Íslendingaþættir Tímans - 22.11.1980, Blaðsíða 2
Kristinn Jónsson
framkvæmdastjóri Eskifirði
Fæddur 2. október 1914.
Dáinn 16. september 1980.
Einn af tignarlegustu og duglegustu
mönnunum á Eskifirði Kristinn Jónsson
framkv.stjóri kvaddi þetta jarðneska lff
16. september s.l. tæplega 66 ára.
Við hjónin kynntumst Kristni strax eftir
aö við komum til Eskifjarðar árið 1961,
enda var hann einn aðal atvinnurekand-
inn hér á staðnum ásamt Aöalsteini
bróður sinum. Byrjaði maður minn og
börn að vinna fljótlega hjá þeim
bræðrum.
Kristinn Jónsson var flokkshollur og
sjáandi framsóknarmaður. Hann var orð-
heldinn og ábyggilegur. Allt stóð eins og
stafur á bók sem hann sagði eöa lofaöi
fólki sinu. Og fór fólk, sem hjá honum
vann aldrei fram á að fá skriflega
samninga. Sýnir það vel hve mikils traust
hann naut meðal almennings.
Kristinn var þrigiftur. Fyrsta kona
hans var Gunnþórá Björnsdóttir og áttu
þau saman 4 börn sem öll eru myndarfólk.
Elst er Kristbjörg, gift Herði Þórhallssyni
og eru þau búsett á Reyðarfirði. Næst-
elstur er Björgúlfur, giftur Asgeröi
Agústsdóttur eru þau búsett á Eskifirði.
Þá kemur Björn. Hann er giftur Astu
Björnsdóttur. Þau eru búsett I Reykjavik.
YngsterLIsaoger hún viönám I Canada.
Gunnþóra átti Eddu Long áður en hún
giftist Kristni. Gerði Kristinn hana að
kjördóttur sinni. Er Edda gift Bóasi
Sigurössyni og eru þau búsett á Eskifirði.
Kristinn og Gunnþóra slitu samvistum.
Nokkrum árum slðar giftist hann Ingi-
björgu Hermannsdóttur hjúkrunarkonu.
Attu þau eitt barn er fæddist andvana.
Sambúð þeirra Kristins og Ingibjargar
stóö stutt. Arið 1969 giftist Kristinn Odd-
nýju Gisladóttur frá Stóru-Reykjum i
Hraungerðishreppi i Árnessýslu. Mat
Kristinn Oddnýju konu sina mikils. Enda
hugsaði hún vel um Kristin alla tið,en
hann var mjög heilsulaus s.l. 6 ár. Veit ég
að börn Kristins verða alltaf Oddnýju
þakklát fyrir þá góðu hjúkrun og um-
hyggju sem hún sýndi fööur þeirra.
Kristinn var sonur hjónanna Guðrúnar
Þorkelsdóttur, ættaðri frá Reykjavik og
Jóns Kjartanssonar bónda i Eskifjaröar-
seli. Heyrði ég talað um það sem barn,
hvað þau hjónin Guðrún og Jón væru
myndarleg en ólik að mörgu leyti. Þau
áttu 6 börn sem öll eru tignarlegt heiðurs-
fólk og láta allstaðar gott af sér leiða, svo
2
og niðjar þeirra það sem ég þekki til.
Guðrún Þorkelsdóttir missti mann sinn
árið 1928. Þá var elsta barnið ný fermt en
yngst 5 ára. 1 þann tima var erfitt fyrir
ekkjur með mörg börn. Þá voru engar
tryggingar og hreppsfélögin fátæk, enda
atvinnuleysi mikið og ekki sist á Eskifirði.
Guörún Þorkelsdóttir hætti fljótlega bú-
skap enda búið litiðiþar sem Jón var búinn
að vera að mestu rúmliggjandi heima s.l.
tvö árin áður en hann dó. Guðrún flutti til
Eskifjarðar með börn sin i smá hús. Hún
missti ekki kjarkinn eða var grátandi
framan i fólk svo það sæi heldur herti hún
börnin upp, spilaði mikið við þau og
flaugst á við þau. Guðrún Þorkelsdóttir
var ekki lærð ráðgjafi eða sálfræðingur,
fóstra eða hvaða nöfnum, sem allt þetta
lærða fólk, sem á að ala börn rétt nú til
dags. Guörún grét ekki framan i börn sin.
En hver er kominn til með að telja þau
mörgu tár sem hún grét þegar hennar
myndarlegu börn voru sofnuð. Guðrún
Þorkelsdóttir fékk bænir sinar uppfylltar.
Börn hennar og makar eru allt harðdug-
legt manngæskufólk sem allir ábyrgir
þjóöfélagsþegnar elska og virða.
Ariö 1956 keyptu þeir bræður Kristinn
og Aðalsteinn 54 tonna bát sem var afla-
hæsta skipiö á sildveiðunum það sumarið.
Þá var teningunum kastað og siðan hefur
aldrei veriö atvinnuleysi á Eskifirði. Þeir
bræður hafa siðan stækkað sin skip og
eiga núna 1 og hálfan skuttogara og eitt
nótaveiöiskip (Jón Kjartansson SU-111)
ásamt Hraöfrystihúsi Eskifjarðar sem
var stækkað og endurbætt fyrir nokkrum
árum. Loðnubræðslu eiga þeir og sildar-
plan ásamt mörgu fleiru sem tilheyrir
þeirra atvinnurekstri.
Ég hef aldrei séð börn eins góð við sina
móður eins og börn Guðrúnar Þorkels-
dóttur við hana. Synir hennar 4 eru miklir
spilamenn og spila bridge við sina kunn-
ingja.En alltaf gáfu þeir sér tima til að
spila vist við móður sina hvenær sem hún
vildi.
Ég kom alltaf til þeirra hjóna Kristins
og Oddnýjar á föstudögum þegar ég fór i
búðir. Sá ég þá hve vel Oddný hafði búið
Kristni hlýlegt heimili. Þau voru ávallt
létt i lund og höfðingjar heim að sækja. Ég
tel mig hafa haft gott af þvi að kynnast
Kristni Jónssyni. Hann var mikill hug-
sjónamaöur og vildi aldrei eyða meiru en
hann aflaði gagnvart sinum atvinnuvegi.
Væri eflaust betur komið fyrir okkar
þjóðarbúi ef fleiri hugsuðu i sama dúr og
Kristinn en á þessum timum virðist
markmiðið að taka lán og aftur lán og
eyða og eyða eins miklu og hægt er án til-
lits til þess sem aflað er.
Jarðarför Kristins fór fram frá Eski-
fjarðarkirkju 26. september s.l. að
viðstöddu miklu fjölmenni og kom fólk
langar leiðir að til að fylgja hinum látna
hinsta spölinn. Þar á meðal öll börn og
tengdabörn Oddnýjar af fyrra hjónabandi
sem Kristinn heitinn mat alltaf mikils, þvi
þau sýndu honum ávallt mikla hlýju t.d.
komu þau alltaf til hans þegar hann lá
langtimum saman á Landspitalanum i
Rvik.
Blessuösé minning Kristins Jónssonar.
Regina Thorarensen
r ; ^
v________:______j
islendingaþættir