við leyfis- veitingar, fé var þá torfengið og er mér minnisstætt þegar Guömundur Skúlason, bóndi að Keldum kom með sparisjóðsbók- ina sina til að lána Ur til byggingarinnar. Margar voru ferðirnar til vinar okkar Gunnars Runólfssonar, sparisjóösstjóra á Syöri-Rauöalæk og Einars Pálssonar á Selfossi, sem þar stýrði þá Lands- banka-útibúinu. Efnisútvegun var erfiö, þvi ýmsar byggingarvörur voru þá litt fá- anlegar. Framgangur Skógaskóla var honum ævarandi áhugamál. Hann mætti þvi alltaf við skólasetningar og skólaslit og brá stórum svip á þær hátiðlegu at- hafnir. Gott samstarf skólanefndar og skólastjóra var árangursrikt. Þegar Egill Thorarensen fékk brenn- andi áhuga á byggingu hafnar i Þorláks- höfn, var leitað til Rangæinga. Björn sýslumaður varð fyrirliöi áhrifamanna i héraöi og tókst farsælt samstarf viö Arnesinga, einsog um likt leyti tókst við Vestur-Skaftfellinga við uppbyggingu menntasetursins og myndarlegs byggða- safns i Skógum. Samstarfiö til austurs og vesturs var meö ágætum og af þvi leiddi farsæld fyrir Rangárþing. Björn var og formaöur stjórnar Kaupfélags Rangæ- inga i yfir tuttugu ár og hann kom á fót Tónlistarskóla, sem nú er oröinn blómleg menningarstofnun, og hann v£U- einn af stofnendum blaösins Þjóöólfs á Selfossi. Björn Fr. Björnsson, er fæddur 18. sept- ember 1909 i Reykjavik og á sin bernsku- spor á Bergstaöastignum. Mööir hans hét Guðrún Helga Guðmundsdóttir frá Háafelli i Skorradal, en faðir hans hét Björn Hieronymusson, steinsmiður frá Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd. Björn gekk i gamla menntaskólann viö Lækjargötu og lauk þaðan stUdentsprófi voriö 1929 ogvarðþvifimmtiu ára stúdent ás.l. vori. Siðan lá leiðin í Háskólann og þaðan lauk hann lögfræðiprófi 13. febrúar 1934 og þreyttu þeir próf saman hann og Gunnar Thoroddsen. Ari seinna hinn 25. mai' kvæntist hann Margréti Þorsteins- dóttur, jafnöldru sinni frá Hrafntóftum i Djúpárhreppi. Hjúskapur þeirra varöi I rösklega aldarfjórðung. Þau hjónin eign- uðust fjögur börn: Birnu Astriði, Grétar Helga, Guörúnu og Gunnar, öll eiga þessi ágætis systkini sina maka og myndarleg börn. Margrét andaðist i marsmánuði 1961. Hún var mikil húsmóðir, mild og móðurleg og manni sinum styrk stoö. Aftur giftist Björnf september árið 1962, Gyðu Arnadóttur, prests á Stóra-Hrauni, Þórarinssonar og Elisabetar Sigurðar- dóttur. Gyða lést tveim árum siðar. Eins og ætt hennar er alþekkt fyrir sá Gyöa hinar björtu hliöar tilverunnar og bar meö sér léttleika i fasi og framkomu. t aprilmánuöi áriö 1968 kvæntist Björn Ragnheiöi Jónsdóttur, fóstrufrá Deildar- tungu, mikilli myndarkonu, sem býr bónda sinum gott og traust heimili. For- eldrar Ragnheiöar eru Jón Hannesson, merkur stórbóndi og félagsmálamaöur á sinni tiö og gáfu og gæöakonan, Sigur- Framhald á bis.6 islendinqaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.