Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 14.03.1981, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 14.03.1981, Qupperneq 3
Guðfinnur Ragnar Þórólfsson Arnesi Fæddur 4. júlí 1926. Dáinn 1. jánúar 1981. „Dauðinn á svo með sanni samlfkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er, —” H.P. Þessar hendingar úr útfararsálmi Hallgrlms Péturssonar eru mér i hug þeg- 3r ég legg I að minnast látins náins úágranna og samferðamanns með nokkr- úm orðum. — Hinn slyngi sláttumaður er ósynilegur förunautur llfsins, en þó ávallt úálægur. Allt, sem lifir verður fyrr eða siðar að hiyöa kalli hans. Daglega heyr- um við sæg af dánartilkynningum. Mis- jafnlega nærri mér og þér höggva þær I þaðog það skiptið. Þar um gildir: „1 dag þér, á morgun mér”. — Misjöfnum að- ferðum beitir hann i viðureign sinni við °kkur mennina. Stundum reiðir hann 'eiftursnöggt til höggs svo menn á besta aldriog Iblóma lifsins falla örsnöggt fyrir höggi hans. 1 annan tima tekur gliman við hann lengri eöa skemmri tima og birt- 'st I ymsum myndum. Getur þá sýnst óvist um úrslit i þeirri viðureign, svo von °g óvissa skiptist á i huga viðfangsmanns °g þeirra sem næstir standa. t þeim þildarleik gengur margur meö sigur af þólmi, um sinn, með aðstoð lækna og visinda, aðstandendum til stórrar gleöi. sjúkum og lifsþreyttum, þar sem engu verður um þokaö, er hann kærkominn og 'eusn frá erfiöri þraut. Þeim er hann: -engill, sem til ljóssins leiöir, ljósmóðir, sem hvilir reiðir, sólarbros, er birta él," "En I flestum tilfellum hefur hann í för újeð sér margvislegar breytingar, breytt V'ðhorf til lifsins og breytingar á högum þeirra, sem eftir standa og nánastir eru, lifið heldur sinni rás þó ferðafélagarn- lr> einn og einn, heltist úr lestinni. Huðfinnur var fæddur 4. júli 1926, aö Þitlu Avik i Arneshreppi. Foreldrar hans yóvu hjónin Guðbjörg Jónsdóttir, Magnússonar bónda og smiðs I Litlu-Avfk óg Þórólfur Jónsson frá Stóru-Avik. Þór- Ifur var dóttursonur Guömundar Páls- s°nar I Kjós og þvl af Pálsættinni kominn, ®n fóstursonur Jóns Péturssonar I Stóru- vik og konu hans Guðrúnar ólafsdóttur rá Gnystöðum á Vatnsnesi. Þau Þórólfur °g Guðbjörg bjuggu i húsmennsku I Litlu- fö)\ V'^ einþver jarðarafnot frá Jóni °ður Guðbjargar. Frumbýlingsárin uröu Peim ungu hjónunum erfið. Veröfall á öll- ^ni afurðum, til sjós og lands stóð þá yfir 'okinni fyrri heimsstyrjöldinni. Fengu ,s|endingaþættir margir sig fullreynda á þvi þó betur væru i stakk búnir. Ómegð hlóöst á þau og af- koman var erfið eignalausum og jarðnæðislitlum einyrkjum. — Sumariö 1928 lést Guðbjörg aðeins 29 ára að aldri. Þórólfur stóö þá einn uppi með 6 kornung börn, það yngsta á fyrsta ári. Lá þá ekkert annað fyrir en að koma börnunum i fóstur. Segja má að vel tækist til um heimilaval fyrir þau, öll fengu þau sama- stað til frambúðar nema næstyngsti drengurinn, Guðfinnur. Fram til 6 ára aldurs hafði hann þrivegis skipt um heimili er hann fór að Kjörvogi til Magnúsar Guömundssonar og Guörúnar Jónsdóttur konu hans, sem þá voru oröin roskin. Þar var hann upp frá því til fullorðinsára. K vol færi um hann hjá þeim, sem hann var hjá þessi fyrstu ár sin, má þó geta sér þess til að hann hafi að vissu leyti fariö á mis við þá móðurást, sem börnum á þeim aldrei er öllu ööru nauðsynlegri. Hann var dulur að eðlisfari og nokkuð einþykkur, svo vandgerðara var viö hann af þeim sökum. Eftirað hann kom að Kjörvogi mátti segja að hann væri eins og I foreldrahöndum, hjá þeim sóma- hjónum, enda leit hann á gömlu hjónin á Kjörvogi sem slik og sýndi þeim sonarleg- ar artir meðan þau liföu, og með honum og Guðmundi syni Magnúsar og Guðrúnar var einkar kært þó aldursmunur væri nokkur á þeim. Ekki fór Guðfinnur i skóla til framha ldsnáms eftir að barnaskólanámi hans lauk. Mún honum þó hafa staðið það til boða en hann ekki viljað þekkjast það. Vantaði hann þó ekki námsgáfur til þess. Sá hann eftir þvi siðar en þá um seinan þvl dulin námslöngun bjó honum I brjósti. Þegar hann var oröinn fulloröinn og sestur aö búi hóf hann nám I Bréfaskóla SIS og nam siglinga- og vélfræði meö góöum námsárangri, þó litt kæmi þaö honum aö notum við sín daglegu störf, en meir til ánægjulegs viöfangsefnis. Þegar hann hafði þroska til fór hann að fara á vertlðir, til sjós, likaöi honum það vel og var duglegur sjómaður. Þess i milli var hann heima á Kjörvogi og vann þar að bústörfum með Guðmundi fóstbróður sín- um og Guörúnu móður hans meöan hún lifði. Þanh 10. júli 1954 gekk hann að eiga frændkonu sina Agústu Sveinbjörhsdóttur frá Litlu-Avik. Voru þau að öðrum og þriðja liö komin frá Jóni Magnússyni I Litlu-Avík. Fyrsta búskaparár sitt voru þau á Kjörvogi og likur til að þau ilentust þar við búskap. En árið 1956 fluttist séra Björn Jónsson, nú prestur á Húsvík, til Reykjavfkur. Hafði hann þá veriö prestur I Árnesi um nokkur ár og byggt þar stórt prestseturshús. Réöst það þá að þau ungu hjónin færu að Árnesi, fengu lausa ábúö á prestssetrinu og þeim hluta jaröarinnar, sem þvl tilheyröi, með þeim skilmálum og jörðin væri laus ef einhver prestur óskaði að set jastþar að. Til þess hefur ekki kom- iösvo ábúöþeirra hélst áfram og hefur nú staðið I 24 ár. Þó Guðfinnur segði sjálfur aö hann væri á rangri hiDu sem bóndi og taka mætti undir það að vissu leyti, þvl hneigöir hans hafa að nokkru hnigiö til annarrar áttar, þá búnaöist honi^m vel. Bú hans varð aö vísu aldrei stórt frekar en hjá öðrum bændum hér i sveit. Hann geröi miklar umbætur á ábýli slnu bæöi að jaröabótum og byggingum, svo þaö heldur fyllilega I við önnur býli i hreppnum. — Guðfinnur var góður og fyrirhyggjusamur heimilis- faðir, allt hans ráð var igrundað af gaum- gæfni og ekki rasað að neinu. Hann var dulur og fámáll aö eðlisfari, laus við Ihlut- un um annarra málefni, en viöræðugóður og hlýr þegar hann var tekinn tali, greindur og gjörhugull. Hann var áreiöanlegur og grandvar I öllum sam- skiptum við nágranna sina og sveitunga, boðinn og búinn til hjálpar og liöveislu þegar þess var þörf. Fyrir það og öll samskipti viö hann færum við nágrannar hans og aörir sveitungar honum ómældar Framhald á 7. siðu. J

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.