Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Qupperneq 6
I
Magnús Sigurðsson
frá Lágu-Kotey
Fæddur 7. maí 1901
Dáinn 18. desember 1983
Magnús Sigurðsson, fyrrum bóndi í Lágu-Kotey
í Meðallandi er látinn. Hann^lést á Vífilsstöðum
aðfaranótt þess 18. desember sl. Nokkrir þættir
skulu festir á blað, þar sem þessa fyrrum nágranna
míns og góðvinar austur í Meðallandi og hér tii
hinstu stundar, skal minnst.
Magnús Sigurðsson fæddist í Háu-Kotey í
Meðallandi 7. maí 1901. Foreldrar hans voru þau
Sigurður Sigurðsson bóndi þar og kona hans
Kristín Guðmundsdóttir. Þau fluttu frá Háu-Kot-
ey að nábýlisjörðinni Lágu-Kotey sumarið 1901,
og bjuggu þar síðan. Alls ól Kristín manni sínum
13 börn, en eftireru nú á lífi 3 þeirra systkina. Þau
Ágústa, búsett her í borg, Sigurður bóndi í
Skammadal í Mýrdal og Jóel, búfræðingur að
mennt, búsettur á Sjálandi. Auk þessa hóps
eignaðist Kristín son með Sigurfinni Sigurðssyni í
Háu-Kotey, Magnús Kristín Einar, er fæddist 14.
september 1894, en var síðar sem húsmaður í
Lágu-Kotey á árunum 1913-1935.
Magnús ólst upp í hópi systkina og vemd
foreldra sinna í Lágu-Kotey. Barna- og unglings-
árin liðu. Hann varð vinnumaður hjá bróður
sínum, Sigurði (eldra), ertókviðbúi íLágu-Kotey
eftir lát föður þeirra 1919, en Sigurður bjó þar til
ársins 1925, er hann fluttist þaðan til Reykjavíkur.
Þá hafði Magnús kvænst nágrannakonu sinni,
Jónínu Margréti Egilsdóttur í Nýjabæ, en brúð-
kaupsdagur þeirra var 4. júní 1925. Þau hófu
búskap í Lágu-Kotey þá um vorið, og bjuggu þar
í 30 ár, eða þar til þau brugðu búi 1955.
Brottfarardagur þeirra úr Meðallandinu var 10.
nóvember 1955. Þá kvöddu þau nágranna og vini
í sveitinni sinni, bæinn, sem þau höfðu tvisvar
byggt upp og útihúsin, sem þau höfðu oft
messu á gamlárskvöld. Þessi fátæklegu orð vil ég
að lokum enda á Ijóði eftir Ólaf Jóhann Sigurðs-
son:
Ef til villfœrðu aftur að hvílast í grasi
örskammt frá blessuðum lœknum, rétt eins og
forðum,
og hlusta á vingjarnlegt raul lians renna saman
við reyrmýrarþyt og skrjáf í snarrótarpunti,
finna á vöngutn þér ylgeisla sumarsólar
og silkimjúka andvarakveðju i hári,
er angan af jurtum og járnroðakeldum þyngist
og jaðraki vinurþinn hœttirað skrafa við stelkinn.
Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi
með amboðin hjá þér sem forðum, og titrandi
hjam .
maeld i hljoði fram þakkir til lœkjar og Ijóss,
til lífsins á þessu hnattkorni voru í geimnum,
til gátunnar miklu, höfundar alls sem er.
endurnýjað á liðnum búskaparárum. Þau fluttu
ekki með sér veraldarauð, en 11 börnin sín, sem
fæðst höfðu á bænum þeirra á árunum 1926-47, en
í kirkjugarðinum á Langholti hvíldi litla dóttir
þeirra, liðlega tveggja mánaða gömul er hún dó
30. júlí 1942.
Fallegur hópur kvaddi Meðallandið þennan
dag. „Eftir þessum degi man ég vel,“ sagði
Margrét frænka mín við mig, er hún minntist
nýlega brottfarardagsins úr Meðallandinu.
Þá um sumarið hafði Magnús unnið að byggingu
íbúðarhúss þeirra í Kópavogi með aðstoð elstu
sona sinna, svo þau gætu flutt í sitt eigið hús að
hausti. Byggingu var þó ekki lokið, þegar au fluttu
að austan. En með dugnaði hafði Magnúsi og
sonum hans tckist að gera húsið íbúðarhæft.
Nágrannar veittu athygli bóndanum „austan úr
sveitum". sem sjalfur svaf oftast í vinnuskúrnum,
matreiddi, var fyrstur manna kominn að verki að
morgni og hamarshöggin glumdu við langt fram á
kvöld.
Upp úr áramótum var byggingunni að mestu
lokið og nýir heimilishættir kröfðust síns. Yngstu
börnin sóttu skólann og fjárþörfin kallaði hús-
bóndann út á almennan vinnumarkað. Hann fékk
strax .vinnu hjá Flugfélagi (slands sem smiður,
þótt réttindalaus væri, og vann þar til síðustu 10
áranna, er hann vann hjá Flugleiðum allt til þess
er hann varð 75 ára, eða svo lengi sent heilsa hans
leyfði. Við vinnuveitendur sína og starfsfélaga
bast hann vináttuböndum, sem best komu í ljós á
hátíðisdögum innan fjölskyldunnar.
Úthafsöldurnar við Meðallandssanda í rysjótt-
um vetrarveðrum eru ógnþrungnar, er þær brotna
við ströndina. og stjórnlausu skipi. sem þær ná
tökum á, kasta þær til sem smáhlut. Áræði og
dirfsku þyrfti til að bjarga mannslífum til lands úr
slíkum háska, enda tefldu björgunarmenn oft í
tvísýnu eigin lífi í þeim fangbrögðum. Haþpasæl
var björgunarsveitin í Meðallandi. Mörgum er-
lendum sem innlendum hröktum sjómönnum
tókst henni að bjarga heilu og höldnu á land og
færa til bæja, þar sem biðu þeirra hlýjar viðtökur
og hjúkrun heimafólks.
Margir leituðu síðar frásagnar Magnúsar.af
störfum hans í þágu björgunarsveitarinnar, en
þau störf voru honum kær, og Slysavarnafélag
íslands var þau samtök, sem hann mat að
verðleikum öðrum fremur.
Þótt Magnús flytti með fjölskyldu sína austan
úr Meðallandi, hélt hann órofa tryggð við sveit
sína, sveitunga og gamla nágranna. Hvert örnefni
var honum kært og saga einstaklinga og býla kunn
langt aftur í liðna tíð. Heimsóknir á fornar slóðir
voru honum tilhlökkunarefni þótt ég viti að rústir
eyðibýlanna hafi vakið hjá honum kvíða og snert
viðkvæma strengi í huga hans, er hann leit þær
augum. Hann fylgdist meðöllum framfaramálum,
sem þar var unnið að hverju sinni. Sjálfur hafði
hann lagt ráð á um inargt, er hann sat þar í
hreppsnefnd síðustu árin, er hann bjó í Lágu-Kot-
ey, og átti sjálfur þátt í að ryðja nýjungum inn í
búskaparhætti sveitunga sinna. Fyrstu Ijósavélina
setti hann upp í bæ sínum, og hestasláttuvélin
hans þótti mikið áræði á blautar og lítt véltækar
engjar Koteyjar.
Fyrir allmörgum árum, er þau hjónin höfðu
farið í eina kynningarferð austur. hittumst við. Ég
man gleðina í svipmóti hans er hann sagði mér frá
ferð þeirra, og þá frá framkvæmdum Sandgræðsl-
unnar í Meðallandi. Hann gat sérstaklega þess er
hann fór norður með girðingunni á Leiðvelli.
Innan girðingarinnar á hægri hönd var þéttvaxinn
gróður, sem vaxið hafði upp í skjóli algerrar
friðunar, en utan girðingarinnar vart stingandi
strá. Hann lauk orðunr sínum um þennan þátt
ferðar þeirra og framtíðarsýnar í ræktunarmálum
sveitarinnar eitthvað á þessa leið: „Bara að
girðingunum verði haldið við. Þá er nýgræðingn-
um í Meðallandi borgið."
Það var skemmtilegt að sitja hjá Magnúsi, eiga
trúnað hans og kynnast viðhorfum hans og víðsýni
á þeinr málum, sem helst voru til umræðu hverju
sinni. Samtök launþega áttu fylgi hans alla tíð, og
mat mikils alla þá, sem voru þar í forystusveit, og
vissulega vildi hann styðja hvert það félag. sem
vinnur að batnandi hag einstaklinga, efnalega sem
andlega.
Daglegt viðhorf sitt og samskipti sín við með-
bræður sína mótaði hann á kristinni lífsskoðun
sinni og sannfæringu. virðingu fyrir siðum og
háttum feðra sinna og mæðra, og að vera tilbúinn
til hjálpar nauðstöddum meðbróður svo lengi sem
kraftar hans leyfðu.
Þaú hjónin, Margrét og Magnús, láta eftir sig
ÍSLENDINGAÞÆTTIR