Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Side 7
Guðmundur B. Þorsteinsson Holti, Svínadal Fæddur 26. ágúst 1910 Dáinn 1. jan. 1984 Þegar maður fæðist í þennan heim. er það aðeins eitt sem hann á aiveg víst, hvort sem ævin verður stutt eða Iöng. en það er að deyja. Þó er það svo að alltaf hrekkur maður ónotalega við, þegar einhver nákominn samferðamaður fellur frá, einkum ef dauðann ber óvænt að án verulegra undangenginna veikinda. Svo varþað a.m.k. með mig, þegar Guðmundur í Holti varð bráðkvaddur á heimili sínu síðastliðinn nýársdag. Hann var náfrændi minn og næsti nágranni frá fyrstu tíð. Hann var 73 ára gamall þegar hann dó og hafði alla tíð verið heilsuhraustur svo maður gat vænst þess að hann ætti mörg ár eftir. Guðmundur Bergntann Þorsteinsson, eins og hann hct fullu nafni, var fæddur að Geithömrum í Svínadal 26. ágúst 1910, sonur hjónanna Hall- dóru Björnsdóttur frá Marðarnúpi og Þorsteins Þorsteinssonar frá Grund, en þau bjuggu á Geithömrum allan sínn búskap ytir 40 ár. Hall- dóra var dóttii Björns Guðmundssonar bónda á Marðarnúpi og konu hans Þorbjargar Helgadóttur frá Gröf í Víðidal, systir Guðmundar Björnssonar landlæknis og þeirra systkina. Út af Helga í Gröf er komið margt góðra manna. Langafi Guðmundar í föðurætt var Þorsteinn Helgason frá Sólheimum í Hrunamannahreppi. Eiríkssonar frá Bolholti. Langamma hans í föðurætt var Sigurbjörg. dóttir séra Jóns Jónsson- ar á Auðkúlu og Ingibjargar Oddsdóttui irá Miklabæ. Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum á Geithömrum til fullorðinsára ásamt fjórunt syst- kinum sínum. Birni. Þorsteini. Þorbjörgu og Jakob. Auk þess átti hann einn hálfbróður. sem hcitir Jón. Guðmundur lauk búfræðinámi frá Hólaskóla árið 1933. Jafnframt vann hann að búi foreldra sinna og einnig nokkuð utan hcimilis. Einn vetur var hann við smíðanám í Reykjavík hjá Birni bróður sínum. Árið 1945 gekk hann að eiga Sofíu Jóhannsdótt- ur í Holti. úrvals konu. Hófu þau þá þegar búskap mikinn auð, þar sem eru börn og barnabörn þeirra, sem erft hafa dugnað og trúmennsku foreldranna, og ljúf er minningin um soninn kæra, Ingimund, sem fórst af slysförum í Vestmannaeyj- um 19. janúar 1970. Við frá Nýjabæ, sem áttum um langt skeið nágrenni við heimilið í Lágu-Kotey, ásamt eigin- konu minni. minnumst Magnúsar með virðingu og þökk fyrir Ijúfmennsku og drengskap í kynnum fyrr og síðar. Við sendum Margréti. börnum. barnabörnum og öðrum, er sakna góðs vinar, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningarnar um Magnús Sigurðs- son frá Lágu-Kotey. Ingimundur Olafsson ÍSLENDINGAÞÆTTIR þar, fyrst á hluta jarðarinnar á móti foreldrum hennar, en síðan á jörðinni allri, eða frá 1948. Þau Guðmundur og Sofía eignuðust fimm mannvæn- leg börn. Þau cru Jóhann bóndi í Holti, giftur Björgu Helgadóttur frá Þórormstungu og eiga þau 4 börn. Þorsteinn doktor í jarð- vegsfræði, kennari við háskóla í Vestur- Berlín. giftur Ulrike Becher og eiga þau 2 börn. Halldór bóndi í Holti. Bragi sagnfræðingur. menntaskólakennari á Akureyri, giftur Ragnheiði Sigurðardóttur frá Grenjaðarstað og eiga þau 1 barn. Bryndís Fanný sjúkraþjálfari, býr með Ragnari Haukssyni. Guðmundur í Holti var vel gerður maður. Hann var hraustbyggður, léttur á fæti og ötull til allrar vinnu. Hann var verkhagur og handlaginn enda töluverður smiður og mun hugur hans hafa staðið allmikið til smíðanáms um tíma. Hann var sérlega heilsugóður svo aldrei mun hann hafa lagst inn á sjúkrahús um ævina. Hann var vel greindur maöur. prúður i framkomu oggerhugull. Þó hann ætti til að skipta skapi snögglega á yngri árum. þá var það sjaldgæft. Hann hafði góða skapgerð og kom sér vel meðal starfsfólks. hvort sem hann hafði yfir því að segja eða ekki. Það kom því engum á óvart, að hann skilaði góðu dagsverki. Svínadalurinn hefur löngum verið í slæmu vegasambandi og var svo enn þegar þau Guð- mundur og Sofía byrjuðu búskap. Fyrir þá sök voru flest hús í dalnum gömul torfhús, í Holti eins og annars staðar. Mýrar voru blautarog erfitt með ræktun túna. En einmitt sama árið og þau tóku við allri jörðinni. kom hér í dalinn skurðgrafa. sem á næstu árum gerði hvort tveggja, bætti úr vegasamhandi og þurrkaði land til túnræktar. Guðmundur hagnýtti sér í ríkum mæli þessi brevttu skilyrði og hóf þegar ræktunarstörf og byggingar. Enda er nú í Holti stórt tún og byggingar yfir mikil hey og mikinn búpening, og stórt og reisulegt íbúðarhús. Auk þess hafa synir hans byggt bæði íbúðarhús og útihús. Búskapur þeirra Holtshjóna var allur með mvndarbrag. þar sem ríkti fyrirhyggja og öryggi. Þau höfðu stórt bú en samt alllaf nóg hey handa sínum skepnum og 'o! það. enda varð fjárhagur þeirra fljótt traustur. Þau kosturðu börn sín öll til mennta, eftir þ\i sem hugur þeirra stóó lil Incrs og eins. Þau bjuggu sér fallegt og hlýlcgt heimili. Þar var notalegt að koma og ræða við húsráðendur. Þar fann maður svo vel. að maður var alltaf velkom- inn. Guðmundur sinnti margskonar félagsmálum. Iiann var ungur \irkur lélagi i Ungmennalélagi Svínavatnshrepps og formaður þess þegar sam- komuhúsið var byggt. Það þykir ekki stórt eða veglegt nu i dag, en þaó þurlti hug og dug til þess að koma slíkri byggingu upp 1936. Hann átti sæti í hreppsncfnd í 35 ár og á þeim tíma var hann oddviti í 20 ár. Hann var formaður sóknarnefndar Auðkúlusóknar um margra ára skeið og á þeim tíma var kirkjan færð og endurbyggð en það var á árunum 1971-73 og kom í hans hlut að sjá um það verk. Til að tryggja það að verkið yrði vel af hendi leyst réði hann til þess Guðmund Tryggva- son í Finnstungu, sem er alkunnur fyrir vandvirkni sína. Fjölskyldan í Holti hefur löngum sýnt Auðkúlukirkju mikla ræktarsemi og vinarhug, og bera margir munir í kirkjunni þess Ijósan vott, sem eru gjafir frá því heimili. Þá var Guðmundur í stjórn sölufélags A-Hún. um árabil og reiknings- haldari Húnavallaskóla frá 1974 til dauðadags. Auk þess gegndi hann mörgum fleiri trúnaðar- störfum fyrir sveit sína í lengri eða skemmri tíma. Oll þessi störf rækti hann af trúmennsku og reglusemi og naut af því almennings traust. - Má nú ekki einmitt sjá manngildi hvcrs og eins af því, hvernig hann leysitjiau störf af hendi, sem honum eru falin, hver sem þau annars eru. Árið 1973 bar mikinn skugga yfir hcimilið í Holti, þá veiktist Sofía af alvarlegum sjúkdómi sem leiddi hana til dauða á miðju ári 1974. Það var mikið áfall. Börnin voru að vísu uppkomin að kalla, en hún var elskuð og virt eiginkona og móðir og á bcsta aldri þegar hún dó. Auk þess var hún að sjálfsögðu húsmóðir á stóru sveitaheimili. andi hússins. Eins og ég gat um í upphafi lágu leiðir okkar Guðmundar mjög mikið saman alla tíð. Heimili okkar á uppvaxtarárunum voru hlið við hlið, aðcins einn km. á milli bæjanna. Þá voru túnin ógirt og við vorum látnir vaka yfir vellinum á vorin. í gróandanum eins og sagl var, á sitthvorum bænum. Þá hófust okkar fyrstu kynni. Þar sem svo stutt var á milli túnanna sáum við yfir þau bæði, ef við vorum að leik á milli bæjanna, og það vorum við ansi oft. Já. ég minnist þeirra stunda enn í dag. Við tókum upp á ýmsu. því lítið er ungs manns gaman og okkur kom alltaf mjög vel saman. Nú og svo hélt þetta áfram í barnaskóla. smala- mennskum, kaupstaðarferðum, göngum o.fl. o.tl. Síðan í félagsmálum - ungmcnnafélagi og hrcppsnefnd og svo mætti lengi tclja. Þcgar Guðmundur flutti að Holti fjarlægðust heimili okkar örlítið. en við fjarlægðumst ekkert sjálfir, síður en svo. Ég held ég mcgi segja að með engum manni hafi ég átt lengri samleið og meira samstarf, utan minnar fjölskyldu, heldur en honum. Þessi samfylgd allra og góðu kynni um langa ævi er mér ljúft að þakka að leiðarlokum. Ekki ber að skilja orð mín svo, að við höfum alltaf verið sammála um allt, nei, við deildum oft en köstuðum aldrei grjóti og lögðum aldrei stein í götu hvor annars og héldum okkar vináttu meðan samfylgdin entist. Með Guðmundi í Holti kveður sveitin einn sinn besta bónda og forustumann og góðan dreng, með söknuði og þökk. Börnum hans öllum og fjölskyldum þeirra sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Þórður Þorsteinsson

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.