Íslendingaþættir Tímans - 14.03.1981, Qupperneq 7
toinnkuðu smátt og smátt og urðu loks að
engu.
t>au Elln og Kristján eignuðust 6 börn.
bau eru talin hér i röð eftir aldri:
Mari'a Lúsia húsfreyja i Stóra-Lamb-
haga. Maður hennar er Sverrir Jónsson
°g eiga þau 3 dætur.
Kristin, búsett á Suðureyri. Maður
hennar er Kristján Þorleifsson. Þau eiga 2
dætur.
Sigurbjörg Guðlaug, búsett á Akureyri.
Maður hennar er Kristinn Pálsson. Þau
eiga eina dóttur. Áður eignaðist hún
dfeng með örnólfi Asmundssyni frá Aust-
ari-Höli i' Fljótum.
Sigurbjörn Rúnar sjómaður á Sauðár-
hföki. Kona hans er Gigja Rafnsdóttir.
hau eiga eina dóttur.
Sigurlaug Ebba, búsett á Sauðárkróki.
Maður hennar er Björn Svavarsson frá
hyngholti.
Karen Elin er yngst barnanna og enn i
foreldrahúsum.
Elin var fremur hávaxin og svaraði sér
VeL öll var hún hin myndarlegasta. Hún
var vel greind og hafði um flest fastmót-
®har skoðanir, sem hún fylgdi ákveðið
*ram við hvern sem var aö eiga. Hún var
0rðdugleg, val verki farin og hugmynda-
vík á þvi sviði. Kjarkmikil var hún og
Mði örugga og frjálslega framkomu.
Urðu þvi' aðrir óþvingaðir og leiö vel i
"5vist hennar. Allt undirferli var henni
iarH skapi. Hún hefði yndi af að umgang-
dýr og var góð við þau, glöggur
Mtúruskoðari, en hafði ónógan tima til
0 sinna þvi' hugðarefni sinu. Hún átti
arga vini og kunningja, og þótt hún
'gnaðist nýja, þá gleymdi hún ekki öðr-
10 ‘ staðinn. Nokkuð gat hún orðið hörð
“ ströng við vini og vandamenn þegar
Henni þótti þörf að stappa i þá stálinu.
J°nabandið var mjög gott og byggt á
agnkværnu trausti og virðingu, en hvor-
®i,réði yfir skoðunum hins.
ag"3 mín- þakka þér fyrir allt gott nú
leiðarlokum. Heimili þitt hefur verið
nr>að heimili mitt siðan þið fluttuð á
°kinn. Hver hefði getað fært nafna
frét*Um föstra °kkar beggja jafn lifandi
u tlr af búskapnum og öðru þvi sem hon-
orðfféttnæmt að heiman? Þáð er
vi6lnn *angur timi alls, sem þú hefur setið
. simann hans vegna i þessu 6 ár, sem
bentl er ðúinn að vera á sjúkrahúsinu.
ekk*11 "ma fannst Þér vel varið. Það var
aj, 1 að ófyrirsynju, að honum þótti
þ af erns vænt um þig og sin eigin börn.
a6?ar Þú dreifst þig hingaö frameftir til
lálPa mér á sauðburði i harðindunum
kv xU vorré 1979, þá sannaðist hið forn-
Ekk T’ aésáer vinur, sem i raun reynist.
ðeld' Þn bilbug á þér finna þá. Ekki
Þitt * élmu grimma, sem dauðastrfð
t^i Var> en þú reyndir að láta það sem
bafi^h- mæða á öðrum. Ég vona að það
min lrt failega upp og óska þér, Ella
ans gö&rar ferðar inn i lönd ódauðleik-
Hjörleifur Kristinsson
ÍSlcinj- Gilsbakka
s‘er>dingaþaettir
OGuðfinnur Ragnar
Þórólfsson
þakkir. Slikt verður aldrei full metið eða
þakkað.
Um allmörg ár hafði hann á hendi póst-
ferðir hér innan sveitar á leiðinni Gjögur
til Norðurfjarðar. A vetrum reyndu þær
oft á þrek og þrautsegju hans, en hann vfl-
aði litt fyrir sér áreynslu og fyrirhöfn og
hélt sínu striki á dráttarvél sinni, ef
mögulegt var og lét það ekki aftra sér þó
moka þurfti með skóflu smá kafla, ef það
reyndist ekki fært þá að taka póstinn á
bakið og halda sina leið. Hann var þrek-
menni og átti ekki langt að sækja það. —
Auk þess var honum falin varsla Spari-
sjóðs Arneshrepps þegar Guðjón hrepp-
stjóri á Eyri lét af þvi starfi. Fórst honum
það vel úr hendi og sinnti þvi af samvisku-
semi.
Þau hjónin eignuðust 6 börn, tvo syni og
4 dætur. Yngsta dóttirin fermdist á sl.
vori. öll eru þau prýöilega gefin og yngri I
sonurinn við nám i Háskólanum, elsta
dóttirin er húsmóðirá Kjörvogi, og orðin
tveggja barna móðir, hin börnin hafa
verið aö mestu heima og hjálpað til við
bústörfin.
Guðfinnur mátti kallast heilsugóður,
fyrir utan að gigt var farin að sækja að
honum með köflum. En sumarið 1979 fór
hann að kenna þrauta i höfði, sem
ágerðust. Þá um haustið fór hann suður i
rannsókn, kom þá i ljós að þar var i byrj-
un alvarleg meinsemd. Gekk hann þá i
geislameðferö fram að jólum, fékk að
koma heim um jólin en fór svo aftur i
áframhaldandi geislameðferð. Var þá góð
von um að tekist hefði að ná fyrir mein-
semdina. Þegar liða fór á veturinn fór
honum að versna svo hann varð að ganga
undir meiri aðgeröir. Fékk þó að koma
heim og vera viöstaddur fermingu yngstu
dóttur sinnar, á s.l. vori, en varö að fara
strax aftur. — Nú var gliman við þennan
alvarlega sjúkdóm komin á það stig að
mikil tvisýna var á orðin. Sjálfur sýndi
hann óvenjulegt þrek og þollyndi i þessari
tvisýnu baráttu. Ég kom til hans á miðju
sumri nokkru eftir aö hann hafði gengið
undir mikla aðgerö. Þá var hann glaður,
og hress eftir vonum. Sagðist vita hve
tvisýnt þetta væri, en bar samt einlæga
von i brjósti um að sér auðnaðist að
komast yfir þetta og heim, þó hann
segðist vita sig til litils megnugan. Sömu
sögu sögðu aðrir, sem heimsóttu hann. í
haust buðu læknar hans honum að
skreppa heim fáeina daga. Þvi boöi tók
hann fegins hendi og hélt heim, en þá var
svo komið að læknir varð að fylgja honum
tilaö gera að sárum hans. Þeir fáu dagar,
sem hann var heima, voru honum mikils
virði. Vinir og nágrannar heimsóttu hann,
honum til mikillar gleöi. Þar hittum við
fyrir óbugaðan mann", glaðan yfir heim-
komunni, þessa stuttu stund, og svo ótrú-
lega vongóðan um- aö nú væri læknum
hans að takast að komast fyrir meinið og
hann mundi fá að koma heim og dveljast
með ástvinum sinum og sveitungum.
Hann hélt suður aftur með vonina í
brjósti. En þvert ofan i vonir hans og ann-
arra fór heilsa hans upp frá þvi versn-
andi. Hin mikla mótstaða, sem likami
hans og sál hafði fram að þessu orkað að
vinna gegn hinum skaðvalda sjúkdómi,
fór nú þverrandi og brátt varð öllum ljóst
hvert stefndi. Fyrir jólin fór Agústa suður
að hitta hann áður en umskiptin yrðu. —
Jólin gengu i garð með sinn frið og gleði.
Þá var svo komið að sú dýrð fór framhjá
honum, en önnur og meiri beið hans á
næsta leyti. Hann andaðist, eins og áður
sagði, aö morgni fyrsta dags þessa árs.
Maðurinn með ljáinn hafði unniö sigur á
dauðlegum li'kama hans, en „andinn
byggði munavega.” Hann hafði fengið
lausn frá þjáningum sinum. — Það er trúa
min, að meðal annarra hafi móðirin, sem
varð að hverfa frá þessu barni sinu ósjálf-
bjarga og munaðarlausu, verið til taks að
fagna honum, leiða hann um ný heimkynni
og veita honum þá móðurást og
umhyggju, sem hann hafði farið á mis við
sem barn.
Með Guðfinni er fallinn I valin fyrir
aldur fram einn af bændunum hér i Vik-
inni. Þar er nú skarö fyrir skildi i okkar
fámenna samfélagi og vandséð hvort, eða
hvernig, það fyllist. — Varnargarður
þessarar fámennu sveitarer veikur, hver
einstaklingur vegur hér þyngra en þar
sem fjölmenni er meira og allar aðstæður
auðveldari. 1 hartnær aldarfjórðung hef-
ur hann verið einn af nánustu nágrönnum
minum, aðeins ársprænan, sem skilur að
lönd Árness og Bæjar, I milli. Það
nágrenni hefur verið gott og við hér i Bæ
og aörir i nábýlinu notiö þess. Þess er gott
að minnast. Þar hefur aldrei verið horft
grannt á, á hvern veg metaskálarnar höll-
uðust. Fyrir það allt færi ég honum og
hans heimili minar innilegustu þakkir, nú
þegar leiöir okkar skiljast. Mæli ég það
fyrir alltmitt heimilisfólk, aðra nágranna
og svéitunga f jær og nær. Við finnum hvaö
við höfum misst viö fráfall hans, en vitum
að þar er við stóran aö deila, og veröur
ekki gert.
En þyngst er fráfall hans konu hans og
börnum, sem hafa misst kæran eigin-
mann, föður og forsjá sins heimilis. Þeim
öllum færi ég, fyrir hönd okkar allra,
dýpstu samúð og biöjum þeim öllum
blessunar guðs.
Guðmundur J. Valgeirsson.
Af marggefnu tilefni skal
það ítrekað/ að í Islendfnga-
þætti Tímans eru ekkf tekn-
ar greinar upp úr öðrum
blöðum. Birtar erugreioar
sem komið hafa í Tímanum
á útfararc(egi viðkomandi.;
Afmælisgreinar eru ekki<
endurbirtar.
7