Íslendingaþættir Tímans - 24.03.1982, Blaðsíða 8
Lýður Jónsson
vegaverkstj óri
Sumarið 1930 voru steyptar nokkrar
brýr i önundarfiröi. Þaer voru mikil og
góö samgöngubót þó aö þær hafi nú oröiö
aö vikja fyrir öörum nýrri og traustari
sem betur eru við hæfi flutningatækni og
feröaháttum samtlmans.
Þegar brúarsmiöirnir fóru haustiö 1930
var eftir aö tengja brýrnar vegakerfinu,
hlaöa aö þeim svo aö á þær yröi komist
meö hestvagn eöa bil, þar sem slikt sam-
band var um að ræöa. Til aö stjórna því
verki sendi Vegageröin verkstjóra frá
Reykjavlk. Þaö uröu fyrstu kynni hans af
fólki og umhverfi þar vestra.
Þessi maður var Lýöur Jónsson sem
andaöist 12. mars sl.
Hann fæddist I Elliöaey á Breiðafiröi 12.
ágiíst 1897. Vafasamt er aö fæöingu hans
hafi verið fagnaö. Móöir hans hét Stein-
unn Lýösdóttir og var ógift vinnukona
hátt á fertugsaldri fædd 1860. Ljósmóðir-
in, Hlíf Gunnarsdóttir I Bildsey skíröi
drenginn skemmri skírn og gaf honum
föðurnafn móöurinnar. Faöir hans var
Jón MagnUsson sunnlenskur búfræöingur
sem veriö haföi viö kennslu i Neshreppi
innri.
Lýöur mun litiö hafa haft af foreldrum
sinum aö segja. Hann ólst upp I Fróðár-
sveitþar sem móöir hans átti sveitfesti.
Svo til nýfæddur var hann fluttur þangaö
og um haustið þegar hann er á fyrsta ári
er hann skráöur tökubarn hjá Guöbrandi
Þorkelssyni assistent og konu hans Guð-
björgu VigfUsdóttur. Þar átti hann þó
skamma dvöl. Hann ólst slöan upp meö
fósturforeldrum slnum I Geirakoti, Guö-
mundi Þorlákssyni og konu hans Þurlöi
ólafsdóttur. Þar var hann fram yfir ferm-
ingu og I Fróöarársveit var hann sln
æskuár, fluttist meö fósturforeldrum sln-
um aö Innri-Borg. Guömundur fóstri hans
haföi róiö meö Lýö Hálfdánarssyni fööur
Steinunnar og munu þau tengsl hafa oröið
til þess aö Guömundur tók Lýö litla til
fósturs.
Lýður Jónsson stundaöi nám i Hvltár-
bakkaskóla og fékkst eitthvaö viö barna-
kennslu I sveit sinni eftir þaö.
Lýöur veiktist af berklum og var um
skeið á Vffilsstööum. Þar kynntist hann
konuefni slnu Kristlnu Jóhannsdóttur, frá
Goddastööum I Dalasýslu. Hún var þar
lika sjúklingur. Eftir giftingu þeirra sneri
Lýöur sér fljótlega aö þvl sem varö hans
ævistarf, verkstjórn hjá Vegagerö ríkis-
ins. Vegna þeirrar þjónustu réöust mál
svo aö hann tengdist Vestfjörðum.
Vestur-tsfiröingar komu sér i aöal-
atriöum saman um i hvaöa röö vegir yröu
lagöir I sýslunni. Þingmaöur kjördæmis-
ins beitti sér fyrir þvi á þing- og héraös-
málafundum sýslunnar sem þá voru
haldnir árlega. Var samkomulag um það
aö koma fyrst á sambandi yfir Gemlu-
fallsheiöi: snúa sér slöan aö sambandinu
við Isaf jörö en tengj a Súgandaf jörð að því
loknu.
Þessar framkvæmdir voru unnar aö
mestu á árunum 1934-40 og Lýöur Jónsson
var verkstjóri viö þær. Þau sumur var
föst vinna viö þetta og vinnuflokkur bjó I
tjöldum. Kristln Jóhannsdóttir, kona Lýös
var þá ráöskona og húsmóöir I tjöldunum.
Hún var gjörvuleg kona og mikil hús-
móðir, enda þótti mönnum gott aö vera I
tjöldum meöþeim hjónum. Þeirra tima er
gott að minnast.
Vegavinna þessara ára var gjörólík því
sem nú er. Verkefniö var aö koma sem
fyrst á sambandi svo að bilar kæmust
leiöar sinnar. Þar sem vegir voru fyrir
var þaö yfirleitt reiögötur svo teyma
mætti lausan hest meö hliöinni eða tveir
mátturlöasamhliöa. Vlöa varþessi gamli
vegur breikkaöur meö haka og skóflu og
krókum hans fylgt þó aö fljótt þættu
hvimleiöir.
Lýöur haföi marga kosti sem verk-
stjóri. Hann var hagsýnn og átti stundum
góðan hlut aö þvi aö velja vegarstæöi-
Hann var jafnan léttur I máli og kunni þá
list að lát a menn vinna vel án þess aö sýna
eftirgangsmuni. Þótti flestum gaman aö
vinna hjá honum. Hann var vaskur maöur
og drengur góöur og ætlaðist ekki til
annars en sanngjarnt var. Hygg ég að
undir hans stjórn hafi fjármunir komiö
vel aö notum.
Lýöur mat mikils ef menn hans unnu
vel en hann var lika laginn viö að finna
verkefni fyrir þá sem ekki höföu heilsu til
aö ganga í hvaö sem var og haga því mál-
um svo aö starf þeirra nýttist vel. Hann
var tryggur I lund og manndómur hans og
metnaður olli þvi aö hann gleymdi ekki
þeim sem reyndust honum vel.
Hérveröur starfsferill Lýðs ekki rakinn
frekar en þjónustutlma sinn hjá Vega-
geröinni endaöi hann sem yfirverkstjóri
vestra og haföi þá aðsetur á Þingeyri. Þá
höföu þau Kristin slitiö samvistum. Þaö
kom okkur ýmsum á óvart og töldum til
slysa þvl aö okkur virtust þau hjón sam-
valin og allt fara vel — en auðvitað skortir
þá sem álengdar átanda alltaf þekkingu
til aö tala um sllkt.
En gott þykir okkur ýmsum aö eiga
minningarnar frá starfsdögunum þegar
viö bjuggum 11jöldum þeirra og unnum aö
þvi aö tengja byggöarlög okkar akfærum
vegum.
Sá vitrásburöur skal geymast.
Eftir aö Lýöur lét af störfum hjá Vega-
geröinni var hann þingvörður nokkur ár.
Lýöur Jónsson var gjörvulegur maöur
aö vallarsýn. A efri árum var hann orðinn
hvltur á hár, mátti hiklaust kalla hann
glæsimenni. Og gott er til þess aö hugsa
aö honum var hlift viö ósjálfbjarga elU'
kröm sem ýmsum verður erfiöust.
Meö fullri reisn gekk hann feril sinn til
enda.
H.Kr.
8
Islendingaþættir