Íslendingaþættir Tímans - 14.03.1981, Page 8
WZSS2 E E NG
Ólöf Gunnarsdóttir
húsfreyja Hjartarstöðum
Ólöf var Austfirðingur að ætt, fædd að
Mýnesi i Eiðaþinghá, 3. ágúst 1887. For-
eldrar hennar voru hjónin Ragnhildur
ólafsdóttir, Magnússonar, bónda i Mjóa-
nesi, og Guðmundur Hallason, Jónssonar,
bónda i Bessastaðagerði i Fljótsdal. ólöf
varþirðja i röðinni af sex systkinum, sem
uppkomust. Föður sinn missti hún aðeins
niu ára gömul. Móðir hennar giftist öðru
sinni og gekk að eiga Stefán Asbjörnsson,
bónda á Bóndastöðum i Hjaltastaða-
þinghá. Stefán var ekkjumaður en barn-
laus. Þar naut ólöf uppvaxtarára sinna
með ástrikri móður og ágætum stjúpa i
hópi glaðværra systkina, þar sem brátt
bættust viö tveir bræður.
Oft töluðu þær um það, systurnar,
móðir min og Ólöf, hve góða æsku þær
hefðu átt á Bóndastöðum,heimilið mann. -
margt og mikið um gestakomur, enda
Stefán talinn með efnaðri bændum i sveit-
inni.
Um og eftir aldamótin var litið um
skólagöngu hjá ungu fólki, en Ólöf nam öll
venjuleg heimilisstörf undir handleiðslu
móður sinnar, eins og venja var á þeim
tímum.
Þegar Ólöf var tvitug að aldri, urðu
þáttaskil i lifi hennar, þvi að hún giftist þá
Magnúsi Sigurðssyni, bónda á Hjartar-
stöðum, greindum manni og duglegum.
Hann bjó þar með móður sinni og syst-
kinum. Eftir að Magnús kvæntist var þar
tvibýli í nokkuð mörg ár, Sigbjörn,
bróðir hans, bjó þar einnig og hjá honum
var móöir þeirra bræðra. En eftir að Sig-
björn fluttist i kaupstað með sina fjöl-
skyldu var jörðin á einni hendi.
Arin liðuhvert af öðru með mismiklum
breytingum, nema að barnahópurinn
varð stærri, svo að nóg var að starfa bæði
innan húss og utan. 1 aprilmánuði 1926
andaðist Magnús eftir stutta legu, og þá
stóð Ólöf uppi með 6 börn, það elsta 17 ára
og það yngsta 1 árs.
Á þeim tlmum var andlát heimilis-
föður meira en ástvinamissir - það var I
flestum tilfellum gjörbreyting á högum
fjölskyldunnar og möguleikum. Vanalega
tvistraðist barnahópurinn, þvi að þá voru
engin eftirlaun, mæðralaun, ekkjubætur
né barnalifeyrir. Ólöf mun strax hafa
tekið þá ákvörðun i samráði við eldri
börnin að búa áfram, þrátt fyrir erfið-
leika, sem voru m jög miklir á þessum ár-
um og næstu, vegna hins mikla verðfalls,
8
sem varð á landbúnaðarafurðum. Sig-
urður, elsti sonurinn, stóð fyrir búinu
ásamt móður sinni, og axlaði hann þá
byrði með sæmd, svo ungur sem hann
var. Eldri systkinin urðu óumflýjanlega
að taka á sig mikla vinnu, en maður
heyrði þau aldrei kvarta um slikt, enda
sýndu þau frábæra skyldurækni gagnvart
yngri systkinunum. En vafalaust hafa
framtiðaráætlanir þeirra breyst við lát
föðursins.
Við systkinin fórum oft upp i Hjartar-
staði til að heimsækja frænku okkar og
börn hennar, og eigum ljúfar endurminn-
ingar frá þeim stundum. Avallt mættum
við hlyju og gestrisni, enda leið ungu fólki
vel í nvist Ólafar, þvi að hún var hógvær,
skilningsrik og umhyggjusöm húsmóðir.
Þau Magnús og Ólöf eignuðusl 6 börn,
en þau eru þessi:
Sigurður bóndi á Hjartarstöðum,
kvæntur Sigriði Jónsdóttur.
Hulda (lést 1942), gift Inga Jónssyni,
verkstjóra.
Ragnar, bóndi Brennistöðum og oddviti
Eiðahrepps, kvæntur Margréti Magnús-
dóttur.
Stefania, húsmóðir á SeyðiS'
firði, — var gift Sveini Sigurðssyni,
kaupm. , sem nú er látinn.
Guðmundur, sveitarstjóri, Egils'
stöðum, kvæntur Aðaldisi Pálsdóttur.
Steinþór, skrifstofustj. Búnaðarbank-
ans á Egilsstöðum, kvæntur Sólveign
Aðalbjörnsdóttur.
011 eru börnin mannkostafólk.
Mikill harmur var kveðinn að fjölskyld-
unni, þegar hin velgefna og glæsilega
kona, Hulda lést á besta aldri, en ÓlÖf
sýndi þá sem oftar, að hún hafði til að
bera mikið þrek og skapstillingu.
Þótt Ólöf hefði alltaf ærið nóg að starfa
um ævina, virtist hún hafa gefið sér tima
til að lesa, þvi að hún var fróðleiksfús og
hafði yndi af lestri góðra bóka enda kunni
hún mikið af ljóðum.
Ólöf var á heimili Steinþórs sonar sins,
og Sólveigar á Hjartarstöðum siðustu
árin, allt til þess er hún lagðist inn d
sjúkrahúsið á Seyðisfirði. Hún andaðist
þar 28. ágúst, 1973 eftir erfiða legú
Stefania, dóttir hennar, var hjá henm
öllum stundum, sem hún gat, og annaðisf
hana af alúð. Hún var jarðsett að Eiðum
5. september, við hlið eiginmanns sins.
Lokið var langri starfsævi þessarrar
heiðurskonu.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhanna Guðmundsdóttir’
1sléndingaþ®ítir