Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1980, Page 5
Sumariö 1963 dvaldi undirrituö ásamt
dætrum sinum i Snartartungu um nokkurra
vikna skeiö, kom aö því aö leiö aö slætti,
langaöi mig aö reyna aö vera liötæk úti á
túni dreif mig þangaö sem var veriö aö
þurrka hey, stillti mér upp viö hliöina á
Asmundi gætti þess aö fylgja honum eftir,
vegna þess fyrir tilviljun eina var ég búin
aö komast aö þvi aö hann var ljóöelskur
mjög og kunni mikiö af alls konar kvæö-
um þar á meöal tækifærisvisur, notaöi
hann þá stundina vel sem veriö var aö
snúa heyi, aö fara meö skemmtil. ljóö t.d.
eins og (úr Bréfi til Matth. Joch.) eftir
Hannes Hafstein.
Arin liöu og kom aö þvi aö Snartar-
tunguhjónin brugöu búi, og fluttust suöur
til Reykjavikur, hef ég grun um aö þaö
hafi veriö Asmundi þung spor, en var þaö
mikil gleöi fyrir hann aö vita aö Sigurkarl
sonur hans tók viö búinu.
Ásmundur taldi þaö sina mestu gæfu i
lifinu er hann gekk aö eiga eftirlifandi
konu sina Svövu Jónsdóttur ættaöa frá
Vatnshömrum i Borgarfiröi þann 28.
febrúar 1930. Varö þeim átta barna auöiö,
misstu einn son ungan er Snorri hét.
Barnabörnin eru 23, og langafabörnin 3.
NutU þau samvista i rúm 50 ár, áttu
Gullbrúökaupsafmæli þann 28. febrúar
s. l., sem þauhélduupp á, ásamt vinum og
vandamönnum meö dýrlegum fagnaöi aö
Alftamýri 8, Reykjavik.
Hann fylgdist mjög vel meö börnum
sinum, gladdist yfir velgengni þeirra
haföi unum af aö skoöa og fylgjast meö,
t. d. ef veriö var aö byggja hús og rétta
fram hjálparhönd á meöan sjónin leyföi.
Hann hlustaöi jafnframt afar mikiö á
útvarp, var oft afar skemmtilegt aö ræöa
ýmis málefni viö hann.
Fyrir 2 vikum rúmum, fór Asm. ásamt
Hrefnu dóttur sinni og Gissur tengdasyni
sinum norður i Snartartungu í bliöskapar-
veöri björtu og fögru, gekk þar um úti
naut þess aö dvelja þar um stund. Hér
hefur verið stiklaö á stóru, en ekki get ég
hætt þessum skrifum minum án þess aö,
þakka fyrir hönd eiginkonu barna tengda-
barna liönar stundir, viö söknum hans öll.
Siöast en ekki sist eru kveöjur til afa frá
barnabörnum hans, meö þakklæti fyrir
ást og umhyggju sem hann syndi þeim,.
jafnframt biö ég þau aö hafa Asmund afa
sinn aö sinu lleiöarljósi á ókomnum árum,
þá er vel. A ö lokum biö ég algóöan Guð aö
blessa minningu tengdafööur mins og vin-
ar,
þin tengdadóttir
Guörún Erna.
Min sál og hjarta hvili i þér,
en hvil þú, Guö i brjósti mér,
svo hver einn morgunn heims um rann
mig hitti nýrri, og betri mann.
M.Joch.
Milli Stikuháls og Skriðinsennis gengur
litill, en djúpur fjöröur. Inn af firöinum
liggur grösugur dalur milli hárra fjalla.
Eftir dalnum rennur lygn á, þar sem sil-
ungar vaka á vorkvöldum. I miöjum dal-
num stendur bærinn Snartartunga. Þar
bjó Asmundur Sturlaugsson um hálfrar
aldar skeiö. Þaö er sumarfallegt og
búsældarlegti Snartartungu, en þar getur
oröiö kalt á vetrum þegar blæs af Húna-
flóa.
Asmundur átti heima i Snartartungu
alla ævi og hélt mikilli tryggö við býli sitt
og sveit. Þar var ævistarf hans unniö.
Hér verður ekki rakin ætt eöa æviferill
Asmundar frá Snartartungu. Til þess eru
aörir hæfari og fróöari.
Asmundur var friöur maöur sýnum og
vörpulegur á velli. Svipur hans bar vott
um innri ró og góömennsku. Friösamari
og hlýrri mann er varla hægt aö hugsa
sér. Þótt Asmundur væri hægur i fram-
göngu, var hann harðduglegur verka-
maöur og laghentur enda læröur smiöur.
Hann var bóndi góöur og sinnti mjög vel
búfé sinu.
1 einkalifi sinu var Asmundur gæfu-
maður. Hann var kvæntur hinni ágætustu
konu, Svövu Jónsdóttur og þau áttu mörg
og mannvænleg börn.
Viö áttum sumardvöl I æsku á Snartar
tungu hjá þeim Asmundi og Svövu. Sá
eldri okkar kom þangað fimm ára gamall,
ókunnugurhúsbændum ogflestu heimilis-
fólki. Með okkur tókst vinátta sem siöan
hefur haldist. Asmundur geröi aldrei
viömótsmun á eigin börnum og aökomu-
börnum. Hjá honum leiö ungmennum vel.
Við munum minnast Asmundar þegar við
heyrum góös manns getiö.
Um leiö og viö kveöjum þennan vin
færum við Svövu, og börnum þeirra hjóna
innilegustu samúöarkveöjur okkar allra
og þökkum samveruna.
Stefán Benediktsson
Guömundur Benediktsson.
Asmundur Sturlaugsson, bóndi frá
Snartartungu I Bitrufiröi á Ströndum
vestur lést þann 1. september s.l.
Asmundur var fæddur 5. ágúst 1896. Ar-
iö 1930 kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni Svövu Jónsdóttur, borgfirskri,
hjartahreinni, atorkukonu. Þau bjuggu
alla sina búskapartiö i Snartartungu. I
minum augum var Asmundur dæmi-
geröur islenzkur bóndi hins gamla tima,
sem nú hverfa sem óðast af sjónarsviöinu
Þessir menn þurftu og vildu lifa i sátt og
samlyndi viö jöröina og náttúruöflin og
gátu einungis treyst eigin skilningarvit-
um og kröftum I erfiöri lifsbaráttu. Oft
mun hún hafa veriö hörö llfsbaráttan i
Bitrufiröinum. Óbliö náttúruöfl og
hrjóstrug jörö krefja atorku og næms
skilnings bóndans. Þar er bóndinn ekki
herra jarðarinnar, heldur aöeins einn
þáttur I samspili náttúrunnar þar sem
hvort er öðru nauösynlegt, maöur og jörö.
Þannig gagnkvæmt samband var milli
Asmundar og jaröarinnar, sem hann unni
og græddi, og gaf honum framfæri sitt.
Slíkir menn mynda styrkasta hlekkinn i
þeirri keöju, sem tengir saman menn og
jörö, og eru órjúfanlegur þáttur i þeim
rótum, eiginlegum og menningarlegum,
sem tengja tslendinga viö fósturjöröina.
Aöra bestu eignleika islenska bóndans
átti Asmundur einnig I rikum mæli, gest-
risni fulla af hjartahlýju og hjálpsemi.
Sem ungur drengur átti ég þvi la'ni aö
fagna aö dveljast nokkur sumur I
Snartartungu undir handarjaöri Asmund-
ar og Svövu. Þar i þessari tiltölulega
frumstæöu og haröbýlu sveit kynntist ég
jöfnum höndum gömlum sem nýjum
sveitarstörfum og læröi umgengni viö dýr
og náttúru. Þar öðlaöist ég lifsskoöun,
sem hefur veriö mér dýrmætt og mikil-
vægt vegarnesti, og ómissandi tengsl við
islenska náttúru og jafnframt liöna tiö.
Eg átti Asmundi mikiö aö þakka og
sakna hans. Nú nýtur hans ekki lengur við
til aö fræöa um liöna tima.
Óbrotgjarn minnisvaröi eru störf hans
aö býli sinu, og hin hjartahlýja og drengi
lega framkoma hans viö samferöamenn
sina bæöi unga og aldna. Fullviss er ég
þess aö handan landamæra lífs og dauöa
hefur almættiö ætlaö þessum góöa
islenzka bónda staö i sinum gróöursælum
reit meöal hjartahlýrra og traustra
manna. Þar sitja þeir trúlega gamlir
sveitungar úr Bitrufiröinum sem á undan
eru farnir og gleöjast yfir endurfundun-
um. Þar mun ekki væsa um hinn aldna
bónda frá Ströndum.
Ég óska honum góörar feröar til nýrra
heimkynna.
Svövu, sem ber sárasta söknuöinn, og
öörum aöstandendur sendi ég samúðar-
kveöjur.
Uppsölum 6/9, 1980.
Guömundur Benediktsson.
•slendingaþættir
5