Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Blaðsíða 13
mannval skipaði hekki í ráðinu því. Forystu gegndi öndvegisdrengurinn, Sveinn Kr. Guð- mundsson, og með honum voru auk Halldórs, Þórhallur bæjarfógeti Sæmundsson, SigurðurVig- fússon og Sverrir Valtýsson. Mér er til efs að annars staðar hafi menn gengið jafnheilir og ótrauðir að störfum sem þeir gerðu. Og það var gaman að vinna með þeim. Þó olli það kannski mestu um að náin kynni tókust við Halldór að við áttum sameiginlegan vin. Þórleif rithöfund Bjarnason. Á heimili þeirra Þórleifs og konu hans. Sigríðar Hjartar. litum við Halldór Þorsteinsson fyrst. Þangað kom hann beint úr smiðju Þorgeirs og Ellerts, galvaskur. og manni komnum úr Stykkishólmi fannst hann standa augliti til auglitsins við sjálfan Pcppóne; „bæði af honum gustur geðs og gerðarþokki stóð." Halldór Þorsteinsson var Austfirðingur. Hann var fæddur 23. júlí 1912 í Stöðvarfirði. sonur hjónanna, Guðríðar Guttormsdóttur. prests í Stöð, Vigfússonar, og Þorsteins Mýrmanns, kaup- manns og bónda á Óseyri. Halldór ólst upp eystra en hélt innan við tvftugt vestur til Borgarfjarðar og var þar við nám á Hvítárbakka og í Reykholti. Hann hóf síðan kennslu, fyrst í heimabyggð sinni. síðan í Húnaþingi og loks í Þverárhlíð í Borgar- firði. Mér segja gamlir ncmendur hans, greindir menn og gegnir, að hann hafi verið afbragðskenn- ari og minnist þeir hans jafnan með hlýju þakklæti. - Árið 1937 lét Halldór af kennslu, fluttist til Akraness og lauk þar námi í vélvirkjun og síðar pípulagningum. Á Skaga vann hann alla tíð hjá Þorgeiri Jósefssyni og gegndi auk þess fjölþættum félagsmálastörfuni. Halldór Þorsteinsson kvæntist 5. október 1935 hinni ágætustu konu, Rut Guðmundsdóttur, bónda á Helgavatni í Þverárhlíð, Sigurðssonar. Kona Guðmundar og móðir Rutar var Anna Ásmundsdóttir. Tvo syni eignuðust þau Rut og Halldór, Sigurð og Birgi, og cru þeir báðir kvæntir heimilisfeður í Reykjavík, atorkumennogdrengir góðir. - Árið 1962 fluttust þau hjónin til Kópavogs og síðan fyrir þrem árum til Reykjavíkur. Hér syðra stundaði Halldór lengst af verslunarstörf en aúk þess lærði hann bókband og batt allmikið einkum fyrir vini og kunningja. Svo langt náði hanrt í þeirri lis't að hann gyllti bækur og tókst vel. Hann var bókavinur og því gott að vita hann fara höndum um kver og kiljur og notalegt að renna augum yfir gyllta kili úr smiðju hans. Halldór Þorsteinsson batt með ýmsum hætti bagga sína öðrum hnútum en samferðamenn. Þó að 'hann væri alþýðusinni ákafur og ódeigur í baráttu var hann jafnan auðkenndur í flokki. Hann hvarf ekki í hópinn. Hjarðhvötin. sem auglýsendur og áróðursmenn nota til að stjórna venjum fólks og viöhorfum. mótaði aldrei afstöðu Halldórs Þorsteinssonar. Hann gerði sér Ijóst að enginn meðaljón er til; hins vegar hafa ýmsir hag af því að ginna menn til að trúa að svo sé. Niðursoðin og stöðluð fjölmiðlamenning. ef menningu skyldi kalla, vann aldrei á óspilltri tilfinningu hans fyrir sönnum verðmætum. Innan- tómt gaspur og blaður, gervilíf og gervilist voru eitur í beinum hans. sjálfshafning og sýndar- mennska voru honum andstyggð. Seint hefði hann tekið pjáturfugl fram yfir næturgalann eða sól-, skríkjuna. -Þessi sannaogupprunalega mennska. bæði ósvikna dómgreind, ásardt glaðbcittri einurð og notalegri kímnigáfu gerðu Halldór ekki einung- is að skemmtilegum félaga heldur og góðum og ÍSLENDINGAÞ/ETTIR <• traustum vini. Við hjónin eigum margar kærar minningar frá samvistum við hann og Rut. bæði á fögru heimili þeirra og annars staðar. En Rut, alúðleg, greind og listfeng, var í raun það sem konum tekst misjafnlega: betri helmingur manns síns. Og nú hefir Halldór Þorsteinsson lokað dyrum að baki sér. Hann er horfinn af sjónarsviði voru - og er ekki lengur einn vörslumanna þess arfs sem gerði nokkrum tugþúsundum fólks kleift að halda reisn sinni hvernigsem veröldin veltist í hörmung- um langra alda og dimmra. Við þessi vegaskil hljóma enn hendingar eftir skáldið góða, Guð- mund Böðvarsson, fyrir eyrum - um leið og huga er rennt til konu þeirrar borgfirskrar sem Halldór vissi sig eiga mest að þakka: „Mill Ijóð og þitt og þeirrn Ijóð, sem jiögn og gleymska felur. mun verða heyrt af hirði þeim er hjörð að kvöldi telur, hann þekkir hjarta hvers og eins og liann mun sjá og skilja að visan mín og vtsan þín hún var þó okkar Lilja." Ólafur Haukur Árnason t Halldór Þorsteinsson hafði lengi verið fjöl skylduvin'ur hjá tengdafólki mínu á Akranesi þegar ég gekk þar fyrst um garða. Það gengu sögur af honum og konu hans Rut Guðmundsdóttur í fjölskyldunni. Allar báru þær, og sú kátína sem jafnan ríkti er þær voru sagðar, með sér að jafnt ungum sem eldri í Stillholti 13 var einstaklega hlýtt til þessa vinafólks síns. Og svo brá við að þegar fundum mínum og þessara heiðurshjóna bar fyrst saman fannst mér að ég fengi strax fulla hlutdeild í þessari fomu vináttu. Halldór Þorsteinsson var aðalsmaður í verka- lýðsstétt. Þar réðu ekki erfðir á titlum og verald- argóssi heldur stolt hugarfar sem hann hafði áunnið sér í verkalýðsbaráttunni. Hann var tal- andi tákn um þá reisn sem frumherjarnir hvöttu verkafólk að temja sér. Hann var í rauninni hámenntaður maður á alþýðlega vísu, vel að sér til munns og handa, og hafði á sér hcfðarsnið jafnt í klæðaburði sem framgöngu. Að vera á veislu með Halldóri var lífsnautnin sjálf. Mörgum mun vera minnisstæð veisla sú cr hann hélt í fjölskyldubúðum Alþýðubandalagsins á Laugarvatni er hann varð sjötugur í fyrrasumar. Einnig er í minnum hafður snilldarlegur upplestur hans úr Sjálfstæðu fólki 3 sama stað í sumar. Mér eru þó meira í mun kvöldstundir tvær er við áttum saman. önnur á heimili Halldórs og Rutar fyrir tveimur árum, og hin á heimili mínu í haust. í fyrra sinnið var slíkur höfðingjabragur á öllu að engu hefðu glæstir veislusalir þar við bætt og fólk allt leyst út með gljáðum steinum og bókagim- stcinum í lokin. í seinna sinnið vorum við orðin þess áskynja að hugsanlega yrðu samfundir við Halldór ekki fleiri. En samt lifir fyrst og fremst sú minning eftir þetta kvöld að þarna hafi jafnaldrar setið á tali og farið vél á með. Þrátt fyrir að samanlagður aldur okkar hjóna væri jafnhár og aldursár Halldórs hattaði ekki fyrir viðhorfum liðins tíma. stöðnun eða afturhaldssemi í orð- ræðum Rutar og Halldórs. Við máttum satt að segja hafa okkur öll við að standa þeim á sporði í frjálslyndi og nútímalegum hugsunarhætti. Enda þótt Halldór væri stundum þrákelknin uppmáluð og vildi halda fast í kenninguna. þá gleymdi hann aldrei að hlusta og taka mið af umhverfinu. Hann var raunsær og glaðbeittur baráttumaður og hefði aldrei tímt að láta breytingar fram hjá sér fara. Það var hluti af lífsnautn hans að standa með breytingunum. Halldór Þorsteinsson féll frá ungur í anda og fyrir vináttu hans erum við þakklát. Við Steinunn færum Rut, sonunum og fjölskyldum þcirra innilegar samúðarkveðjur. Kinar Karl Haraldsson t Halldóri Þorsteinssyni kynntist ég haustið 1941, að mig minnir. þegar hann hafði tekið við umboði Máls og menningar á Akranesi, sem ég keypti af bækur. Um það leyti gekk ég til liðs við Sósíalista flokkinn. Sósíalistar á Akranesi voru þá fáir og höfðu enn ekki með sér félag, þótt á milli þeirra væri nokkur kunningsskapur. Halldór var einn forgöngumanna að stofnun Sósíalistafélags Akraness og einn þeirra, sem byggði það upp, og mun enginn hafa átt að því stærri hlut. Hann var lengstum í stjórn félagsins, stundum sem formaður, og um leið ritstjóri Dögunar blaðs þess, scm naumast var þó nema kosningablað, þótt í orði væri haft að halda því allreglulega úti. Halldór var formaður MÍR. og hélt ókcypis kvikmyndasýningar á þess veguni. Fyrir starfsfélaga sína, vélvirkja, gegndi hann trúnaðarstörfum, sat í stjórn Iðnaðarmannafélags Akraness og var allmörg ár formaður Iðnráðs. í bæjarstjórn Akraness sat Halldór nokkur ár, sem aðalmaður og varamaður. Frá Akranesi fluttist Halldór með fjölskyldu sína 1962, og setti hann upp verslun í Reykjavík ásamt syni s'ínum. Margar voru heimsóknir mínar á heimili þeirra Halldórs og Rutar á Akranesi. Margt var þá skrafað yfir kaffi, oft að viðstöddum sósíalistum úr nágrenninu. Hugðarefni Halldórs voru mörg, stjórnmál. bókmenntir og vmis þjöðlcg fræði, og hafði hann komið .sér upp góðu bókasafni. I iðnaðarmanninum var grunnt á gamla farkcnnar- anum. Halldór Þorstcinsson var einn hinna bestu vina. sem ég hef eignast í pólitísku starfi. Mér var samt ekki Ijóst, hve hlýjan hug ég bar til hans, fyrr en ég las andlátsfregn hans. Reykjavík 15. desember 1983, Haraldur Jóhannsson Helga Vilhelmina Jónsdóttir Framhald af hls 14 lega, sem var hár í andanum og hreinn í hjartanu, og hélt öllu vel við. Blessuð sé minning hans. Mér verður nú hugsað til Snjólaugar og Alfreds, sem eru ein eftir og sakna sárt elskulcgrar móður og systur þar sem Helga var. Megi góður guð styrkja þau og styðja. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt Ijósið blessað gefi í nótt mig dreymi. í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (M.J.) Guöný Jonsdottir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.