Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Qupperneq 5

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Qupperneq 5
Þorbjörg E. Júlíusdóttir Fædd 25. aprfl 1916 Dáin 5. janúar 1984 Ferð þín er hafin. Fjarlœgjast heimatún. Nú fylgir þá vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Sú fregn er ég kveið hvað mest barst mér að morgni fimmtudagsins 5. januar s.I. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma var fallin frá. Dauðinn hafði knúið dyra og ekki varð aftur snúið. Sú ferð er bíður okkar allra var hafin. Stúlkan frá Bjarneyjum, sem ólst upp á Skarðs- ströndinni og átti heima í Stykkishólmi sín fullorðinsár, hafði kvatt í hinsta sinn. Við sem eftir lifum söknum góðrar konu og mikillar móður. Minningin um hana mun lifa áfram meðal okkar á þessari jörðu. Og tíminn, sem streymir fram eins og vatnið, mun skerpa mynd hennar og mála sínum dráttum. I lífi mannanna skiptast á skin og skúrir, og sorgin hefur sinn tíma. Þorbjörg Eggertína Júlíusdóttir hét hún fullu nafni og var fædd í Bjarneyjum á Breiðafirði 25. apríl 1916. Venjulega var hún kölluð Bobba, en það mun hafa tíðkast í Vestureyjum. Eggertínu nafnið notaði hún yfirleitt ekki, eða a.m.k. mjög sjaldan. Hún var skírð samkvæmt ábéndingum í draumi, en vitjað hafði verið nafns hjá móður hennar. Foreldrar Þorbjargar voru Júlíus Júlísson for- maður, fæddur 20. október 1875 í Rifi á Snæfells- nesi, og Septemborg Gunnlaugsdóttir, fædd 9. september 1883 í Bjarneyjum. Bæði voru þau uppalin í Bjarneyjum. Þaðan reri Septemborg um tíu ára skeið sem fullgildur háseti. Og reyndar kynntist hún manni sínum á sjónum. Þau bjuggu í Nýhúsi, sem var grasbýli, og þar fæddist dóttir þeirra Þo'rbjörg. Áður höfðu þau eignast aðra dóttur, Helgu. en hún andaðist sem kornabarn. Septemborg og Júlíus bjuggu í trúlofunarsambúð, sem ekki mun hafa verið óalgengt í þá daga. Árið 1923 andaðist Júlíus úr lungnabólgu. Nokkru síðar var heimilið leyst upp. Þorbjörgu, þá átta ára, var kmið í fóstur hjá vinafólki foreldra hennar á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd. Móðir hennar fór í vinnumennsku í Skáleyjar á Breiðafirði. Tveimur árum síðar kom hún sem ..húskona" að Geirmundarstöðum og gafst nú kostur á að vera samvistum við dóttur sína um fjögurra ára skeið. Næstu níu árin átti Septemborg heima í Skáleyjum. Síðan fluttist hún að Hval- gröfum á Skarðsströnd, næsta bæ fyrir innan Geirmundarstaði. Það mun hún hafa gert til að sem styst yrði á milli þeirra mæðgna. Þorbjörg var einkabarn Septemborgar og ekki hefur það verið létt að láta hana frá sér. En það var bót í máli, að henni var komið fyrir á góðu heimili. Þetta voru erfiðir tímar og lífsbaráttan ÍSLENDINGAÞÆTTIR hörð, ekki síst fyrir einstæðar mæður. Og trúlega hefur ekki verið um margt að ræða fyrir Septem- borgu. Hún hefur talið dóttur sinni betur borgið á föstum samastað en i óvissu vinnumennskunnar hjá sér, þar sem menn voru háðir duttlungum húsbændanna. Er þetta gerðist bjuggu á Geirmundarstöðum mæðginin Finnur Jónsson og Magðalena Bjarna- dóttir. Vinátta sú, sem ríkti á milli þeirra og Nýhúsafólksins réð því að þau ákváðu að taka telpuna að sér. Reyndust þau henni eins og best var á kosið. Sama er að segja um eiginkonu Finns, Steinunni Haraldsdóttur frá Hvalgröfum, sem hann kvæntist nokkrum árum síðar. Óhætt er að fullyrða, að sterk tryggða- og vináttubönd mynd- uðust á milli Þorbjargar og þessa fólks, er héldust æ síðan. Það varð hennar fjölskylda. Og eftir áð hún flutti af Skarðsströndinni reyndi hún að koma heim í sveitina sína a.m.k. einu sinni á ári. venjulega á sumrin. Á Geirmundarstöðum mun Þorbjörg hafa feng- ið venjubundið uppeldi eins og þá tíðkaöist til sveita. Ekki var um aðra skóla að ræða en farskóla. Kennari hennar var Brynjúlfur Haralds- son bóndi á Hvalgröfum, en hann stundaði farkennslu í yfir 50 ár og var þó ekki langskóla- genginn. Þorbjörg gekk í Húsmæðraskólann á Staðarfelli á Fellsströnd veturinn 1934-1935, sem þá var undir stjórn fröken Sigurborgar Kristjáns- dóttur. Þar lagði hún m.a. stund á vefnað, er lá mjög vel fyrir henni. Nokkru eftir að fröken Sigurborg lét af skólastjórn árið 1936 fór Þorbjörg til frekara náms í vefnaði hjá henni í Hafnarfirði. Á þessum árum vann hún lítillega að vefnaði á Skarðsströnd, lærði karlmannafatasaum í Reykja- vík og var í vist, sem kallað var, í Stykkishólmi og Reykjavík. Eftir að námi á Staðarfelli lauk tók að fækka þeim stundum, sem Þorbjörg var heima á Geir- mundarstöðum. Þó mun hún hgfa dvalist þar á hverju sumri um nokkur ár. Eftir 1940 hóf hún störf á saumastofu Kaupfélags Stykkishólms, er þá hafði töluvert umfangsmikinn rekstur. f Stykkishólmi kynntist Þorbjörg eftirlifandi manni sínum, Georg Breiðfjörð Ólafssyni skipasmið. Foreldrar hans voru Ólafur Magnús Sturlaugsson og Ágústa Sigurðardóttir, sem fyrst bjuggu í Akureyjum á Gilsfirði, en seinna í Ögri við Stykkishólm. Georg og Þorbjörg hófu sambúð í Kúldshúsi í Stykkishólmi hjá foreldrum hans. Nokkru síðar réðust þeir feðgar í að byggja hus við Silfurgötu. Áttu gömlu hjónin neðri hæðina, en þau ungu þá efri. Hefur heimili þeirra staðið þar síðan. Eftir að Þorbjörg hóf búskap hætti hún vinnu utan heimilisog var heimavinnandi húsmóð- ir þaðan í frá. Þorbjörg og Georg eignuðust þrjá syni: Gylfa, húsasmið í Reykjavík. Kona hans er Laufey Guðmundsdóttir bankastarfsmaður. Þau eiga tvö börn. Júlíus, dómarafulltrúa í Vestmannaeyjum. Ágúst Ólaf þjóðháttafræðing. Kona hans er Valgerður Sigurðardóttir læknir. Þau eiga eina dóttur. Það mun hafa verið í lok ársins 1957, að Þorbjörg veiktist með þeim afleiðingum að hún varð að dveljast langdvölum á sjukrahúsum í Reykjavík, en þó með nokkrum hléum. Veikindi þessi leiddu til skertrar starfsorku hennar. Heim- ilisaðstoð var fengin, en eldri sonunum komið fyrir i sveit á Geirmundarstöðum um skeið á sumrin. Taldi Þorbjörg sig standa þar í þakkar- skuld við Steinunni og Finn, að þau tóku við drengjunum er svona stóð á. Að nokkrum árum liðnum náði hún það góðri heilsu, að hún gat annast heimili sitt á ný. Síðastliðið sumar veiktist Þorbjörg á ný, þótt um annan sjúkdóm væri að ræða, og var lögð inn á sjúkrahús í Reykjavík. Sjúkdómur þessi leiddi hana að lokum til dauða og andaðist hún í Landspítalanum að morgni 5. janúar s.l. Henni auðnaðist að dveljast í Stykkishólmi frá september til nóvember, að báðum mánuðum meðtöldum, og var það síðasta vera hennar þar. En þrátt fyrir veikindin veittist henni sú gleði að vera við skírn sonarsonar síns, Ólafs Georgs, hinn 11. desember s.l. Ég var fjarstaddur þegar henni versnaði skyndi- lega nokkru fyrir jólin. En hamingjan leyfði, að ég átti með henni fáeinar vikur enn og fyrir það er ég þakklátur. Þannig vorum við saman við 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.