Íslendingaþættir Tímans - 24.03.1982, Qupperneq 3
stafar jafnan birta frá vel unnu verki sem
lýsir þeim sem á eftir fára.
1 viötali við Baldur sem birtist i siðustu
leikskrá Handknattleiksdeildar segir
hann að fyrstu kynni sin af Fylki hafi
verið gegnum krakkana sina við æfingar
°g keppni. En Baldur var ekki lengi
aöeins áhorfandi, hann gerðist fljótt lið-
tækur starfsmaður og leiðbeinandi, sem -
tók frumkvæðið i sinar hendur.
Handknattleiksdeild Fylkis, sem átti 10
ára afmæli nýlega, var ekki nema tveggja
ára þegar Baldur gerðist formaður
hennar og siðan hefur hann lagt sig allan
fram til að stuöla að framgangi hennar og
ell starfsemi Fylkis hefur átt hug hans.
®g mun ekki hér tiunda frekar störf Bald-
árs fyrir Fylki, um þau vita allir sem
áhuga hafa á félaginu og með honum hafa
unnið og nafn hans mun tengjast Fylki um
langa framtið.
En hvernig var svo maðurinn fyrir utan
þann félagslega ramma sem hér hefur -
verið afmarkaður, um það tel ég mig
einnig geta dæmt. Hann var traustur
vinur i raun, tillitssamur og tilbúinn að
leysa hvers manns vanda, ef svo bar
undir.
Hann hafði fastmótaðar skoðanir á
Þeim málum, sem hann hafði afskipti af
°g lét ekki af sannfæringu sinni, ef i odda
skarst, en þó jafnframt fús til málamiðl-
unar, ef það gat leitt til lausnar. Hann var
glaðsinna og hrókur alls fagnaðar I vina-
hópi 0g þrátt fyrir, aö hann eyddi miklu af
sinum fritima til félagsstarfa þá bar hann
^uikla virðingu fyrir fjölskyldulifi og lagði
Jafnan áherslu á að tengja fjölskyldu og
feiagslif saman. Það er mikill missir að -
slikum athafnamanni sem Baldur var, en
aÖ sjálfsögðu er það þó fjölskyldan, sem
missir mest, þegar eiginmaöur og faðir
hverfur af sjónarsviöinu á miðjum aldri.
Haldur átti þvi láni að fagna, aö eiga
mikilhæfa konu og mannvænleg börn, og
Þá má ekki undanskilja barnabörnin, sem
hann hafði mikið dálæti á, enda veittu þau
honum margar ánægjustundir siöastliðið
^r. Þessi fjölskylda hefur öll lagt sitt af
uiörkum fyrir starfsemi Fylkis og haldið
uierki félagsins á lofti með sæmd.
Ef einhverjum bæri sæmdarheitið
Eylkisfjölskyldan þá ætti hún heima i
Glæsibæ 3.
Ég votta eiginkonu, börnum og öðrum
nánum ættingjum samúö mina og minnar
fjölskyldu og óska þeim alls góðs i fram-
tiðinni.
Hjálmar Jónsson
+
I dag er útfarardagur Baldurs Kristins-
sonar. Það er mikið áfall fyrir alla sem
þekktu hann að sjá á eftir honum á besta
aldri. Engum átti þó að koma lát Baldurs
islendingaþættir
á óvart vegna þeirrar vanheilsu sem hann
átti við að striða að undanförnu.
Okkar leiðir lágu saman þegar Iþrótta-
félagið Fylkir var i mótun i Arbæjar-
hverfinu. Baldur vann ómetanleg störf i
þágu félagsins bæði sem formaður Hand-
knattleiksdeildar og liðsstjóri meistara-
flokks karla i mörg ár. Þaö var ekki að
ástæöulausu að leikmenn kölluðu hann
„pabba” og sýndi þaö vel hvern hug þeir
báru til hans.
Baldur átti fimm dætur sem allar
kepptu með meistaraflokki kvenna og
einn son sem keppir með meistaraflokki
karla I handknattleik. Baldur hafði óbil-
andi áhuga á handknattleik og mætti
ávallt á leiki fram á sfðasta dag. Oft
þyngdist brúnin á honum þegar illa gekk
en gleðin leyndi sér ekki i andliti hans
þegar Fylki tókst vel upp. Mér verður
alltaf minnisstæður sá atburður þegar við
tókum á móti Baldri og meistaraflokki
karla á Reykjavikurflugvelli sem sigur-
vegurum i II. deild. Sá sigur ásamt
mörgum öðrum voru ekki hvað sist Baldri
að þakka.
Ég votta eiginkonu, börnum og öðrum
ættingjum dýpstu samúð og þakka vini
mlnum Baldri Kristinssyni ógleyman-
legar samverustundir viö sameiginleg
áhugamál.
Theódór Óskarsson
f
Hinn 4. mars siöastliöinn lést Baldur
Kristinsson fyrrv. form. handknattleiks-
deildar Fylkis, aöeins 49 ára að aldri.
Baldur kom til starfa hjá Fylki upp úr
1970 og vann mest að málefnum hand-
knattleiksdeildar félagsins, sem for-
maður og siöar liösstjóri meistaraflokks.
Baldur var þó fyrst og fremst Fylkis-
maður og vildi hag félagsins i heild sem
bestan á öllum sviðum.
En ég leyfi mér að fullyrða að eina ósk
átti Baldur ofar öllum öðrum félagi sinu
til handa, en það er nýtt Iþróttahús I fullri
stærð og vænti ég þess aö okkur takist á
næstu árum að láta þennan draum hans
og okkar allra rætast.
Ég veit, að sá róður veröur þungur, en
við munum ná settu marki, ef við berum
gæfu til að tileinka okkur þá atorku og
ósérhlifni og þann sanna félagsanda sem
einkenndu öll störf okkar látna félaga,
sem viö nú kveðjum hinstu kveðju i dag.
Um leið og ég þakka honum frábært
starf fyrir Fylki flyt ég öllum aðstand-
endum hans samúöarkveöjur félagsins,
megi minningin um góðan dreng verða
ykkur léttir i sorg ykkar.
Með Iþróttakveðju
f.h. tþróttafélagsins Fylkis
Jóhannes Óli Garðarsson
formaður.
+
Það var haustið 1974 að Baldur Krist-
insson kom til min og spurði mig hvort ég
væri tilleiðanlegur aö taka að mér þjálfun
3.fl. karla i handbolta hjá Fylki ég hváði
við og sagði eins og satt var aö ég hefði
enga þekkingu á handbolta til að miðla
öðrum. Hann sagði aö þaö skipti ekki öllu
máli, við myndum leysa það mál i sam-
einingu. Þannig hófst okkar samstarf að
handboltamálum i Arbæjarhverfi, sem
staðið hefur nær óslitið fram á siðasta
dag. A þessum stutta tima sem okkar
kynni voru er margs að minnast frá sam-
eiginlegu áhugamáli sem handboltinn
var. Mörg mál komu upp sem þurfti að
leysa og var það oft hlutverk Baldurs að
leysa þau, jafnvel með stuttum fyrirvara
og má segja að hæfileikar hans hafi komiö
skýrast i ljós þá.
Hann var oft i forustuhlutverki á
þessum tima, en það skipti ekki öllu máli
þvi hann var alltaf boðinn og búinn að
leysa þau mál sem til hans var leitaö með
og var það ómældur styrkur fyrir hand-
boltann I Fylki, að hafa mann sem Baldur
var innan sinna raöa. Auk þess að starfa
nær linnulaust frá árinu 1974 að hand-
boltamálum Fylkis átti hann sex börn
sem samtimis æfðu og kepptu meö meist-
araflokkum félagsins. Sem dæmi um
áhuga hans á félaginu og þá sérstaklega
3